Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 71

Morgunblaðið - 11.11.2021, Síða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN ER KOMIN Í BÍÓ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T N ýja barna- og fjölskyldu- myndin Birta, eftir Braga Þór Hinriksson, var frumsýnd 4. nóv- ember á Alþjóðlegri Barnakvikmyn- dahátíð í Bíó Paradís. Kvikmyndin segir sögu ellefu ára stúlku, Birtu (Kristín Erla Pétursdóttir), sem vegna aðstæðna neyðist til að þroskast fyrr en aðrir jafnaldrar hennar. Birta er eldri systir og því í ábyrgðarhlutverki gagnvart litlu systur sinni Kötu (Margrét Júlía Reynisdóttir) þegar móðir þeirra (Salka Sól Eyfeld) er ekki heima vegna vinnu sem virðist vera flest kvöld. Kvöld eitt heyrir Birta fyrir slysni í símtali móður sinnar við vin- konu að hún hafi ekki efni á að halda jólin þetta ár og vanti í það minnsta hundrað þúsund krónur til þess að það verði möguleiki. Birta tekur þessar áhyggjur móður sinn- ar grafalvarlega og tekur málin í sínar hendur. Hefst þá ævintýri Birtu og Kötu við að bjarga jólunum með hjálp ófárra úr blokkinni. Leikstjórinn Bragi Þór Hinriks- son er reyndur á sviði barna- og fjölskyldumynda og leikstýrði meðal annars vinsælu kvikmyndaseríunni Algjör Sveppi. Í þeim ævintýra- myndum eru draugar, grænir galdralyklar og ninjur á vélhjólum raunveruleikinn. Birta er hins vegar af öðrum toga en hún er bæði nær raunveruleikanum og höfundum kvikmyndarinnar og því ekki ein- ungis mynd um fjölskyldu heldur stendur fjölskylda á bak við mynd- ina. Bragi Þór og Helga Arnar- dóttir, handritshöfundur myndar- innar, eru sambýlisfólk. Að auki leikur dóttir Helgu og stjúpdóttir Braga Þórs, Margrét Júlía, eitt af aðalhlutverkunum og móðir Helgu, Margrét Ákadóttir, annað lykilhlut- verk í myndinni. Fjallar því sagan ekki einungis um þrjár mæðgur heldur koma einnig þrjár mæðgur að myndinni. Mér finnst ástæða til að nefna þessi tengsl af því að þetta er mjög í takt við kvikmyndina sem er heimilisleg og notaleg. Yfir henni ríkir ákveðinn „kvenlegur“ blær og tekst þeim Braga og Helgu vel að fanga hin flóknu tengsl mæðgna. Augljóst markmið myndarinnar er að ná til allra í fjölskyldunni; barnsins, unglingsins og foreldr- anna eða eldri áhorfenda. Viðfangs- efnið er þungt og segir sögu konu í hefðbundinni kvennastétt, sem stritar fyrir lág laun til að þess að standast kröfur samfélagsins sem gerðar eru til mæðra. Það viðfangs- efni er í raun drifkraftur myndar- innar en Bragi Þór beinir tökuvél- inni að systrunum sem prófa ýmsar leiðir til þess að safna peningum með því að safna dósum til dæmis, selja smákökur eða fisk. Þannig tekst Braga Þór að beina ungum áhorfendum frá hinu fyrrnefnda þunga viðfangsefni og í staðinn fylgjast þeir spenntir með nýjum uppátækjum Birtu og hverja hún velur úr blokkinni með sér í ævin- týrið. Eldri áhorfendur gera sér grein fyrir þeim þrautum sem móð- irin stendur frammi fyrir og skilja áhyggjur hennar af lágum launum hjúkrunarfræðinga, margir kinka kannski kolli í dimmum sal kvik- myndahússins. Ef til vill ásaka sum- ir áhorfendur hana um að leggja of mikla ábyrgð á herðar eldri dóttur sinnar á meðan aðrir sjá sig sjálfa í henni. Sumir unglingar leyfa sér kannski ekki að njóta myndarinnar til fullnustu en glotta ef til vill þegar þeir sjá Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) í hlutverki handbolta- þjálfarans. Frammistaða ungu leikkvenn- anna, Kristínar Erlu Pétursdóttur í hlutverki Birtu og Margrétar Júlíu Reynisdóttur í hlutverki Kötu, er það sem stendur upp úr. Báðar hafa hlotið verðlaun fyrir leik sinn, Krist- ín Erla vann Diamant-verðlaunin á Schlingel-barnamyndahátíðinni og Margrét Júlía var valin besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíð- inni KIKIFe í Þýskalandi. Það kem- ur ekki á óvart; Birta er vel heppn- uð og notaleg kvikmynd sem dregur upp hugljúfa mynd af samskiptum mæðgna og velvild barna. Þetta er mynd sem hittir í hjarta- stað og ættu íslenskar fjölskyldur ekki að láta hana fram hjá sér fara. Hugljúf „Birta er vel heppnuð og notaleg kvikmynd sem dregur upp hugljúfa mynd af samskiptum mæðgna og vel- vild barna. Þetta er mynd sem hittir í hjartastað og ættu íslenskar fjölskyldur ekki að láta hana fram hjá sér fara.“ Birta bjargar jólunum Bíó Paradís, Smárabíó, Borgar- bíó, Háskólabíó og Laugarásbíó Birta bbbbn Leikstjórn: Bragi Þór Hinriksson. Hand- rit: Helga Arnardóttir. Aðalleikarar: Salka Sól Eyfeld, Kristín Erla Péturs- dóttir og Margrét Júlía Reynisdóttir. Ísland, 2021. 85 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR „Til heiðurs Bill- ie Holiday“ er yfirskrift þrennra tónleika í röðinni Jazz í hádeginu en þeir verða í Borgar- bókasafninu í Grófinni í dag, fimmtudag, kl. 12.15, Gerðu- bergi á morgun, föstudag, kl. 12.15, og í Borgar- bókasafni í Spönginni á laugardag kl. 13.15. Á tónleikunum kemur fram djasssöngkonan unga Rebekka Blöndal sem hefur vakið athygli fyrir túlkun sína á lögum kvengoð- sagna djasssögunnar, að þessu sinni lögum Billie Holiday. Með Rebekku spila þeir Andrés Þór á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Listræn stjórnun tón- leikaraðarinnar er í höndum Leifs en markmiðið með tónleikaröðinni er að færa djassinn út í hverfi borg- arinnar. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir. Rebekka syngur lög Billie Holiday Rebekka Blöndal Í Söngskóla Sig- urðar Demetz hefur verið tek- inn í notkun nýr tónleikasalur, á 2. hæð í Ármúla 44. Af því tilefni verður í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 efnt til sérstakra tón- leika fyrir félaga í Vinafélagi skólans. Vinafélagið var stofnað haustið 2015 og í til- kynningunni segir að það hafi verið skólanum mikil stoð í erfiðleikum síðustu ára. Á tónleikunum koma fram bæði kennarar og nemendur, meðal ann- ars söngvararnir Diddú, Auður Gunnarsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Þór Breiðfjörð og Egill Árni Pálsson, ásamt píanóleik- urunum Lilju Eggertsdóttur, Ant- oniu Hevesi og Aladar Racz. Að- gangur er ókeypis fyrir félaga og hægt verður að ganga í vinafélagið á staðnum. Auður Gunnarsdóttir Tónleikar fyrir vinafélag skólans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.