Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Gefið nafn Óli í Bæ skal hann heita. Kristín og Marinó við hið fagra fley sem lofar meistarann og nafnið við hæfi. Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Sjóminjasafn Þórðar Rafns hýsti einn margra viðburða Safnahelgar í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, „Saga af manni og bát“. Þórður Rafn eða Rabbi á Dala-Rafni, skip- stjóri og útgerðarmaður, hefur safnað að sér ýmiss konar sjáv- artengdum munum á 40 ára sjó- mannsferli sínum og er hvergi hættur enda eru Eyjamenn dugleg- ir að færa honum fleiri dýrgripi. Af- raksturinn og um leið útgerðasögu Vestmannaeyja má nú sjá í safni hans á Flötunum. Þó að viðburðurinn kallaðist þessu nafni komu hér við sögu fleiri en eitt dugandi hreystimenni og mismunandi bátar sem spönnuðu allt frá árabátum til Herjólfs IV, sem lokaði sögunni ásamt Sjóminja- safninu. Fyrstur steig á stokk Marinó Sigursteinsson pípulagningameist- ari sem tekur sér ýmislegt fleira fyrir hendur en pípulagnir og þá sérstaklega það sem snýr að rann- sóknum á náttúru og sögu Eyjanna. Marinó rakti sögu þess þegar hann fyrir um 20 árum var á hrein- dýraveiðum austur á Héraði og rakst í fyrsta sinn á þennan fallega bát niðri í fjöru í Vopnafirði. Í víking austur Hann komst að því að báturinn væri smíðaður af þekktum bátasmið í Eyjum, Óla í Bæ (Ólafi Ástgeirs- syni 1892-1966) og þar með var áhuginn vakinn. Báturinn var ekki falur á þeim tíma en menn eins og Marinó leggja ekki svo auðveldlega árar í bát. Nú í haust, 20 árum síð- ar, taldi Marinó að málið væri loks komið í höfn og hélt til Vopna- fjarðar ásamt Þórði Rafni og Gústa í Mjölni (Ágústi Þórarinssyni) að sækja bátinn. För þeirra félaga landleiðina austur var nokkur svaðilför enda veður oft válynd á þessum árstíma bæði til sjós og lands. Síðasta spöl- inn bar Herjólfur IV síðan þetta aldna fley aftur til heimahafnar. Báturinn er nú til sýnis og varð- veislu á Sjóminjasafni Þórðar Rafns, ómetanlegur menningar- arfur og minning um merka skipa- smíðasögu í Vestmannaeyjum. Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrver- andi framkvæmdastýra Jafnrétt- isstofu og alþingismaður, fór yfir sögu Óla í Bæ, afa síns, sem hafði sjómennskuna að aðalstarfi þó að hann hafi einnig smíðað um 400 báta um starfsævi sína. Fetaði hann þar í fótspor föður síns, Ástgeirs Guðmundssonar, formanns og báta- smiðs, (1858-1943) sem smíðaði um 10 mótorbáta í Eyjum og allnokkra á Stokkseyri. Einn báta Ástgeirs er varðveittur á Borgarsögusafninu í Víkinni í Reykjavík (Farsæll eldri, 1907). Meðal báta Óla í Bæ má t.d. nefna kappróðrabátana, Hreyfil, Ólaf og Jötun, sem lengi voru notaðir á sjó- mannadaginn. Báturinn sem nú er hér kominn í sjóminjasafn Rabba er mögulega sá eini sem enn lifir af fjölmörgum bátum Óla. Sorgleg ör- lög flestra hinna hafa trúlega verið að enda uppi á Fjósakletti á þjóðhá- tíðarbrennu. Axir glumdu og heflar sungu Kristinn R., sonur Óla í Bæ, tal- aði frá Madrid á Spáni og minntist á myndrænan hátt föður síns sem lést þegar hann var á unglingsaldri. Pabba, sem lengstum var við smíð- ar í skúrnum heima á bak við Brim- berg ef hann var ekki á sjó eða að veiða lunda. Axir glumdu, heflar sungu og hamrar dundu og allt ilm- aði af timbri, sagi og hefilspónum að ógleymdu neftóbakinu. Smið- urinn raulaði við verk sitt og stund- um féll til skjöldur eða sverð handa syninum. Margt var við athöfnina og í lokin opinberaði Kristín Ástgeirsdóttir nafn bátsins, Óli í Bæ skal hann heita. Axir glumdu, heflar sungu - Ólafur Ástgeirsson, Óli í Bæ, smíðaði 400 báta en aðeins einn hefur varðveist - Þessi bátur er nú kominn í Sjóminjasafn Þórðar Rafns í Vestmannaeyjum Fjölmenni Sjóminjasafn Þórðar Rafns er eitt stærsta sjávarútvegssafn á Ís- landi. Helga Hallbergsdóttir, starfsmaður á safninu, stýrði athöfninni. 26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 STUÐIÐ ER Í VINNUNNI NÝR VIVARO-E Vivaro-e er einn fullkomnasti atvinnu– rafmagnsbílinn á markaðnum. Með honum velur þú að marka grænt fótspor með þínum atvinnurekstri. 100% RAFMAGN RAFHLAÐA, HLEÐSLA OG DRÆGNI Nú kemur ekkert í veg fyrir að það sé hægt að nota rafmagnsbíla í atvinnurekstri. Vivaro-e hefur svipaða burðagetu og vörurými og hefðbundinn sendibíll en er mikið hagkvæmari í rekstri. Mótor: 100 kW Rafhlaða: 50/75 kWh Drægni: 231/330 km. (WLTP) BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 BB, betri bílar Akureyri Njarðarnesi 12 Sími: 534 7200 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 VIVARO-E VERÐ FRÁ AÐEINS: 5.290.000 KR. LANGTÍMALEIGA FRÁ: 129.600 KR. Á MÁNUÐI. TILBÚINN TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER! TRYGGÐU ÞÉR BÍL FYRIR ÁRAMÓT! B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g t e x ta b re n g l. B íll á m y n d e r m e ð a u k a b ú n a ð i. Allt tónleikahald Senu Live næstu mánuði helst óbreytt, að því er greint er frá í tilkynningu frá fyrirtækinu. Engu skipti þótt upp- gangur sé í kórónuveirusmitum hér á landi og hertar sótt- varnaaðgerðir hafi tekið í gildi í gær. Fólk þurfi þó ekki að óttast það að mæta á skipulagða við- burði þar sem sóttvarnir eru í hávegum hafðar. Það þarf hins vegar að venjast því að fara í hraðpróf vegna kórónuveirunnar áður en það sækir viðburðina. Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, í samtali við Morgunblaðið. Þá segir hann ekki hægt að setja allar samkomur undir einn og sama hattinn. „Það er ekki hægt að bera t.d. tónleika Andrea Bocelli, sem er skipulagður við- burður á vegum fyrirtækis, þar sem öllum sóttvarnareglum er fylgt út í ystu æsar, saman við eitt- hvert óformlegt karíókíkvöld úti í bæ.“ Heldur hann því fram að örugg- asta leiðin fyrir fólk sem vilji lifa lífinu sé að sækja skipulagða við- burði enda séu þeir haldnir með formlegu samþykki sóttvarna- yfirvalda og í samræmi við gild- andi lög og reglur. „Við vitum ná- kæmlega hverjir eru að koma, klukkan hvað þeir koma, hvar þeir labba inn og hvar þeir sitja.“ Tónleika- hald helst óbreytt Ísleifur Þórhallsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tónleikahald Tónleikar Andrea Bocelli í Kórnum munu fara fram. - Fólk óttist ekki að mæta á viðburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.