Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 38
í Vigo á Spáni, 1990, og bar áður
nöfnin Rán HF, Otto Wathne NS
og Ginnöy. Skipið var selt til
Rússlands í sumar.
Nesfiskur er meðal stærstu
sjávarútvegsfyrirtækja landsins
með tæplega 11 þúsund þorsk-
ígildistonn samkvæmt yfirliti á
heimasíðu Fiskistofu. Fyrirtækið
er í 15. sæti yfir úthlutaðar afla-
heimildir. Fyrirtækið hefur leigt
til sín talsvert af heimildum og
keypt fisk á markaði eftir þörfum
vinnslunnar.
Nesfiskur rekur fiskvinnslu í
Garði og á tveimur stöðum í Sand-
gerði, Ný-Fisk og Fiskverkun Ás-
bergs. Afurðirnar eru ýmist seldar
frystar, ferskar eða saltaðar. Þá á
Nesfiskur rækjuvinnsluna Meleyri
á Hvammstanga og hafa togskipin
Berglín og Sóley Sigurjóns sótt á
rækjumið úti fyrir Norðurlandi
frá mars og fram í september síð-
ustu ár.
Alls starfa yfir 300 manns hjá
Nesfiski og að sögn Bergþórs hafa
margir starfsmennirnir verið lengi
hjá fyrirtækinu. Nesfiskur er um-
svifamikill í atvinnulífi Suð-
urnesjabæjar, en svo heitir sveit-
arfélagið eftir sameiningu Garðs
og Sandgerðis. Þar búa um 3.700
manns.
Nú er miðað við að nýr Baldvin
verði afhentur Nesfiski á Spáni
20. nóvember og hann komi til Ís-
lands viku síðar, en svona stórt
skip getur ekki lagst að bryggju í
Garði. Skipstjórar verða þeir Arn-
ar Óskarsson og Þorsteinn Eyj-
ólfsson. 26 manns verða í áhöfn
hverju sinni, en tvær áhafnir
verða á skipinu, alls 52 manns.
Skipið er tæplega 66 metra
langt og 16 metrar á breidd. Aðal-
vél er frá Wartsila og skipið er
búið fullkomnum tækjum, hvort
sem um er að ræða brú, vélarrúm,
millidekk eða frystilest.
Sparneytið skip
og mikil sjálfvirkni
Bergþór segir mestu breyting-
una vera hversu sparneytið og
umhverfisvænt nýja skipið verði
og lögð sé áhersla á bætta aðstöðu
fyrir mannskapinn og betri með-
ferð afla.
Mikil sjálfvirkni sé í nýja skip-
inu, sem fækki handtökum. Hann
nefnir sérstaklega flokkun, pökk-
un og vöruhótel í frystilest, sem
er á tveimur hæðum, samtals
1.600 rúmmetrar. Þjarkar beina
frosnum afurðum að sjálfvirkum
pökkunarbúnaði, sem fara sjálf-
virkt í kössum í hillur á lager.
Þegar kassarnir eru orðnir það
margir að þeir passi á bretti sér
brettastaflari um að færa þá sjálf-
virkt á brettin. Við löndun eru
brettin tilbúin og tegundarflokkuð
til útflutnings.
Mörg skipanöfnin
tengjast fjölskyldunni
Auk frystitogarans nýja á Nes-
fiskur átta önnur skip og gerir út
á troll, dragnót og línu. Þau eru
Sóley Sigurjóns GK 200, Berglín
GK 300, Pálína Þórunn GK-49,
Sigurfari GK 138, Siggi Bjarna
GK 5, Benni Sæm GK 26, Bergur
Vigfús GK 43, Dóri GK 42, Mar-
grét GK 33 og Beta. Bergur og
Beta hafa undanfarið verið bundin
við bryggju og ekki verið gerð út.
Bergþór segir ekki ljóst hvort
og þá hvaða breytingar verði á út-
gerðinni með tilkomu nýja skips-
ins.
Saga fjölskyldu eigendanna
speglast í nöfnum skipanna. Berg-
þór framkvæmdastjóri er sonur
Baldvins Njálssonar og Þor-
bjargar Bergsdóttur, en þau stofn-
uðu Nesfisk fyrir 35 árum ásamt
fjölskyldu sinni. Nýja skipið ber
nafn Baldvins. Pálína Þórunn og
Bergur Vigfús bera nöfn foreldra
Þorbjargar. Margrét var systir
Þorbjargar og nafnið á Dóra kem-
ur líka úr hennar ætt.
Sóley Sigurjóns er tengdamóðir
Málfríðar, systur Bergþórs, og
móðir Ingibergs Þorgeirssonar
fyrrverandi framkvæmdastjóra
tækni- og þjónustusviðs Nefisks.
Berglín er móðir Bergs Þórs Egg-
ertssonar aðstoðarframkvæmda-
stjóra og framkvæmdastjóra út-
gerðarsviðs. Benni Sæm var
langafi Bergþórs í föðurætt. Siggi
Bjarna var bróðir langömmu
Bergþórs og bar fyrsti bátur Nes-
fisks nafnið Sigurður Bjarnason,
sem var síðan stytt.
Sigurfaranafnið er komið frá
Vestmannaeyjum, en Nesfiskur
keypti bát þaðan með þessu nafni
og var það notað áfram þegar
hann var endurnýjaður. Sömu
sögu er að segja um Betu.
Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason
Í brúnni Mikið rými er í brú nýja skipsins þaðan sem sést til allra átta. Skipið er búið fullkomnum tækjum hvort sem um er að ræða í brú, vélarrúmi, millidekki, frystilest eða annars staðar.
Sparneytið skip Magnús Þór
Bjarnason í skrúfuhringnum en
skrúfan er fimm metrar.
Morgunblaðið/Eggert
Þegar veður leyfir má reikna með að
nokkur skip hefji loðnuveiðar norður
af Vestfjörðum. Fram undan í vetur
er stærsta loðnuvertíð í tæplega 20
ár með kvóta upp á um 630 þúsund
tonn til uppsjávarskipanna.
Undanfarið hafa skipin verið á síld
og kolmunna og gengið vel. Þannig
mokuðu þau upp 103 þúsund tonnum
af norsk-íslenskri síld í september
og október. Alls er aflinn 113 þúsund
tonn í ár og hefur nánast allur feng-
ist á Austfjarðamiðum, innan lög-
sögu. Þá hafa skipin sótt í íslenska
sumargotssíld vestur af landinu und-
anfarið.
Af kolmunna er búið að veiða 178
þúsund tonn í ár og hafa 32 þúsund
fengist í íslenskri lögsögu. Það er
talsvert meira en veiðst hefur í lög-
sögunni síðustu ár. aij@mbl.is
Loðnuveiðar
hefjast senn
Gert klárt Loðnunótin hífð um borð.
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2021
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
st’ al og
Stál og stansar
Afurðaverð á markaði
10. nóv. 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 520,18
Þorskur, slægður 478,99
Ýsa, óslægð 422,41
Ýsa, slægð 413,35
Ufsi, óslægður 202,98
Ufsi, slægður 227,95
Gullkarfi 256,49
Blálanga, slægð 294,22
Langa, óslægð 257,38
Langa, slægð 296,92
Keila, óslægð 93,40
Keila, slægð 16,70
Steinbítur, slægður 594,22
Skötuselur, slægður 815,52
Skarkoli, slægður 480,47
Þykkvalúra, slægð 786,73
Langlúra, óslægð 11,00
Langlúra, slægð 242,75
Skrápflúra, óslægð 11,00
Skrápflúra, slægð 11,00
Bleikja, flök 3.176,00
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Hlýri, óslægður 361,36
Hlýri, slægður 639,45
Kinnfiskur/þorskur 1.199,00
Lúða, slægð 548,85
Lýsa, slægð 81,31
Sandhverfa, slægð 1.386,00
Stórkjafta, slægð 12,17
Undirmálsýsa, óslægð 180,90
Undirmálsýsa, slægð 189,00
Undirmálsþorskur, óslægður 264,93
Undirmálsþorskur, slægður 282,24