Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 32
32 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umræðan skilar samfélaginu meiri og betri skilningi á röskun sem þús- undir Íslendinga þurfa að fást við. Þekkingin er meiri og fordómar minni,“ segir Hrannar Björn Arn- arsson, framkvæmdastjóri ADHD- samtakanna. Venju samkvæmt var í októbermánuði sl. staðið fyrir fræðsluviðburðum, fundum, kynn- ingum og fleiru slíku þar sem kast- ljósinu var beint að athyglisbresti og ofvirkni; því sem í daglegu tali er nefnt ADHD. Þetta er taugaþroska- röskun sem kemur yfirleitt fram fyrir sjö ára aldur barna og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega stöðu. Truflun í boðefnakerfi Rannsóknir sýna að 5-10% barna og unglinga glíma við röskun þessa; þrír drengir á móti hverri einni stúlku. Þó er talið að stúlkur í þess- ari stöðu séu fleiri en áður var talið en þær komi síður til greiningar. Or- sakir ADHD eru oftast líffræðileg- ar, það er truflun í boðefnakerfi heila á þeim stöðvum sem stýra hegðun. Fleira getur komið til, en hve mikil röskunin er á líf fólks er einstaklingsbundið. Ræðst meðal annars af samspili við umhverfi og samfélag. Verkefnin í þágu skjólstæðinga ADHD-samtakanna eru fjölmörg, ekki síst í þágu fullorðinna. Þar nefnir Hrannar mál eldri borgara með ADHD; fólks sem hugsanlega hefur aldrei fengið þá aðstoð sem dugar. Satt að segja geri heilbrigð- iskerfið ekki ráð fyrir því að fólk sem farið er að eldast sé með þessa röskun, enda þótt hún hafi hugsan- lega litað allt lífshlaup viðkomandi. „Á margan hátt er Ísland til fyrir- myndar hvað varðar þjónustu við fólk með athyglisbrest og ofvirkni þótt gera megi enn betur,“ segir Hrannar. „Í greiningum hefur fókus sérfræðinga beinst að ofvirkni í hreyfingu, en meðal kvenna kemur ADHD helst fram sem ofvirkni í hugsunum. Konur lenda því oft í erf- iðri stöðu, til dæmis kulnun, hugs- anlega komnar í krefjandi nám og störf.“ Talið er að á Íslandi séu í dag um 20 þúsund manns með ADHD eða tengdar raskanir. Þar af eru börnin 6.000 til 7.000. Samkvæmt viðmiðum má ætla að um helmingur þeirra vaxi frá einkennum sínum en öðrum mæta áskoranir. Allur gangur er á því hvernig börnum þessum farnast, til dæmis í tómstundastarfi, en í ár var sjónum beint að íþróttaiðkun þeirra með málþinginu Orkuboltar og íþróttir. Greining er langt ferli Um börnin gildir að ferli þeirra til greiningar hefst gjarnan með at- beina grunnskólans. Þá er börnun- um oft vísað fyrst til helsugæslunn- ar og síðan í frekari þjónustu, samkvæmt ferli sem getur tekið 3-4 ár. Gjarnan hefur greining verið gerð hjá Landspítalanum, en nú standa yfir þær breytingar að aðeins málum fullorðinna og flóknari tilvik- um verður sinnt á sjúkrahúsinu. Öðru verður sinnt af heilugæslunni. Sjálfstætt starfandi geðlæknar og sálfræðingar sinna meðferð, en langur biðlisti er eftir þjónustu þeirra. „Mörg þeirra barna sem eru með ADHD rekast röskunar sinnar vegna á ýmsar hindranir samfélags- ins. Vegna þessa meðal annars eru kirkjugarðar, fangelsi og margir fleiri staðir fullir af fólki með þessar raskanir, sem þó getur bókstaflega orðið bjargvættir heimsins bjóðist því stuðningur við hæfi. Þar koma lyfin sterk inn og gera fjölda fólks mögulegt að taka virkan og vand- ræðalítinn þátt í samfélaginu. Marg- ir sem hafa fengið greiningu og lyf hafa sagst að því fengnu geta nú tek- ist á við við framtíðina og skilji for- tíðina,“ segir Hrannar og að síðustu: Skilningur er mikilvægur „Annars hefur margt þróast til betri vegar fyrir okkar fólk. Breyt- ingin í grunnskólunum er mikil, þar sem nú er í ríkari mæli lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám. Að skapa þessum krökkum tækifæri í íþrótt- um er líka mjög mikilvægt – og á síðustu árum hafa rafíþróttirnar komið þar sterkar inn. Mikilvægast- ur er þó skilningur samfélagsins og þar eru góðir hlutir að gerast.“ Þekking verður meiri og fordómarnir minni - ADHD-samtökin með vitundarvakningu - Röskun litar líf Morgunblaðið/Sigurður Bogi Velferð Á margan hátt er Ísland til fyrirmyndar hvað varðar þjónustu við fólk með athyglisbrest og ofvirkni, segir Hrannar Björn Arnarsson. Urður Njarðvík, prófessor við Há- skóla Íslands, fékk á dögunum Hvatningarverðlaun ADHD samtak- anna, þau fyrstu sem veitt eru. Á undanförnum árum hefur Unnur oft flutt fyrirlestra á vettvangi samtak- anna. Verið áfram um að fræða fag- fólk og almenning um ADHD og auka þannig skilning á þeim áskor- unum sem börn í þessari stöðu þurfa að mæta. Má þar nefna of- þyngd, kvíða og þunglyndi. Í erindum sínum hefur Urður meðal annars vakið athygli á því hve kvíði meðal drengja með ADHD er algengur. Kvíðinn og mótþrói hald- ast fylgjast svo oft að. Til að bregð- ast við segir fagfólk að refsing sé röng leið. Mótþrói helst oft í hendur við kvíða. Fremur á að hughreysta börnin, hvetja og hjálpa. Unnur hefur einnig rannsakað áhrif samkomubanns í heimsfaraldri á líðan barna með athyglisbest og ofvirkni. Tilfinningavandi, kvíði og depurðareinkenni barna með þessa röskun jukust marktækt í kófinu, sem svo er kallað, en það hefur haft smitandi áhrif á foreldra barnanna og fjölskyldur. Munu þau eftir erfiða ADHD tengist öðrum geðrænum vanda og hegðun. Benda á atriði sem leita ber eftir þegar greiningar eru gerðar og finna bestu stuðn- ings- og meðferðarleiðir,“ segir í rökstuðningi með verðlaununum góðu. tíma því þurfa á verulegri aðstoð að halda á næstu misserum. Urður Njarðvík á að baki langan feril sem sálfræðingur. „Allt rann- sóknarstarf Urðar á sviði ADHD beinist að því að bæta hag barna og fólks með ADHD. Leiða í ljós hvernig Finna bestu leiðirnar til stuðnings og meðferðar URÐUR NJARÐVÍK FÉKK FYRSTU HVATNINGARVERÐLAUNIN Heiður Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, og Urður Njarðvík pró- fessor sem fékk verðlaunin fyrir störf sín og margvíslegar rannsóknir á síðustu árum. Guðríður Aadnegard, námsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskól- ann í Hveragerði, fékk hvatningar- verðlaun sl. þriðjudag, á degi gegn einelti við athöfn í Rimaskóla. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhentu verðlaunin. Fagráð gegn einelti hjá Mennta- málastofnun valdi Guðríði úr inn- sendum tilnefningum. Þar segir m.a. um Guðríði að hún hafi undanfarna áratugi unnið ómetanlegt starf í ein- eltismálum og hún sé góð fyrirmynd fyrir aðra kennara í samskipta- málum nemenda. „Hún hefur í gegnum tíðina sér- staklega látið sig málefni nemenda varða og nálgast þau af mikilli hlýju og virðingu. Guðríður hefur einnig látið til sín taka á vettvangi íþrótta þar sem hún hefur starfað í broddi fylkingar hjá HSK, UMFÍ og ÍSÍ. Þar hefur hún sem fyrr ávallt haft hag iðkenda að leiðarljósi og lagt ríka áherslu á góð samskipti innan vallar sem utan,“ segir m.a. í tilnefn- ingunni. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, for- maður Heimilis og skóla, og Sigrún Garcia Thorarensen, formaður fag- ráðs gegn einelti, ávörpuðu sam- komuna auk forseta og ráðherra. Nemendur Rimaskóla settu einnig skemmtilegan svip á dagskrána. Ljósmynd/Heimili og skóli Hvatning Guðríður Aadnegaard fékk hvatningarverðlaunin í ár. Fékk hvatning- arverðlaun á degi eineltis - Guðríður Aadnegaard er náms- ráðgjafi og kennari í Hveragerði LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.