Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 69
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Við sjáum æ fleiri dæmi þess að
fólk um fertugt sé í atvinnu-
mennsku í ýmsum íþróttum. Á
síðustu dögum hafa verið sagðar
fréttir af knattspyrnufólkinu
Zlatan Ibrahimovic, sem lenti í
því að verða fertugur, og Carli
Lloyd, sem ákvað að láta gott
heita 39 ára gömul.
Alexander Petersson er lygi-
lega vel á sig kominn í erfiðri
deild í handboltanum en hann er
41 árs. Stórliðið Los Angeles
Lakers vekur athygli fyrir að
tefla fram nokkrum leikmönnum
á milli 35 og 40 ára í körfubolt-
anum í vetur. Líklega er fram-
ganga Toms Bradys í ameríska
fótboltanum merkilegust. Hann
leiddi lið til sigurs í NFL í byrjun
árs eins og frægt varð og var þá
á 44. aldursári.
Viðmiðin í huga fólks um
hversu lengi sé hægt að vera í
fremstu röð hafa breyst mikið á
tiltölulega skömmum tíma. Nú
horfir íþróttafólkið ekki svo mik-
ið í kennitöluna þegar það veltir
fyrir sér starfslokum. Lætur þau
frekar ráðast af því hvort lík-
aminn þoli álagið, hvort frammi-
staðan sé enn góð og hvort
áhuginn sé enn fyrir hendi.
Í allnokkrum greinum er auk
þess hægt að ná framúrskarandi
árangri eftir fertugt. Í ólympíu-
greinum eins og skotfimi er
meiri yfirvegun og ró gulls ígildi.
Svipað má segja um pílukastið.
Kylfingar geta slegið vel fram
eftir aldri. Jafnvel slegið í gegn.
Á dögunum ræddi samstarfs-
maður minn við mig um Ronnie
O’Sullivan, sexfaldan heims-
meistara í snóker. Sá er 45 ára
og varð síðast heimsmeistari í
fyrra. Þ.e.a.s O’Sullivan. Við
ræddum ýmis forvitnileg atriði
eins og sjónina, og tilfinningu í
fingrum, hjá íþróttafólki sem
nálgast fimmtugt. En erfitt er
fyrir mig, ungan manninn, að
leggja mat á slíkt.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik hefur leik í undankeppni
EM 2023 þegar liðið sækir Rúmeníu
heim í dag. Eftir þann leik mætir ís-
lenska liðið Ungverjalandi á Ásvöll-
um næstkomandi sunnudag. Bene-
dikt Guðmundsson landsliðsþjálfari
segir verkefnið fram undan leggjast
afskaplega vel í liðið.
„Bara rosalega vel, mér líst rosa-
lega vel á hópinn. Auðvitað vantar
stóra pósta en ég held að við séum
með ofboðslega spennandi og
skemmtilegan hóp í höndunum.
Margar ungar stelpur sem við vilj-
um gefa reynslu og leggja inn í
bankann. Þetta eru stelpur sem eru
ofboðslega duglegar og vinnusamar,
það er alltaf gaman að vinna með
svoleiðis leikmönnum,“ sagði Bene-
dikt í samtali við Morgunblaðið.
Spurður um möguleika Íslands í
leikjunum tveimur sagði hann: „Við
erum eins og vanalega að keppa við
stærri þjóðir og við leikmenn sem
eru að spila á hærra stigi en við er-
um kannski að gera heima. En við
teljum okkur alla vega geta keppt
við þessi lið. Ég er eitthvað aðeins
farinn að hugsa um Ungverjana en
einbeiti mér aðallega að Rúmen-
unum núna. Við teljum okkur eiga
möguleika gegn Rúmenum. Ég hef
bullandi trú á því að þessar stelpur
geti gert góða hluti gegn þeim.“
Spennandi framtíðarstelpur
Áðurnefndir stórir póstar sem
Benedikt nefnir eru þær Helena
Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjart-
ansdóttir, sem báðar eru frá vegna
meiðsla. „Það þarf ekkert að fjölyrða
um hversu góðir leikmenn þær eru.
Þetta eru tveir bestu leikmennirnir
sem við eigum og Helena er bara
besti leikmaður sem við eigum frá
upphafi. Mikilvægi þessara leik-
manna hefur sýnt sig margoft en við
teljum okkur hafa náð að setja sam-
an öflugt lið engu að síður.
Auðvitað söknum við þessara leik-
manna, alveg gríðarlega, en þeir eru
bara í meiðslum núna og það þýðir
ekkert að væla og skæla yfir því. Við
ætlum alls ekki að gera það og setj-
um bara aukna ábyrgð á þær sem
við höfum. Við erum með meðalaldur
upp á 22 ár núna og vitum að þetta
lið verður ekki gott bara í einum
glugga en við erum spennt fyrir
þessum framtíðarstelpum sem eru
að fara að keppa á morgun [í dag],“
sagði hann.
Markmiðin skýr
Hefur Benedikt áhyggjur af
reynsluleysi í hópnum? „Nei ég lít
ekki á það sem áhyggjur, ég er gríð-
arlega spenntur að sjá hvernig þær
koma inn í þetta því að ég hef bara
það mikla trú á þeim. Þetta eru
stelpur sem þurfa bara smá reynslu
á þessu alþjóðlega sviði og þá held
ég að framtíðin sé björt hjá íslenska
landsliðinu.
En auðvitað er ég ekkert að ætl-
ast til þess að þær spili eins og
reynsluboltar á morgun [í dag].
Kannski er ég kominn lengra en ég á
að vera kominn því að maður er að
hugsa til næstu ára. Ekki horfa bara
í daginn í dag heldur að taka inn
stelpur sem við teljum að eigi fram-
tíðina fyrir sér í landsliðinu næsta
áratuginn eða svo.“
Að lokum sagði hann markmiðin
fyrir komandi undankeppni skýr.
„Markmiðin eru að ná í einhverja
sigra, það er alveg klárt. Það er eitt-
hvað sem við ætlum okkur, það tókst
ekki í síðustu undankeppni þannig
að það er klárlega aðalmarkmiðið í
þessari undankeppni.“
Ljósmynd/FIBA
Reynsla Sara Rún Hinriksdóttir er á meðal reynslumestu leikmannanna í
ungum leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik.
Hef bullandi trú á stelpunum
- Undankeppni EM hefst í dag - Stórir póstar fjarverandi - Stefna á sigra
var um tíma 12:6 og 17:10,“ skrifaði
Einar Sigtryggsson m.a. í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
HK og Víkingur stigalaus
Nýliðar HK og Víkings úr
Reykjavík eru enn án stiga í neðstu
tveimur sætum deildarinnar eftir
töp á heimavöllum sínum í gær-
kvöldi. HK laut í lægra haldi, 23:28,
gegn Selfossi, og Víkingur steinlá,
20:31, fyrir Haukum. Haukar fóru
með sigrinum á topp deildarinnar,
að minnsta kosti um sinn.
_ Leik Vals og FH var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld en um hann er hægt að lesa á
mbl.is/sport/handbolti.
Grótta skellti Stjörnunni
- Fyrsti sigur Seltirninga - Langþráður sigur KA-manna - Nýliðarnir án stiga
Morgunblaðið/Unnur Karen
Barátta Igor Mrsulja, leikmaður Gróttu, og Gunnar Steinn Jónsson hjá Stjörnunni í harðri baráttu í gærkvöldi.
HANDBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Grótta gerði sér lítið fyrir og vann
frækinn 34:32 endurkomusigur
gegn Stjörnunni, sem var á toppi
Olísdeildarinnar í handknattleik
karla áður en liðin mættust á Sel-
tjarnarnesi í deildinni í gærkvöldi.
Um var að ræða fyrsta sigur
Gróttu á tímabilinu.
Í fyrri hálfleik var Stjarnan
sterkari aðilinn og náði mest sex
marka forystu, 6:12, í honum. Eftir
að hafa verið 15:18 undir í hálfleik
jafnaði Grótta metin snemma í síð-
ari hálfleik, náði mest fjögurra
marka forystu nokkrum sinnum í
þeim síðari og stóðst svo áhlaup
Stjörnunnar undir lok leiksins.
KA vann þá langþráðan 37:33
sigur gegn Fram þegar liðin mætt-
ust á Akureyri í deildinni í gær-
kvöldi. Fyrir leikinn hafði KA tap-
að fjórum leikjum í röð og Fram
var án markvarðar síns, Lárusar
Helga Ólafssonar, og munaði um
minna.
„Eftir jafnræði í byrjun leiks,
þar sem ungir markverðir liðanna
fóru á kostum, sigu KA-menn fram
úr og náðu góðu forskoti. Staðan
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði
karlaliðs KR í knattspyrnu, er með
lausan samning eftir að keppn-
istímabilinu lauk í haust. KR hefur
boðið Óskari nýjan samning sam-
kvæmt Fótbolta.net en þar er einn-
ig fullyrt að Stjarnan hafi einnig
lagt samning fyrir Óskar. Er sá
samningur sagður fela í sér tilboð
um hærri launagreiðslur.
Óskar Örn er 37 ára gamall
Njarðvíkingur og sló í gegn í efstu
deild með Grindavík. Hann hefur
leikið með KR-ingum undanfarin
fimmtán tímabil.
Stjarnan hefur
áhuga á Óskari
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki
Reyndur Óskar Örn er leikjahæstur
KR-inga á Íslandsmótinu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr
Keili í Hafnarfirði, lék vel á Evr-
ópumótaröðinni í golfi í gær en þá
hófst síðara mótið sem haldið er í
Sádi-Arabíu.
Guðrún lék þar einnig í síðustu
viku en þá komst hún ekki í gegn-
um niðurskurð keppenda. Guðrún
Brá lék á 70 höggum í gær og var á
tveimur undir pari vallarins.
Guðrún Brá er jöfn ásamt fleir-
um í 28. sæti. Mótið er óvenjulegt
að því leytinu til að meðfram ein-
staklingskeppninni er einnig keppt
í liðakeppni. kris@mbl.is
Góður hringur
hjá Guðrúnu Brá
Ljósmynd/GSÍ
70 Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék
á tveimur höggum undir pari í gær.
Meistaradeild kvenna
C-RIÐILL:
Barcelona – Hoffenheim.......................... 4:0
HB Köge – Arsenal .................................. 1:5
Staðan: Barcelona 9, Arsenal 6, Hoffen-
heim 3, HB Köge 0.
D-RIÐILL:
Lyon – Bayern München ...................... (2:1)
- Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í
barneignarfríi.
- Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir voru báðar á vara-
mannabekk Bayern.
Benfica – Häcken .................................. (0:1)
- Cloe Lacasse var í byrjunarliði Benfica.
- Diljá Ýr Zomers var á varamannabekk
Häcken.
_ Leikjunum í D-riðli var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun.
Noregur
B-deild:
Sogndal – Stjördals-Blink ...................... 1:1
- Emil Pálsson lék ekki með Sogndal
vegna veikinda.
4.$--3795.$
Evrópubikarinn
Virtus Bologna – Valencia ..................96:97
- Martin Hermannsson skoraði 11 stig
fyrir Valencia og gaf 5 stoðsendingar.
Evrópubikar FIBA
Zaragoza – Gilboa Galil.......................78:80
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig,
tók 5 fráköst og varði 2 skot fyrir Zaragoza.
Spánn
B-deild:
Gipuzkoa – Huesca.............................. 95:68
- Ægir Már Steinarsson skoraði 3 stig og
gaf 4 stoðsendingar fyrir Gipuzkoa.
4"5'*2)0-#