Morgunblaðið - 11.11.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.11.2021, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Fíkn Höf. Rannveig Borg Sigurðardóttir Les. Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson Farangur Höf. Ragnheiður Gestsdóttir Les. Aníta Briem Konungsbók Höf. Arnaldur Indriðason Les. Arnar Jónsson Rætur – á æskuslóðum minninga og mótunar Höf. Ólafur Ragnar Grímsson Les. Ólafur Ragnar Grímsson Meðleigjandinn Höf. Beth O’Leary Les. Þórunn Erna Clausen Heimskautsbaugur Höf. Liza Marklund Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir Sjöundi sonurinn Höf. Árni Þórarinsson Les. Hjálmar Hjálmarsson Reisubók Guðríðar Símonardóttir Höf. Steinunn Jóhannesdóttir Les. Steinunn Jóhannesdóttir vi ka 44 Fjölskylda fyrir byrjendur Höf. Sarah Morgan Les. Sólveig Guðmundsdóttir Morgunengill Höf. Árni Þórarinsson Les. Hjálmar Hjálmarsson TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi 22.995 kr. / St. 40-47 Vnr.: E-811174 22.995 kr. / St. 36-42 Vnr.: E-811173 ECCO XPEDITION LÉTTIR GÖNGU- OG ÚTIVISTARSKÓR MEÐ GORETEX FILMU 21.995 kr. / St. 36-47 Vnr.: E-811274/3 18.995 r. / St. 36-45 Vnr.: E-811264/3 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Í ljósi nýafstaðins þings Norðurlanda- ráðs og COP2-lofts- lagsráðstefnunnar er áhugavert að skoða málefni þeirra með samfélagsábyrgð ís- lenskra fyrirtækja til hliðsjónar. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra undirstrikaði mikilvægi þess að bregðast við lofts- lagsvánni sem við stöndum frammi fyrir, að samanlögð markmið París- arsáttmálans dygðu ekki til að halda breytingum á loftslaginu inn- an hættumarka og að þjóðir yrðu að uppfæra þessi markmið. Á þingi Norðurlandaráðs var meðal annars rædd framtíðarsýn norrænu for- sætisráðherranna og þar á meðal sú ákvörðun að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims árið 2030. Rannsóknir hafa sýnt fram á skýrt orsakasamband milli loftslags- breytinga og hegðunar mannsins, þá sér í lagi viðskiptahátta fyrir- tækja. Ef skoðaðar eru niðurstöður úr nýloknu mastersverkefni höf- undar þar sem rannsökuð var sam- félagsábyrgð 300 stærstu fyrir- tækja á Íslandi (e. Corporate Social Responsibility Activities and Chal- lenges in Icelandic Companies and Surrounding Governmental Fram- ework) er margt sem betur má fara ef ná á settu marki. Þó að Ísland hafi sett sér metnaðarfull markmið sem kveða meðal annars á um að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 og lögfest markmið um kol- efnishlutleysi fyrir árið 2040 er enn margt óunnið í baráttunni gegn loftslagsvánni, þar á meðal skýr leiðarvísir fyrir fyrirtækin í landinu til að ná settum markmiðum. Þegar skoðuð var stefna stjórnvalda í samanburði við hinar Norðurlanda- þjóðirnar mátti finna greinargóða stefnu danskra, sænskra, finnskra og norskra yfirvalda, markmið þeirra og áherslur gagnvart fyrir- tækjum í landinu (hvort sem er í einkaeigu eða eigu rík- is) og samfélags- ábyrgð þeirra. Niður- stöður rannsóknar- innar sýndu aftur á móti fram á veikburða stefnumótun íslenskra stjórnvalda þegar horft var til samfé- lagsábyrgðar fyrir- tækja í landinu sem sömuleiðis virtist hafa áhrif á þróun stefnu- mótunar og stöðlun þeirra íslensku fyrir- tækja sem rannsökuð voru. Þegar niðurstöður rannsókn- arinnar voru skoðaðar þar sem þættir eins og virkni, ávinningur, áskoranir og skýrslugerð voru kannaðir með tilliti til samfélags- ábyrgðar mátti sjá að einungis 47% þeirra 300 fyrirtækja sem rann- sökuð voru höfðu skýra stefnu um samfélagsábyrgð þar sem meiri- hluti fyrirtækjanna lagði áherslu á umhverfisþætti (einkum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda), hin 53% höfðu ekki birt né mótað sér stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem bendir til þess að íslensk fyrirtæki líti ekki á sam- félagsábyrgð sem meginatriði í starfsemi fyrirtækisins. Hvati og ávinningur þess að innleiða stefnu um samfélagsábyrgð sýndi fram á að samfélagsábyrgð var helst talin mikilvægur þáttur í stefnumótun fyrirtækisins hvað varðar sam- keppnisyfirburði (e. comperative advantage). Hins vegar áttu margir erfitt með að sjá að ávinningurinn myndi vega upp á móti kostnað- inum sem fylgdi því að innleiða slíkar stefnur og fylgja þeim eftir. Fyrirtækin nefndu áskoranir líkt og kostnaðarþætti, reglugerðir og stöðlun fyrirtækja sem lýsti sér einkum í því að erfitt væri að setja sér mælanleg markmið, greina hindranir á skilvirkan hátt og breyta ríkjandi hegðun fyrirtækja. Skýrslur fyrirtækjanna sem greindu frá samfélagsábyrgð þess voru af skornum skammti og sama má segja um þátttöku þeirra í að- ildarfélögum um samfélagsábyrgð. Meirihluti fyrirtækjanna birti ekki skýrslur um starfsemi þeirra hvað varðar samfélagsábyrgð né studd- ist við alþjóðlega matsstaðla en ein- ungis 19% gáfu út eiginlega skýrslu hvert ár sem skilgreindi starfsemi þeirra hvað varðar samfélags- ábyrgð og einungis rúm 17% unnu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við umgjörð stjórnvalda sem hafa hingað til eingöngu beint sjónum að stefnumótun samfélagsábyrgðar hjá opinberum stofnunum og fyrir- tækjum í eigu ríkis. Hvað varðar áskoranir sem verða á vegi þeirra fyrirtækja sem hyggjast innleiða stefnu um samfélagsábyrgð og fylgja henni eftir kom í ljós að enga eiginlega stefnu né stöðlun er að finna í núverandi ramma stjórn- valda, sem útskýrir ef til vill áherslur fyrirtækjanna í landinu hvað varðar samfélagsábyrgð. Þar sem virðist vera skýr fylgni milli þess hvernig íslensk stjórnvöld vega og meta samfélagsábyrgð fyr- irtækja, áherslur þeirra, sem og stefnumótun íslenskra fyrirtækja er enn mikilvægara fyrir stjórnvöld að sjá til þess að þeim áskorunum sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir sé fundinn réttur far- vegur og farsælar lausnir svo að þau metnaðarfullu markmið sem ís- lensk stjórnvöld hafa sett fram í baráttunni gegn loftslagsvánni fari ekki forgörðum. Veikur grunnur samfélagsábyrgðar, bæði hjá ís- lenskum fyrirtækjum og núverandi stjórnvöldum, virðist vera í sam- ræmi við stöðu Íslands í baráttunni gegn loftslagsvánni þar sem mörg svið eru enn á frumstigi framfara. Eftir Heiðrúnu Hödd Jónsdóttur » Vangaveltur um samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja í núverandi ramma íslenskra stjórnvalda. Heiðrún Hödd Jónsdóttir Höfundur er meistaranemi í alþjóða- samskiptum með áherslu á sam- félagsábyrgð fyrirtækja. Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Nú, misseri fyrir borgarstjórnarkosningar, ættu Reyk- víkingar að hugleiða hvort þeir kæri sig um vinstri meiri- hlutann annað kjörtímabil. Borginni hefur verið illa stjórnað með óhæfan borgarstjóra. Skuldir hafa hlaðist upp, gatnaviðhaldi verið illa sinnt og þrifnaði verið ábótavant. Elliðadalurinn hefur vart verið látinn í friði. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í borginni í vor. Sigurður Guðjón Haraldsson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Borgarbasl Morgunblaðið/Hari Vantar þig pípara? FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.