Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
✝
Engilráð Birna
Ólafsdóttir
fæddist á Siglufirði
9. desember 1927.
Hún lést á Hraun-
búðum í Vest-
mannaeyjum 3. nóv-
ember 2021. Hún
var dóttir hjónanna
Ólafs Steingríms Ei-
ríkssonar, ættaðs úr
Ólafsfirði, f. 24.6.
1887, d. 16.12. 1985,
og Friðrikku Björnsdóttur, ætt-
aðri úr Flókadal í Fljótum, f. 14.9.
1900, d. 3.2. 1990. Systkini Birnu
eru Kristín, f. 22.7. 1925, d. 24.10.
1992. Sigríður Magnea, f. 27.10.
1929. Haflína Ásta, f. 8.8. 1932.
Eiríkur, f. 4.1. 1936, d. 30.4. 1996.
Eygló Björg, f. 22.6. 1939. Anna
Marsibil, f. 15.4. 1943, og Ólafur
Reynir, f. 6.8. 1945.
Bidda giftist Baldri Krist-
inssyni 25.12. 1950. Baldur féll frá
25.1. 2004. Þeim varð ekki barna
Baldurs en byggðu sér hús að
Brekkugötu 13 og voru þar
stærstan hluta af sinni sambúð.
Bidda ólst upp í stórum systk-
inahópi á Hlíðarvegi 16 á Siglu-
firði. Það hefur verið þröngt
stundum á Hlíðarveginum með
þennan stóra hóp. Snemma var
hún farin að vinna og sjá fyrir sér
og létta undir með fjölskyldunni.
Síld á sumrin og til gegninga í
fjárhúsið með foreldrum sínum á
vetrum. Einnig voru henni minn-
isstæð sumrin í heyskap með hríf-
una að vopni. Bidda var ekki
langskólagengin en vissi sínu viti
og stóð fast á sinni meiningu.
Bidda kynntist Baldri í Eyjum.
Hún hafði farið þangað í heim-
sókn til Stínu systur sinnar sem
þá hafði stofnað heimili þar ásamt
manni sínum Gauja á Hvoli. Bidda
var mest heimavinnandi hús-
móðir.
Þegar yfir lauk hafði Bidda bú-
ið í meira en 70 ár í Eyjum. Þau
hjónin voru dugleg að ferðast.
Fóru nánast á hverju sumri á
Siglufjörð. Svo kom að því að þau
fóru utan. Bæði til Benidorm og
Kanarí. Bidda verður jarðsungin
frá Landakirkju 11. nóvember
2021 klukkan 13.
auðið en áttu nú
samt fjölmörg börn.
Uppeldisbörn þeirra
eru: 1) Júlía Berg-
mannsdóttir, f. 10.6.
1963, d. 25.1.2006,
hún var gift Jóhanni
Frey Ragnarssyni, f.
13.8. 1965. Börn
þeirra eru: Berg-
lind, f. 27.3. 1986, í
sambúð með Arnóri
Péturssyni og þau
eiga dæturnar Júlíu og Heklu og
soninn Nóel. Ragnar Þór, f. 5.10.
1988. Hann er í sambúð með
Bjarteyju Kjartansdóttur og eiga
þau soninn Líam og dótturina
París. 2) Sigurður Smári Benón-
ýsson, f. 14.11. 1972, eiginkona
hans er Sigríður Lára Andr-
ésdóttir, f. 29.10. 1977. Börn
þeirra eru Frans, Andrés Marel
og Birna Dís.
Baldur og Bidda bjuggu fyrst á
Herjólfsgötu ásamt fjölskyldu
Elsku Bidda mín, nú er biðin á
enda, þú ert loks búin að hitta
hann Baldur þinn á ný.
Ég kynntist Baldri og Biddu
þegar ég fór að venja komur mín-
ar í kjallarann á Brekkugötunni
og það leið ekki langur tími þar
til þau hjónin fundu út að það var
aukagestur í kjallaranum. Áður
en ég vissi af þá var ég orðin tíð-
ur gestur á efri hæðinni. Bidda
var alltaf svo myndarleg í eld-
húsinu og alltaf var hún með
heitan mat í hádeginu, Bidda sá
alltaf til þess að enginn færi
svangur frá henni.
Biddu og Baldur þótti okkur
afskaplega vænt um og var það
mikið áfall þegar hann Baldur
féll frá. Bidda hélt áfram að búa í
blokkinni, sem er svo nálægt
skólanum sem krakkarnir okkar
sóttu. Frans og Andrés fóru alla
daga í hádegismat til ömmu
Biddu, hún var yfirleitt búin að
elda eitthvað sem hafði verið á
óskalistanum þá vikuna. Alltaf
fylgdu einhver sætindi með,
drengjunum til mikillar ánægju.
Þegar ég fór með Biddu í bæj-
arferð þá snerust öll innkaup um
hvað krakkana langaði í, hún var
alltaf að hugsa um þau. Bidda var
alltaf svo ljúf og yndisleg og þeg-
ar við eignuðumst okkar síðasta
barn og það var stúlka þá vorum
við ekki lengi að ákveða að hún
skyldi heita í höfuðið á Biddu og
skírðum við hana Birnu Dís.
Börnin okkar litu alltaf á
Biddu sem ömmu sina og eiga
þau dásamlegar minningar með
henni og eiga þau eftir að sakna
hennar mikið, þau voru alltaf til í
að koma með okkur og kíkja á
hana á Hraunbúðum og verður
það hálfskrítið að eiga ekki leng-
ur leið þangað til að heimsækja
ljúfu og yndislegu Biddu.
Ég veit að tíminn þinn var kom-
inn, elsku Bidda, og þú varst tilbú-
in að hitta hann Baldur þinn.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Bidda, hvíldu í friði.
Systkinum og öðrum aðstandend-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Sigríður Lára Andrésdóttir.
Í dag kveðjum við hana Biddu
okkar.
Hún var stóra systir mín sem ég
gat alltaf leitað til. Það var ekki
hægt að tala um Biddu öðruvísi en
að tala um Baldur, því þau voru allt-
af saman. Þau voru alltaf tilbúin að
hjálpa okkur, við áttum öll heima á
Brekkugötunni í Eyjum. Það var
stutt fyrir krakkana að hlaupa til
þeirra enda sóttust þeir mikið eftir
því að vera hjá þeim. Svo kom gosið,
þau fóru aftur heim en við ákváðum
að setjast að í Keflavík en hún Júlía
okkar var ekki ánægð með það, fór
alltaf til Biddu og Baldurs úti í Eyj-
um strax á vorin þegar skólinn var
búinn. Seinna flutti hún alveg til
þeirra, þau voru eins og foreldrar
hennar, gerðu allt fyrir hana og
börnin hennar urðu að afa- og
ömmubörnum þeirra, sjálf áttu þau
ekki börn. En öll börn í ættinni voru
alltaf velkomin til þeirra. Árið 1988
keyptum við okkur saman sum-
arbústað í Grímsnesi og þar var nú
oft gaman og margar skemmtilegar
sögur sagðar, það var mikið hlegið
en nú er Bidda farin til Baldurs síns
og Júlíu okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Eygló, Bergmann, Finn-
ur, Friðrik og Þórunn.
Minningarnar sem ég á af
Biddu eru bara fallegar og æðis-
legar. Að vera hjá Biddu og Baldri
var alltaf skemmtilegt og það var
alltaf tekið vel á móti manni. Það
sem ég man frá gosinu er að við
fjölskyldan stóðum á tröppunum
hjá þeim á Brekkugötu 13 og
horfðum á eldtaumana skjótast
upp í loftið. Ég var stundum svolít-
ill fiktari og fékk ég oft að heyra
það frá þeim Biddu og Baldri þeg-
ar ég kveikti í háaloftinu hjá þeim í
einni heimsókninni. Manni þótti
gaman að fikta með eld og í þetta
sinn fékk háaloftið hjá þeim aðeins
að finna fyrir því. Ég man líka
hvað það var gaman að fara á rúnt-
inn á Saabinum hjá þeim og liggja í
afturglugganum og þótti það bara
nokkuð eðlilegt á þessum árum.
Það yrði kallað algjört kæruleysi
og glapræði í dag. Eitt sumarið var
ég á Sigló hjá ömmu og afa á Hlíð-
arvegi 16 eins og tíðkaðist hjá mér
og fór með Biddu og Baldri heim
til Keflavíkur í bíl. Á þessum árum
voru nánast allir þjóðvegir malar-
vegir og á miðri leið lenti bíllinn
hjá Biddu og Baldri í grjótkasti og
brotnaði framrúðan í þúsund mola.
Nú voru góð ráð dýr og var stopp-
að á næstu bensínstöð og keypt
plastrúða. Hún var ekki glæsileg
og man ég vel að Bidda var vel vaf-
in af teppum í framsætinu og Bald-
ur keyrði með hausinn út um
gluggann bílstjóramegin. Allt fór
nú vel og komumst við á leiðar-
enda. Ég man líka að heima hjá
þeim hjónum spilaði ég minn
fyrsta tölvuleik, einhverra hluta
vegna áttu þau Atari-leikjatölvu
og var Tennis fyrsti tölvuleikurinn
sem var spilaður.
Þau hjónin voru einstök og var
oft sem þau t.d. lánuðu manni hús-
ið sitt t.d. yfir eitt stykki þjóðhátíð.
Þau voru líka henni Júlíu systir
minni alveg ómetanleg en hún ólst
nánast upp hjá þeim eftir að hafa
flutt til Eyja á unglingsárum sín-
um.
Þau hjónin keyptu svo á seinni
árum bústað með mömmu og
pabba í Grímsnesinu og var mjög
gaman að eyða tíma með þeim og
hjálpa til við bústaðinn. Bidda var
alltaf dugleg að prjóna og öll börn-
in okkar Boggu fengu að njóta
þess með fallegum peysum sem
hún prjónaði.
Bidda, Baldur og Júlía eru núna
sameinuð og vil ég trúa því að það
hafi verið miklir fagnaðarfundir.
Blessuð sé minning hennar
Biddu.
Friðrik (Rikki).
Elsku Bidda mín, þá er ævin lið-
in og síðasta ferðalagið fyrir hönd-
um. Þar bíður draumaprinsinn með
opinn faðminn.
Þegar sest er niður og hugsað til
baka kemur bros þitt fyrst upp í
hugann sem og ánægjulegar minn-
ingar með ykkur Baldri. Ég verð
ævinlega þakklátur þegar ég hugsa
um hvað þú hefur gert fyrir mig og
mína fjölskyldu á liðnum árum, þá
sérstaklega börnin sem eiga eftir að
sakna þín mikið.
Bidda hafði einstakt lag á börn-
um, hún ýtti á einhvern ósýnilegan
takka á þeim öllum frá fyrstu kynn-
um og öll urðum við börnin hennar
Biddu. Minningar eru margar og
allar ánægjulegar, koma ykkar
Baldurs á Hlíðarveg 16 á Siglufirði í
gamla daga, sambúðin á Brekku-
götunni sem gat ekki verið betri,
ferðalögin í Brekkukot þar sem allt-
af var gott að koma, samveran í
Foldahrauninu síðustu árin eftir að
Baldur féll frá var ómetanleg þar
sem sögustundirnar frá Sigló gáfu
okkur báðum hlýju í hjartað.
Frá fyrstu minningu til þeirrar
síðustu er ég þakklátur Biddu fyrir
þær stundir sem við áttum saman
og fyrir þá hlýju sem þú ávallt
veittir mér. Við sem þekktum
Biddu erum svo stolt af henni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Sigurður Smári
og fjölskylda.
Nóg er til í minningabankanum
þegar við minnumst Biddu. Ég
man fyrst eftir Biddu og Baldri á
æskuárum mínum á Sigló. Þau
komu á hverju sumri í heimsókn til
ömmu og afa á Hlíðarveginn. Við
bræður vorum spenntir að fá þau í
heimsókn. Þeim fylgdu gjafir.
Baldur tuskaðist við okkur guttana.
Ég var í sveit á Úlfsstöðum á ár-
unum 1968-1977 hjá Siggu systur
Biddu og Magnúsi. Bidda og Bald-
ur komu hvert sumar á Úlfsstaði í
heyskap. Þau Úlfsstaðahjón sáu
um orlofshús á Einarsstöðum.
Þvotturinn þaðan var mikill. Bidda
og Sigga sáu um hann. Magnús,
Baldur, Höddi á Hvoli og ég um
heyskapinn. Baldur var völundur
til allra viðgerða á vélakostinum á
Úlfsstöðum. Ekki veitti af því
Magnús var ekki vélaviðgerðar-
maður. Bidda og Sigga systir henn-
ar sáu um þvottinn af Einarsstöð-
um. Þegar Bidda var komin slapp
ég við að brjóta saman með Siggu.
Alla mína lífstíð hafa Bidda og
Baldur haft mikil áhrif á mig og
mína. Þegar við fjölskyldan
ákváðum að flytja til Eyja frá
Siglufirði 1989 bjó ég fyrstu mán-
uðina hjá þeim á Brekkugötunni
þar til fjölskyldan kom til Eyja.
Þetta þótti þeim ekki tiltökumál.
Vön að hafa einhvern úr fjölskyld-
unni undir sínum verndarvæng.
Baldur fann pláss fyrir mig á sjó
með hjálp Hödda á Hvoli. Það er
merkilegt með systkinin frá Hlíð-
arvegi 16. Það var nóg, þegar þau
hittust að horfa á hvort annað, þá
sprungu þau úr hlátri. Einhver
ósýnileg taug var á milli þeirra
allra. Á Þjóðhátíð 1980 voru nokkur
þeirra saman. Þar á meðal Eygló,
Beddi, mamma, Siggi Benni og við
pjakkarnir. Á sunnudeginum var
hryggur í matinn og allir hjálpuð-
ust að á Brekkugötunni. Bidda
réttir Eygló ferkantaðan pott. Þú
gerir sósuna. Eygló horfir fyrst á
pottinn svo á Biddu. Spyr svo;
hvernig geri ég kringlótta sósu í
ferköntuðum potti? Við Bogga vor-
um í miklum tengslum við Biddu og
Baldur eftir að við fluttum til Eyja.
Börnin okkar nutu góðs af og köll-
uðu þau ömmu og afa. Fjölmargar
bæjarferðir með Biddu eftir að
Baldur féll frá. Árið 2013 fórum við
með Biddu í bústaðinn hennar í
Grímsnesinu. Vorum eina helgi.
Það var skemmtilegt. Fórum um
allt eins og hún og Baldur höfðu
gert á árum áður. Laugarvatn,
Reykholt, Gullfoss og Geysi, Flúðir
og víðar. Bidda sagði eftir á að
þetta væri eins og í gamla daga.
það má ekki gleyma öllum ömmu-
börnunum hennar. Þó að þeim
Baldri yrði ekki barna auðið áttu
þau sæg af þeim. Allir í minni fjöl-
skyldu kalla hana ömmu Biddu og
margir fleiri. Hún sagði oft að hún
ætti fleiri börn og ömmubörn en
margir aðrir. Elsku Bidda mín, við
eigum öll eftir að sakna þín og allra
heimsóknanna til þín. Þær verða
ekki fleiri um sinn. Við Bogga erum
betri manneskjur að hafa fengið að
njóta nærveru þinnar. Stundum
hvessti en alltaf stutt í sættir. það
er sagt í okkar fjölskyldu; þetta er
bölvuð Fljótaþrjóskan. Þú áttir nú
smá af henni. Við Bogga og fjöl-
skyldan kveðjum nú kæra frænku,
vinkonu og ömmu hinstu kveðju.
Við lofum að kveikja ljós hjá ykkur
Baldri þegar við erum í Eyjum.
Hvíl í friði.
Valmundur Valmunds-
son og fjölskylda.
Elsku Bidda.
Nú er kallið komið og loksins
færðu að fara til hans Baldurs þíns.
Mig langar að þakka fyrir vinskap-
inn gegnum tíðina. Við vorum góð-
ar vinkonur síðan 1989 þegar fjöl-
skyldan mín flutti til Eyja. Börnin
mín og síðar barnabörn fengu að
njóta samverunnar við þig. Ómet-
anleg reynsla fyrir þau út í lífið. Við
áttum stundum harðar sennur en
alltaf lögðum við vopnin til hliðar
þegar af okkur rann bræðin. En
hitt er allt miklu minnisstæðara,
gæðastundirnar okkar. Allir bíltúr-
arnir, innkaupaferðirnar, ferðirnar
upp á land og svo allar læknaheim-
sóknirnar. Ekki alltaf skemmtileg-
ar en þú treystir mér alltaf til að
vera með þér og vera trúnaðarvin-
kona þín. Fyrir það er ég þakklát.
Við náðum vel saman alla tíð og
mér fannst þú vera mér eins og góð
amma frekar en móðursystir
mannsins míns. Þú stóðst alltaf föst
á þinni meiningu svo eftir var tekið.
Fjölskyldan þín kallaði þetta
Fljótaþrjóskuna. Mér fannst gott
að þú hafðir skoðanir þó við værum
ekki alltaf sammála. Okkur létti
mjög þegar þú fékkst til að fara á
Hraunbúðir um árið. Auðvitað vild-
ir þú vera heima í Foldahrauninu í
þinni íbúð. En þú varst orðin völt á
fótunum þrátt fyrir Fljótaþrjósk-
una. Þegar elli kerling sótti meira
að þér fór minnið að daprast en allt-
af var jafn gaman að koma í heim-
sókn. Fá súkkulaðimola eða harð-
fisk og rifja upp gamlar minningar.
Þegar við komum síðast í heimsókn
þekktir þú okkur með nafni. Það er
okkur Valla ómetanlegt. Elsku
Bidda, kæra vinkona og svo miklu
meira. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Hvíl í friði.
Þín
Björg (Bogga).
Engilráð Birna
Ólafsdóttir
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Hjartkær móðir mín og tengdamóðir,
GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR,
Grandavegi 47, Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn
30. október. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember
klukkan 15.
Guðbjörg Magnúsdóttir Árni Jakob Larsson