Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 28

Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 28
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst þetta verðugt viðfangs- efni á afmælisárinu enda er húsið nánast jafngamalt félaginu. Þessu húsi fylgir afar mikil saga,“ segir Tryggvi Agnarsson, hæstaréttarlög- maður og formaður Stúdentafélags Reykjavíkur. Næstkomandi sunnudag verða lið- in 150 ár frá stofnun Stúdentafélags Reykjavíkur. Af því tilefni hefur Tryggvi sent bréf fyrir hönd félagsins til alþingismanna þar sem lagt er til að Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg verði framvegis helgað sögu full- veldisbaráttu Íslendinga, forvígis- mönnum hennar og hverju eina því sem varpar ljósi á það sem í fullveld- inu felst. „Húsið og garðurinn að baki fái heitið Fullveldisgarður, sögusafn, sem gaman og gagnlegt verði fyrir unga sem aldna að sækja heim í hjarta borgarinnar,“ segir í bréfinu. Helgistaður frelsisbaráttunnar Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var hulunni svipt af Hegning- arhúsinu í vikunni eftir eins og hálfs árs endurbætur á ytra byrði þess. Minjavernd hefur séð um endurbæt- urnar og óhætt er að segja að Hegn- ingarhúsið hafi fengið löngu tíma- bæra „andlitslyftingu“. Tryggvi segir í samtali við Morgun- blaðið að fulltrúar félagsins hafi ný- lega fengið að skoða húsið í fylgd Þor- steins Bergssonar framkvæmda- stjóra Minjaverndar. „Þetta er ótrúlega falleg bygging og staðsetn- ingin frábær, við eina aðalgötuna í Reykjavík. Endurbæturnar að utan hafa kostað óskaplega mikið og vænt- anlega mun kosta enn meira að gera það upp að innan. Spurning er hins vegar hvað eigi svo að gera með húsið. Það hafa komið fram einhverjar hug- myndir um veitingahús og fleira en okkur datt í hug að það myndi henta að gera þetta að helgistað frelsisbar- áttunnar og fullveldisins enda er hann ekki til.“ Hegningarhúsið var reist árið 1872 og gegndi hlutverki fangelsis í 144 ár. Auk þess hefur það hýst bæjarstjórn Reykjavíkur, Landsyfirrétt, Hæsta- rétt og bæjarþing Reykjavíkur. „Sal- ur bæjarþingsins, ásamt húsgögnum, er enn lítt raskaður á annarri hæð miðhússins og fleiri minjar um hlut- verk hússins eru enn tiltækar. Húsið er 926,9 fm að stærð, hlaðið úr ís- lensku hraungrýti og því fylgir rúm- góður bakgarður,“ segir í bréfi Stúd- entafélagsins. Beita sér fyrir hvers konar framfaramálum Tryggvi segir við Morgunblaðið að Stúdentafélagið hafi frá fyrstu tíð lát- ið til sín taka um hvers konar fram- faramál og því sé viðeigandi að beita sér um framtíðarhlutverk Hegning- arhússins. Segir í bréfi til þingmanna að félagið muni styðja ötullega við vinnslu hugmyndarinnar og fram- kvæmd ef hún hljóti brautargengi. Héldu flottasta ballið í bænum Hann segir aðspurður að í raun séu allir stúdentar á Íslandi félagar í Stúdentafélagi Reykjavíkur. „Lengi framan af var mikil starfsemi í félag- inu, menn héldu fundi og voru jafnvel með kennslu. Við héldum líka flott- asta ballið í bænum um áratugaskeið. Síðustu áratugi hefur minni starfsemi verið í félaginu en við höfum alltaf hist og reynum að láta gott af okkur leiða.“ Vilja gera Hegningar- húsið að fullveldisgarði - Stúdentafélag Reykjavíkur beitir sér á 150 ára afmælinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ný ásjóna Hegningarhúsið hefur verið tekið í gegn að utan af Minjavernd, múrverk lagað, gluggar og hurðir endurbætt og skipt um þak hússins. Hlutverk Tryggvi Agnarsson, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur. 28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er rosalega flott viðurkenn- ing. Við fáum engin verðlaun en það er gaman að geta montað sig af þessu,“ segir Hlynur Árnason, bruggmeistari Böl Brewing. Böl hafnaði á dögunum í 1. sæti í alþjóðlegri bjórkeppni hins kunna risa Brewdog, Collabfest 2021. Um 75 brugghús frá löndum víðs vegar um heiminn brugguðu bjór sem seldur var á Brewdog-börum í Evr- ópu. Brewdog Reykjavíkur hefur áð- ur tekið þátt í keppninni og að þessu sinni var efnt til samstarfs við Hlyn og félaga í Böli. Upp úr því samstarfi varð til bjórinn „We took them in the bakarí“. Bjórinn var sérbruggaður og aðeins í boði þessa einu helgi. Þrátt fyrir að vera 7,5% að styrkleika seldust yfir 4.000 glös af honum á þessum fjórum dögum. Almenningur gefur bjórnum ein- kunn og bjórinn sem fær hæstu ein- kunnina vinnur. Bjórinn endaði keppnina með 4,15/5 í einkunn og hafnaði því í efsta sæti. „Baráttan var hörð en við náðum þessu, frændur okkar Svíar höfnuðu í öðru sæti með 4,14 og Japanir end- uðu svo í því þriðja. Við erum í skýj- unum með þessar móttökur og hlökkum til framhaldsins,“ segir Hlynur. „Þetta var hörð barátta og komst bjórinn okkar fljótlega upp í topp 5. Baráttan endaði svo á milli okkar og Duckpond Brewing frá Gauta- borg í Svíþjóð,“ segir Andri Birg- isson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík, en We took them in the bakarí er enn til í mjög takmörkuðu upplagi á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Hlynur segir að sigurvegarar þessarar keppni hafi stundum feng- ið aukin tækifæri til að kynna sig- urbjórinn. „Brewdog hefur stund- um fengið vinningshafann til að brugga þennan sama bjór hjá sér í Skotlandi og þá er honum dreift um allan heim. Við höfum samt ekki heyrt neitt um slíkt núna, þeir eru kannski enn þá að ákveða sig.“ Hann segir aðspurður að We took them in the bakarí sé dökkur stout- bjór bruggaður með snúðum frá bakaríinu Brikk. „Bjórinn er bruggaður með ýmsum tegundum af dökku ristuðu korni og höfrum. Stíllinn er svolítið bland í poka, kveik pastry export stout, sem þýð- ir í rauninni sterkur stout með norsku sveitageri og bakkelsi,“ seg- ir Hlynur. Einn af jólabjórum Böls, Svört jól, er náskyldur sigur- bjórnum en þar er notast við súkku- laði í stað snúða. Böl brewing er flökkubrugghús sem hefur starfað síðan í apríl 2020. Böl sérhæfir sig framleiðslu á há- gæðabjór fyrir fólk sem vill prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt, eins og segir í kynningu á brugghúsinu. „Við höfum stækkað framleiðsluna um 300% frá því við byrjuðum. Næsta skref hjá okkur er að klára jólabjórana. Þeir eru þrír og verða sennilega allir komnir í sölu í Vín- búðunum fyrir lok næstu viku,“ segir Hlynur. Bakkelsisbjórinn frá Böli þótti best- ur hjá Brewdog - Íslenskt brugghús sigraði í keppni 75 brugghúsa - Hörð barátta við Svía Sigurskál Hlynur Árnason frá Böli og Hjörvar Óli Sigurðsson frá Brewdog Reykjavík voru ánægðir með sigurinn í alþjóðlegri keppni Brewdog. www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra BIRKENSTOCK ARIZONA 13.995.- / ST. 36-47 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.