Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 30

Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pakkaskraut Pappír Skreytingarefni Pokar Borðar Teyjur Bönd Kort Sellófan Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar hafa gengið í gegnum miklar breyt- ingar á liðnum árum og áratugum. Þróunin er færri og stærri skip og ný tækni í fiskvinnslu og á fleiri sviðum kallar á minni og hagkvæm- ari hús. Eftir stóðu hús án hlutverks og hafa Eyjamenn breytt gömlum fiskvinnsluhúsum í íbúðir, þróun- arsetur og söfn með glæsilegum ár- angri. Fleiri sjá tækifærin og á þessu ári hafa hjón úr Reykjavík bætt um betur. Þau reka fyrirtækið West- man Islands Luxury Villas og hafa breytt gamla Pósthúsinu í glæsilegt íbúðahótel og Básum, gömlu veið- arfærahúsi í tvær lúxusíbúðir. Þau láta ekki þar staðar numið. Hafa þegar reist fjögur glæsileg hús með einstöku útsýni yfir eyjar og sund og fest sér níu lóðir til viðbótar. Allt ætlað ferðamönnum þar sem þau sjá mikla möguleika. Allt byrjaði þetta með því að hjón- in Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson, fylgdu börnunum fjórum á fótbolta- mót til Eyja þar sem erfitt var að fá gistingu. Lausn fyrir fjölskylduna finna þau sumarið 2014 þegar Krist- ján keypti hús að Búhamri 1 og þau hjónin gerðu það upp 2018 „Við gerðum það nánast fokhelt og end- urbyggðum og þar með vorum við komin með fastan samastað í Vest- mannaeyjum,“ segja þau. Við sömu götu voru átta skipulagðar sjáv- arlóðir með einstöku útsýni til vest- urs. Með Surtsey í suðri og Eini- drang yst í vestri og Smáeyjar í forgrunni. „Við heilluðumst af stór- kostlegu útsýninu og byrjuðum á að festa okkur þessar átta lóðir. Nú eru fjögur hús nánast tilbúin og þau er- um við að leigja út,“ segir Margrét. Sér tækifæri í öllu En af hverju Vestmannaeyjar? „Ég sé hér endalaus tækifæri,“ seg- ir Kristján. „Hann sér tækifæri í öllu,“ skýtur Margrét inn í. „Ég er alltaf bjartsýnn og jákvæður og finnst gaman að sjá árangur. Bara það að taka húsið Bása, sem átt hafði betri daga í gegn að utan og innan skiptir máli fyrir bæinn og gaman að taka þátt í því. Básar eru við innganginn til Vestmannaeyja og með því fyrsta sem ferðamenn sjá þegar þeir koma með Herjólfi,“ seg- ir Kristján sem hefur fengið jákvæð viðbrögð bæði frá bæjarbúum og bæjaryfirvöldum fyrir framtakið. Má nefna að þau fengu umhverf- isverfisverðlaun Vestmannaeyja- bæjar og Rotary 2020 fyrir vel heppnaðar breytingar á Búhamri 1. Þeir sem eiga börn í fótbolta vita að sumarið er endalaus elting- arleikur við fótboltamót þar sem Vestmannaeyjar eru toppurinn með TM-mótið fyrir stelpur og Orkumót- ið fyrir strákana. Margrét og Krist- ján eiga tvær stelpur og tvo stráka, voru öll í fótbolta, strákarnir þó hættir og kom hvert þeirra tvisvar á mót í Eyjum. Alltaf gaman en vand- ræði með gistingu. „Einu sinni feng- um við húsið hjá Dagmar systur og hin skiptin leigðum við hús. Það sama heyrum við um golfarana sem vilja eiga hér huggulegt kvöld eftir hring á vellinum. Fara út að borða um kvöldið og heim daginn eftir. Það strandar á gistingu og því er farið heim með síðustu ferð Herj- ólfs. Húsin okkar við Búhamarinn voru í upphafi einkum hugsuð fyrir golfara enda völlurinn, sem er einn sá glæsilegasti á landinu, í göngu- færi.“ „Hvorugt okkar spilar golf en við höfðum heyrt af fólki sem var að koma hingað saman í hóp og leigði sér nokkur hótelherbergi og stemn- ingin á kvöldin flosnaði svolítið upp. Hver að fara inn á sitt herbergi og ekki aðstaða til að eiga saman nota- lega stund um kvöldið. Hér erum við með hús og íbúðirnar á Básum þar sem allir geta verið saman og haft það huggulegt í stórum og vel bún- um stofum. Farið í pottinn og grill- að,“ segir Kristján. Margrét segir þetta eigi ekki bara við golfarana. „Það vilja allir geta slappað af og öll hönnun húsanna miðast við það.“ Útkoman glæsileg „Maður hefur heyrt á fólki að það vanti það sem kalla má lúxus þar sem fólk vill hafa rúmt um sig og geta notið þess að vera saman eða út af fyrir sig. Sérstaklega núna vegna Covid þegar fólk er ekki mikið að fara utan. Eyðir meira innanlands sem er hið besta mál. Þessari þörf erum við að mæta,“ segir Kristján. Pósthúsið, eitt af stærri húsum í miðbæ Vestmannaeyja var í nið- urníðslu þegar þau keyptu það á síð- asta ári. Framkvæmdir hófust svo í febrúar sl. og í dag er Nýja Póst- húsið tilbúið, líka Básar og fjögur hús. Básar og Pósthúsið hafa gengið í endurnýjun lífdaga í nýju hlut- verki, sannkölluð bæjarprýði. „Allt gekk þetta vel og hingað erum við komin,“ segir Margrét. Og útkoman er glæsileg, húsin, Básar og Nýja Pósthúsið standast allar kröfur þægindi og innréttingar allar mjög glæsilegar en um leið smekklegar og bjóða alla velkomna. Í allt eru þetta rúmlega 100 gisti- rými og munar um minna þegar kemur að stóru íþróttamótunum sem haldin eru í Vestmannaeyjum að ógleymdri Þjóðhátíðinni þegar 15.000 til 17.000 mæta til Eyja. Margrét viðurkennir að þessi hugmynd hafi orðið töluvert stærri en lagt var upp með. „Þetta byrjaði með húsunum, næst komu Básar og svo bættist Pósthúsið einhvern veg- inn við líka.“ „Og Gamli spítalinn,“ bætir Kristján við. Gamli spítalinn stendur austan við Pósthúsið og á sér merka sögu. Var upphaflega spítali fyrir franska sjómenn í upp- hafi síðustu aldar. Góð fjárfesting en ekki hætt Kristján segir að fjárfestingin sé góð en þau eru ekki hætt. Um nokk- urt skeið hefur verið í undirbúningi bygging 1.400 fm baðlóns með full- kominni aðstöðu á Nýja hrauninu ofan við Skansinn og gengt höfninni. Það fellur inn í hraunkantinn ofan við innsiglinguna þaðan sem horft er á Eyjafjallajökul, Heimaklett, Mið- klett og Ystaklett að ógleymdri inn- siglingunni sem er örugglega sú stórkostlegasta á landinu og þótt víðar væri leitað, höfnina og stóran hluta af bænum. Gestir geta líka gengið út í pott sem er frammi á brúnni sem Kristján er viss um að verði einstök upplifun. Þegar öll leyfi liggja fyrir verður hafist handa. Margrét segir að augu þeirra fyr- ir Vestmannaeyjum sem ferða- mannastað hafi opnast við nánari kynni. Nefnir veitingastaðina Gott, Slippinn, Tangann og Einsa kalda. Ribsafari bjóði upp á frábærar ferð- ir í kringum Eyjar þar sem náttúr- an, landslagið og lífið í sjónum heillar og Eyjatours með magnaðar ferðir um eyjuna. Gönguleiðir marg- ar sem sjá má á www.vestmannaeyj- ar.is. „Hingað geta komið göngu-, hlaupa-, hjóla- og golfhópar og Vest- mannaeyjar eru nógu afskekktar til að vera virkilega í fríi. Það er eins og maður sé kominn til útlanda. Svo öll þessi söfn, Eldheimar sem stand- ast samanburð við það besta sem sést í útlöndum og mjaldrarnir sem heilla alla.“ Ljósmynd/Gunnar Svanberg Búhamar Borðstofan í einu húsanna við Búhamar. Með þetta útsýni þarf ekki listaverk á veggi. Ljósmynd/Gunnar Svanberg Básar Ekkert til sparað í Básum og út um gluggana blasir Heimaklettur við, innsiglingin og höfnin. Mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Eyjum - Margrét Skúladóttir Sigurz og Kristján Gunnar Ríkharðsson bjóða upp á lúxusgistingu í nýjum húsum og húsum sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga - Baðlón við Skansinn næsta verkefni Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Gestgjafar Margrét og Kristján héldu fjölmennt reisugildi í Básum á laug- ardaginn, einu af húsunum sem þau hafa gefið nýtt líf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.