Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
SINGLESDAY
30%
AFSLÁTTUR
af öllummeðferðum,
gjafabréfum og
húðvörum.
Nýttu tilboðið á hudfegrun.is eða hringdu.
TILBOÐIÐ
GILDIR AÐEINS
Í DAG
11. 11.
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Hugmyndin kom til Braga þegar
hann var að gefa út sína fyrstu skáld-
sögu, Austur, skáldsögu í 33 köflum,
árið 2019. „Ég hafði unnið að henni í
þrjú ár og haft hugmyndina í koll-
inum talsvert lengur. Þar fyrir utan
hafði mig dreymt um að skrifa skáld-
sögu síðan ég var barn. Þannig að
þarna var komið mómentið, loksins.
Bók sem ég hafði mikla trú á, vissi að
fólk myndi hafa gaman af, en hún var
eiginlega andvana
fædd. Fyrir
mannleg mistök
fór vitlaust skjal í
prent og var bók-
in því innkölluð.
Það þýddi að hún
komst ekki í
hendur gagnrýn-
enda fyrr en of
seint til þess að
eiga séns í flóðinu.
Þrátt fyrir það fékk hún mjög já-
kvæða dóma eftir jól, en lestin var
farin,“ segir Bragi í viðtali við mbl.is.
Austur fékk reyndar uppreisn æru
í faraldrinum og nú er verið að vinna
kvikmyndahandrit upp úr henni. „En
það er ekki punkturinn. Punkturinn
er sá að þessi jól var Arnaldur, einu
sinni sem oftar, mest seldi höfundur
landsins, eins og hann er á hverju ári.
Hann á mjög dygga lesendur og
þjónar þeim vel, enda vinsælasti höf-
undur undanfarinna tveggja áratuga.
Ég fór að grínast með það við vini
mína að næsta skáldsaga mín myndi
byrja þannig að Arnaldur Indriðason
fyndist látinn í kjallaraíbúð í Norð-
urmýri, og yrði krimmi. Ég gæti ekki
lengur þjónað listagyðjunni, ég yrði
að fara að selja einhverjar bækur.
Þetta spaug vatt svo talsvert upp á
sig,“ segir Bragi. Seinna var hann á
sjó með pabba sínum, nýbúinn að fá
ritlaun, og ræddu þeir feðgar hvaða
hugmyndir hann hefði að skáldsög-
um.
„Ég var með þrjár, eina hugmynd
sem ég hafði fengið úthlutað fyrir,
aðra sem ég átti talsvert góða smá-
sögu til að byggja á og svo þessa
óljósu pælingu um sögu sem hefst á
líkfundi Arnalds. Pabbi sagði að það
væri sú bók sem hann hefði mestan
áhuga á að lesa. Þar með var það
ákveðið. Þetta er heiðarlega svarið
við því hvers vegna ég skrifaði þessa
bók,“ segir Bragi.
Arnaldur sem persóna
ekki aðalmálið
Einhverjum gæti þótt titillinn
stuðandi og jafnvel eitthvað skrítið
við að Bragi skyldi skrifa um morðið
á einum ástsælasta glæpasagnahöf-
undi þjóðarinnar. Bragi segir að Arn-
aldur skipti í raun engu máli í þessu
samhengi, það sé bara goðsögnin,
sem er söluhæsti og vinsælasti höf-
undur landsins síðustu tuttugu ár.
„Ástæða þess að morðinginn valdi
Arnald er vegna þess hversu vel hon-
um hefur gengið. Ef Elísabet Jökuls-
dóttir hefði verið vinsælasti höfundur
síðustu 20 ára þá hefði morðinginn
drepið hana og bókin héti „Elísabet
Jökulsdóttir deyr“. Ef Jón Kalman
hefði verið mest seldur héti bókin
„Jón Kalman deyr“. Persóna Arnalds
er algjört aukaatriði,“ segir Bragi
sem lagði sig fram við að sýna Arnald
á sem bestan hátt í bókinni og bætir
við að hann hafi alls ekki átt skilið að
vera í drepinn í bókinni, ekki frekar
en í raunveruleikanum.
„Mér finnst í rauninni mjög sér-
stakt að enginn annar höfundur hafi
tekið upp á því að gera Arnald að við-
fangsefni í sögu eftir sig, því hann al-
gjörlega trónir yfir okkur öllum.
Hann er mælistikan sem allir rithöf-
undar landsins miða sig við. Hann
býr í hausnum á okkur og borgar þar
enga leigu. Var ekki bara tímaspurs-
mál hvenær hann rataði þaðan og á
síður skáldverks?“
„Þegar ég skrifa sögur
er ég bara í dúkkuleik“
Í bókinni koma fleiri þjóðþekktir
Íslendingar en Arnaldur fyrir.
Spurður hvernig það sé að skrifa um
raunverulegt lifandi fólk, hvort það
sé hægt að gera því góð skil og
hvernig tilfinningin sé að vita að
þetta sama fólk muni lesa bókina, vís-
„Arnaldur á ekki skilið að vera drepinn“
Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson gaf nýverið út sína aðra skáldsögu,
bókina Arnaldur Indriðason deyr. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún
um morðið á Arnaldi Indriðasyni og fléttast þar fjöldi persóna úr raunveru-
leikanum inn í frásögn Braga. Bragi fékkst við ýmislegt á meðan hann
skrifaði bókina, hann var að gera upp íbúð, á tvö börn og þar að auki var
hann að klára skipstjórnarnám.
Morgunblaðið/Eggert
Rithöfundur Bragi Páll Sigurð-
arson sendi frá sér sína aðra
skáldsögu nú fyrir jólin.
5 SJÁ SÍÐU 56