Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
✝
Jón Frímann
Sigvaldason
bifreiðasmiður
fæddist að Prest-
húsum á Kjalarnesi
þann 8. febrúar
1929. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi þann 30. októ-
ber 2021. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðrún Jónsdóttir,
f. 12.5. 1895, d. 30.7. 1979, og
Sigvaldi Þorkelsson bóndi á
Kjalarnesi, f. 5.9. 1897, d. 17.7.
1978. Jón átti tvö alsystkini og
einn hálfbróður, Þau eru Guð-
bjartur Hólm Guðbjartsson,
bóndi í Króki á Kjalarnesi, f.
5.12. 1917, d. 8.11. 1989, Guðjón
Hólm, f. 10.9. 1920, d. 3.7. 2001.
Sigurbjörg húsmóðir, f. 11.11.
1926, d. 14.10. 2009. Eiginkona
Jóns var Mary A. Sigurjóns-
dóttir hjúkrunarkona, f. 20.3.
1930, d. 3.8. 2009, þau gengu í
einkunn sem tekin hefur verið.
Að námi loknu 1949-1952 rak
hann þjónustuverkstæði að
Reynihlíð í Mývatnssveit á
sumrin en vann á veturna hjá
Agli. Árin 1955-1956 Var Jón í
hagnýtu starfsnámi í Svíþjóð.
Árin 1958-1972 vann Jón sem
framleiðslustjóri hjá Hansa
hurðum. Árin 1972-1973 vann
hann hjá BB húsgögnum í Hafn-
arfirði. Það sem eftir var af
starfsævinni starfaði Jón heima
í bílskúrnum við bílasmíðina og
lengi við þróun á plastviðgerð-
um. Hann var frumkvöðull í
plastviðgerðum á farartækjum
á Íslandi og í samstarfi við
Teknologisk institutt í Ósló.
Hjónin Jón og Marý hófu bú-
skap sinn að Laufásvegi 20 í
Reykjavík árið 1952. Eftir að
hafa ættleitt dóttur sína í byrjun
árs 1962 byggðu þau sér ein-
býlishús í Garðabæ og fluttu í
það 16. nóvember 1963 þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan.
Útför Jóns fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag, 11.
nóvember 2021, kl. 13.
hjónaband 11.7.
1953. Kjördóttir
þeirra er Ragnheið-
ur Edda, f. 1.7.
1961, maki Guð-
mundur Þór Krist-
jánsson pípulagn-
ingameistari, f.
23.9. 1956, börn
þeirra eru Líney
Rut, f. 17.11. 1986,
og Jón Grétar, f.
24.12. 1989. Lang-
afabörnin eru tvö, Alex Tumi, f.
1.1. 2015, og Hektor Nói, f. 13.9.
2018. Fyrir hjónaband eignaðist
Jón Sirúnu Lind, f. 20.9. 1950,
og var hún ættleidd við fæðingu.
Jón fluttist frá Presthúsum
1932 að Útkoti á Kjalarnesi þar
sem hann bjó til 14 ára aldurs og
fluttist þá til Reykjavíkur með
fjölskyldu sinni og hóf störf hjá
Trésmiðjunni Akri. Hóf nám í
bifreiðasmíði 16 ára gamall hjá
Agli Vilhjálmssyni og útskrif-
aðist 13. mars 1949 með hæstu
Við hjónin kveðjum nú pabba
og tengdaföður, hann fæddist
árið 1929 og átti langa og við-
burðaríka ævi og allt þar til í
mars 2020 þegar hann greindist
með krabbamein var hann mjög
heilsuhraustur, svo fór að draga
af honum í vor og hann veiktist
af lungnabólgu þann 30. septem-
ber og lést á líknardeildinni
þann 30. október.
Pabbi var sterkur karakter
og stefnufastur og átti það til að
taka sum mál aðeins of alvarlega
að mínu mati og þegar hann beit
eitthvað í sig var honum ekki
hnikað. En hjálpsamur og bón-
góður var hann og ef vantaði
lausnir á einhverju í sambandi
við smíðar eða annað þá settist
hann niður og hugsaði, kom svo
daginn eftir með lausnina og
jafnvel útfært skapalón sem
hann hafði verið fram á nótt að
pæla í. Eftir að Gummi kom í
fjölskylduna fór hann að aðstoða
pabba við ýmsa hluti eins og að
byggja garðstofuna við húsið og
hinar ýmsu pípulagnir í gegnum
árin og ýmislegt annað smálegt.
Alltaf var hann afar þakklátur
fyrir þá aðstoð. Gumma varð oft
á orði hvað sá gamli var hand-
laginn og fróður um alla hluti.
Ég minnist þess þegar hann
vann í bílskúrnum og vantaði
einhver verkfæri þá var ekki
hlaupið út í búð eftir þeim eða
þau jafnvel ekki til, heldur voru
þau bara búin til. Slík var
nægjusemin með alla hluti.
Vinnutíminn var ekkert 8-4 á
þeim árum, það var farið út fyrir
7 á morgnana og unnið til mið-
nættis með stuttum matarhléum
og tilheyrandi hlustun á fréttir.
Svo þegar ég var stelpuskott
voru farnar laugardagsferðir á
bensínstöðina hjá Dóra, þá fékk
ég að fara með og fékk Conga-
súkkulaði og Spur-flösku og á
meðan ég sat á stól eða kók-
kassa að maula súkkulaði spjöll-
uðu karlarnir og tóku í nefið.
Svo oftast á laugardögum var
farin ferð á Bergþórugötuna til
ömmu þar sem fjölskyldan hitt-
ist í kaffi. Þetta var heilmikið
ferðalag úr Garðahreppi á þeim
tíma.
Eftir að við Gummi eignuð-
umst börnin komu pabbi og
mamma oft og „stálu“ þeim og
þá var gjarnan farið í bíltúr
austur fyrir fjall og oftar en ekki
endaði það með að þau gistu hjá
ömmu og afa og við foreldrarnir
fengum kærkomið frí.
Elsku pabbi og tengdapabbi
hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín dóttir og tengdasonur,
Ragnheiður Edda og
Guðmundur Þór.
Þá er hann farinn í sína
hinstu ferð. Jón Sigvaldason
föðurbróðir minn var fæddur á
Kjalarnesi árið 1929, einn af
fjórum systkinum. Þó lífið hafi
verið erfitt á Kjalarnesi á þess-
um árum eins og Jón sagði okk-
ur eitt sinn þá hafði hann sterk-
ar taugar til heimaslóðanna, fór
þangað oft, þekkti hverja þúfu
og kunni sögur af fólki um alla
sveit. Ég var svo heppinn að
kynnast frænda mínum alveg
upp á nýtt fyrir nokkrum árum
þegar hann féllst á að fara með
mig á æskuslóðir þeirra systk-
ina. Hann bætti um betur og
kynnti mig fyrir öðrum frænda
sem ég hafði ekkert vitað af,
Sigurjóni Vilhjálmssyni. Saman
fórum við í ferð upp á nes, tók-
um hús á Óla frænda á Sjáv-
arhólum sem fór með okkur vítt
og breitt um nesið. Seinna bætt-
um við um betur, leigðum rútu
og buðum öllum „leggnum“ í
ferð um Kjalarnes og Kjós.
Ferðirnar urðu tvær því seinna
fórum við, sami hópur, á heima-
slóð Sigurjóns á Suðurnesin.
Sjálfur var Jón víðförull,
heimsótti fjölda landa og fjar-
lægar heimsálfur. Hann kynnti
sér ávallt vel menningu og hætti
heimamanna, mundi allt sem
fyrir augu hans hafði borið til
síðasta dags og sagði skemmti-
lega frá. Minni Jóns var í raun
ótrúlegt. Að segja að hann hafi
verið stálminnugur dugar varla
til.
Innrætingin í æsku var
„gerðu rétt, þol ei órétt og að
standa á sínu“, sagði Jón okkur
fyrir nokkrum dögum. Eftir
þessu lifði Jón og raunar systk-
inin öll. Jón var hreinlyndur,
frændrækinn og réttsýnn.
Hann hafði skoðanir á öllu og
var óhræddur að fylgja sínum
málum eftir. Hann tók að sér
óumbeðinn að tala fyrir málum
sem hann brann fyrir eða taldi
að haft væri rangt við. Oft nutu
margir góðs af baráttu hans.
Hann sökkti sér í efnið, fylgdi
málum fast eftir og sló aldrei
af.
Til marks um skapgerð Jóns
og systkina hans er frásögn af
ferð móður hans á fund
fræðslustjóra umdæmisins,
sem þá var Ásgeir Ásgeirsson,
síðar forseti Íslands. En sú
heimsókn var afdrifarík og
breytti skólagöngu fjölda ung-
menna á Kjalarnesi til hins
betra eins og sagnir eru um.
Upp hafði komið mál í skólan-
um sem sú gamla gat engan
veginn sætt sig við og ákvað því
að grípa til sinna ráða. Hún
skellti sér í peysufötin og fór til
Reykjavíkur og náði að knýja
fram þær úrbætur sem þurfti.
Jón upplifði margt á sinni
ævi, þ. á m. hernám Breta í
Hvalfirði og siglingu HMS Ho-
od út Hvalfjörðinn í sína hinstu
för. Hann mundi nákvæmlega
hvar hann stóð í hlaðinu í Út-
koti þegar skipið sigldi út fjörð-
inn. Þegar braggamálið komst í
hámæli í Reykjavík sagði Jón
mér: „Það tók Bretana tvær
vikur, tveir saman, að reisa
hvern bragga.“
Jón var gæfumaður í einka-
lífi, giftur Mary Sigurjónsdótt-
ur sem lést árið 2009. Þau voru
ákaflega samrýmd hjón svo að-
dáun vakti. Saman ræktuðu
þau garðinn sinn í Faxatúni í
Garðabæ sem var bæjarprýði
enda garðurinn margverðlaun-
aður af bæjaryfirvöldum.
Að leiðarlokum langar mig
til að þakka frænda mínum fyr-
ir samfylgdina, ekki síst síð-
ustu árin, sögurnar, ferðirnar
okkar og fyrir að sjá til þess að
ég hitti föðurafa minn í þetta
eina skipti á heimili hans og
Maryar í Garðabænum um jólin
árið 1970.
Guð blessi minningu Jóns
Sigvaldasonar.
Stefán S. Guðjónsson.
Við andlát Nonna frænda,
föðurbróður míns, hrannast
upp minningarnar, hann var
yngstur systkinanna og kveður
síðastur. Hann sagði mér að
hann hefði séð mig strax á
fyrsta degi, ljóst er að með hon-
um fer sá sem hafði þekkt mig
lengst og ég sagði gjarnan í
bernsku þegar leikfang
skemmdist hjá mér Nonni
frændi getur lagað þetta, og
oftar en ekki var svo enda var
hann lærður bifreiðasmiður og
mjög laghentur.
Hann gerði ekki alltaf það
sem var venjulegt, hann og
Mary fóru til Svíþjóðar rétt
fyrir 1960 og voru þar í nokkur
ár, áður en þau komu heim fóru
þau í mikið ferðalag um alla
Evrópu sem var mjög óvenju-
legt á þeim árum, tóku mikið af
svokölluðum skuggamyndum
(slides) og vörpuðu þeim upp á
vegg okkur hinum til skemmt-
unar. Seinna áttu þau eftir að
fara mjög víða.
Minningar mínar frá starfs-
ferli Nonna eru þær helstar að
hann vann hjá Hansa h/f á
Laugavegi við að búa til Hansa-
hurðir, léttar plastklæddar
rennihurðir er héngu í braut,
síðar gerði hann upp allmarga
tjónabíla í bílskúrnum í Faxat-
úninu og sóttust menn eftir að
kaupa bílana af honum enda
þekktur að vandvirkni og ná-
kvæmni.
Þegar hann byggði bílskúr-
inn hafði hann gryfju í honum,
steypti lykkjur í hliðarnar og
þá gat hann fest bílana og
gráðumælt þá.
Seinustu árin á vinnumark-
aði var hann frumkvöðull í við-
gerðum á plasthlutum bíla og
vann við það í bílskúrnum, fag-
mennskan var þar í fyrirrúmi
eins og alltaf. Hann sýndi mér
hvernig hann fann út hvaða efni
áttu við í viðgerðina hverju
sinni því plast var ekki bara
Jón Fr. Sigvaldason plast, nákvæmur og vandvirkur
var hann eins og alltaf.
Á síðasta ári ók hann einn
norður í land og fór víða enda
var hann við ótrúlega góða
heilsu lengst af, sjálfstæður og
bjó einn.
Við Inga vottum Raggí og
fjölskyldu samúð okkar og
minningin um góðan föðurbróð-
ur lifir.
Jóhann G. Guðjónsson.
Í dag verður til moldar borinn
Jón Fr. Sigvaldason, kær vinur
um áratugaskeið. Jón var
hörkuduglegur og hugmynda-
ríkur. Hann var traustur og
viljasterkur og stóð við orð sín.
Hann ætlaðist til hins sama af
öðrum. Jón var trúaður og vann
mikið sjálfboðaliðastarf með
bræðrafélagi kirkjunnar í
Garðabæ m.a. við byggingu Ví-
dalínskirkju og safnaðarheimilis
þar.
Jón var óhræddur við að berj-
ast fyrir því sem hann taldi rétt.
Hann lagði mikinn tíma og fjár-
muni í málaferli við Steypustöð-
ina vegna gallaðrar steypu en
flestir töldu þessi málaferli von-
laus. En að lokum lagði Jón
Steypustöðina. Þegar hitaveita
kom í Garðabæ voru settir heml-
ar í öll hús í Garðabæ, en ekki
mælar. Jón vildi fá mæli og að-
eins borga fyrir það vatn sem
hann notaði. Hitaveitan og bæj-
aryfirvöld neituðu. Jón safnaði
gögnum og rúmlega tveimur ár-
um seinna voru komnir mælar í
öll hús í Garðabæ.
Jón var alltaf sveitastrákur
og hafði mikinn áhuga á dýrum
og gróðri. Þau Mary eyddu
ómældum tíma við vinnu í garð-
inum í Faxatúninu með góðum
árangri. Garðurinn var a.m.k.
tvisvar verðlaunaður af bænum
fyrir fegurð og snyrtimennsku.
Jón og Mary kona hans voru
samrýnd hjón.
Þau ferðuðust mikið saman
bæði innanlands og erlendis og
komu til yfir 70 landa. Það var
gaman að hlusta á ferðasögur
hjá Jóni því hann var góður
sögumaður og minnið ótrúlega
gott. Fráfall Maryar var Jóni
mikið áfall. Hann fór oft að leiði
hennar og talaði við hana um
það sem honum lá á hjarta.
Hann gladdist innilega við til-
hugsunina um endurfundi
þeirra hinum megin.
Jón var heiðursfélagi í Nor-
ræna félaginu í Garðabæ og tók
virkan þátt í störfum þess. Jón
var góður ljósmyndari og tók
myndir fyrir félagið, sérstak-
lega á vinabæjamótum hjá nor-
rænu vinabæjunum. Jón var
alltaf tilbúinn að leggja sitt af
mörkum. Hann náði góðu sam-
bandi við fólk og þá sérstaklega
nágrannana, sem reyndust hon-
um vel þegar á þurfti að halda.
Hann var ótrúlega úrræðagóð-
ur. T.d. fékk hann falleg dagatöl
hjá Eimskipafélaginu sem við
pökkuðum síðan inn og sendum
norrænafélagsvinum á Norður-
löndunum með jólakveðju.
Ekki má gleyma fuglunum.
Þegar Jón keyrði inn í Faxatún-
ið flykktust fuglar inn í garðinn
hjá honum því fuglunum hafði
hann gefið í áratugi og hafði sér-
staka frystikistu undir fitu og
mat handa þeim í bílskúrnum.
Jón varð 92 ára og lifði lífinu
til fullnustu nánast alveg til síð-
asta dags. Jóns verður saknað
bæði af mönnum og málleysingj-
um. Við vottum ættingjum hans
og vinum innilega samúð.
Hilmar og Hugrún.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund
3. nóvember, verður jarðsungin
mánudaginn 15. nóvember klukkan 13 í Neskirkju.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Margrét Birna Skúladóttir Árni Tómasson
Erla Björg Skúladóttir Bradley James Boyer
Jón Barðason Sigríður Einarsdóttir
Skúli Björn Jónsson
Barði Már Jónsson
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Berglind Þóra Árnadóttir
Björn Steinar Árnason
Guðný Anna Árnadóttir
Savanna Eyrún Boyer
og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
GUÐMUNDUR PÉTURSSON,
Gulaþingi 34, Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi
2. nóvember. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. nóvember
klukkan 13.
F.h. nánustu ættingja og vina,
Jóna E. Jónsdóttir
Hjartkær eiginkona mín,
ÞÓRA DAVÍÐSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 60,
sem lést 27. október, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju mánudaginn 15. nóvember
klukkan 15.
Minnt skal á þakkarskuld við hjúkrunarheimilið Mörk.
Ólafur Pálmason
Ástkær systir mín og frænka okkar,
ÁSA G. SÆMUNDSDÓTTIR,
sem lést 3. nóvember, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. nóvember
klukkan 13.
Haraldur Sæmundsson og systkinabörn hinnar látnu
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HILDUR FRIÐJÓNSDÓTTIR,
Langholtsvegi 86,
Reykjavík,
lést 6. nóvember.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
19. nóvember klukkan 11.
Kristín Guðrún Jóhannsd.
Jóhann Steinar Guðmunds. Fjóla Íris Stefánsdóttir
og ömmubörn