Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 silicolgel Gegn þrálátum magavandamálum • Matskeið allt að 3 sinnum á dag myndar verndarhjúp í maga og þörmum. • Gelið veitir léttir gegn óþægindum tengdum meltingu og einkennum iðraólgu (IBS) t.d. lofti í maga, flökurleika, bakflæði og brjóstsviða. Ég finn að ég er laus við brjóstsviða og ég fæ síður í magann. Ég tek alltaf einn sopa á morgnanna með kaffinu. Ég mæli hiklaust með Silicol gelinu.’’ Garðar Viðarsson Fæst í Apótekum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Án tillits nefnist nýútkomin hljóm- plata píanóleikarans Magnúsar Jóhanns og bassaleikarans Skúla Sverrissonar sem hefur að geyma tíu lög eftir Magnús í flutningi þeirra Skúla. Eru þau öll án söngs og undir hatti djasstónlistar. Segir í tilkynningu að titillagið setji tóninn fyrir plötuna með sam- stiga stefi píanós og bassa sem leiði hlustandann inn í draumkennda og lágstemmda veröld þeirra félaga. Þetta er fyrsta platan sem þeir Magnús og Skúli vinna saman og var hún tekin upp í Sundlauginni. Sony Music á Íslandi dreifir plötunni og er hún nú aðgengileg á öllum helstu streymisveitum og kemur út á veg- legum vínil um miðjan mánuð sem Reykjavík Record Shop framleiðir. Báðir úr Árbænum Skúla ættu flestir landsmenn að þekkja fyrir afrek sín á tónlistar- sviðinu en líklega þekkja færri til Magnúsar. Magnús er því beðinn um að kynna sig stuttlega fyrir lesend- um Morgunblaðsins. „Ég er píanó- og hljómborðsleikari úr Árbæ, eins og Skúli, við eigum það sameigin- legt. Að vísu munar 30 árum á okkur þannig að við kynntumst ekki í Árbænum heldur í FÍH sem heitir í dag MÍT. Ég lærði djasspíanóleik þar hjá Eyþóri Gunnarssyni og Agn- ari Má og hjá Skúla meðal annars,“ segir Magnús. Á lokaári sínu hafi hann haft sam- band við Skúla og spurt hvort hann væri til í að vera leiðbeinandi hans í tónsmíðum. „Það var svona líka frá- bært, Skúli er svo mikill viskubrunn- ur, stórkostlegur músíkant og frá- bært tónskáld. Það var æðislegt að læra hjá honum og í raun hefst okk- ar samstarf upp úr því. Skúli spilaði með mér á burtfarartónleikunum mínum 2019 og þá var ég byrjaður að semja eitthvað af þessu efni á Án tillits.“ Magnús segist hafa haldið áfram að semja og þegar kófið hófst var kýlt á upptökur í Sundlauginni. Stóðu þær yfir frá morgni til kvölds dag einn og segir Magnús að svo vel hafi tekist til að þær upptökur hafi endað á plötunni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús Jóhann spilað með fjölda tónlistarmanna, stýrt upptökum og samið tónlist með mörgum vinsæl- ustu tónlistarmönnum landsins, t.d. GDRN, Ingibjörgu Turchi, Bríeti og Birni. Það er því komið víðar við en í djassinum og hefur Magnús líka samið kvikmynda- og leikhústónlist. „Ég hef komið að ansi fjölbreyttri flóru og held utan um það með spil- unarlista á Spotify,“ segir Magnús en lögin sem hann hefur spilað á þar eru orðin 364 talsins. „Ég hef alltaf verið á fullu, var í félagslífinu í Versló, var líka farinn að spila þá á fullu og í djassnámi og þegar ég kláraði Versló og MÍT var rökrétt skref að ég héldi áfram að spila, það var það mikið að gera,“ segir Magnús. Músíkin væri ekki sú sama með öðrum bassaleikara En aftur að plötunni Án tillits. Magnús segir að þó hann hafi samið lögin hafi þeir Skúli útsett lögin í sameiningu. Hann nefnir sem dæmi lagið „Ferlegur“ sem hann segir Skúla hafa bætt bassaparti við. Því hafi lögin tekið breytingum í hljóð- verinu, sum þó meiri en öðrum. „Þetta er djassmúsík þannig að þetta snýst mjög mikið um flytjend- urna. Þessi músík væri ekki sú sama ef ég hefði fengið annan bassaleik- ara til að spila þetta þó ég væri með sömu nótur. Skúli er með svo sér- stakt sánd og svo frábær músíkant, svo víðsýnn í sinni nálgun á tónlist,“ útskýrir Magnús. Því sé stundum meira talað um tónlist en spilað þeg- ar þeir hittist. „Hans músík hefur haft svo mikil mótandi áhrif á mig sem tónskáld og lagahöfund og það er mér mikill heiður að hafa náð að gera plötu með honum,“ segir Magnús. Snúningur á „Án titils“ Við fyrstu sýn virðist titillinn vera Án titils sem er mun algengari í myndlist en tónlist. Magnús segir blaðamann ekki þann eina sem hafi lesið titilinn með þeim hætti. Hann segir titilinn einmitt útúrsnúning á hinum kunna ekki-titli án titils. „Stundum er ansi erfitt að gefa instrumental tónlist einhver nöfn því það getur afbakað það sem þú ert að meina með músíkinni eða þú getur viljandi afbakað það,“ segir Magnús. Stundum komi svo lagaheitin ein- faldlega ekki til hans. Og lagaheitin eru æði forvitnileg á plötunni og má sem dæmi nefna „Bergur Þórisson“, „Clean Teeth“ og „Umboðsmaður almættisins“. Hvað „Án tillits“ varðar segir Magn- ús að hann vilji ekki mata fólk með sínum vangaveltum um titilinn eða aðra lagatitla. Fólk verði að fá sitt svigrúm til túlkunar. Tvö lög eru nefnd í höfuðið á vinum Magnúsar, þ.e. Bergi Þórissyni og Tuma Magn- ússyni, og lögin því í raun tileinkuð þeim. Og titlarnir geta komið víða að, að sögn Magnúsar, t.d. við lestur á viðtölum við listamenn. Hann hafi gaman af því að finna lögum sínum titla. Skýrari djassplata Í tilkynningu er talað um draum- kenndan og lágstemmdan heim tón- listarmannanna tveggja á plötunni en þó verður seint sagt að öll lögin séu lágstemmd. Magnús segir plöt- una þó á heildina litið frekar lág- stemmda, þó stundum æsist leikar á bassanum og flyglinum. Hann bendir á að platan sé djass- plata og það skýrari djassplata en sú síðasta sem hann sendi frá sér, Without Listening. „Á þeirri plötu var ég að vinna með trommur og saxófón, Magnúsi Trygvasyni Elias- sen og Tuma Magnússyni, og þar er sömuleiðis meiri elektróník og ambi- ent lög og hitt og þetta. En eðli þess- ara tveggja hljóðfæra, bassans og píanósins, og þessa tungutaks tón- listarinnar sem við erum að fást við er miklu meira djass eða skýrari djass. Þegar maður er búinn að taka afstöðu til þess er auðveldara að leyfa sér að vera með sólókafla hér og þar og einstaka fríkafla þar sem kannski er ákveðið að við leysum þetta upp í frjálsri impróvísasjón eða tónalíteti,“ segir Magnús. Algórytmískt listaverk Hann segir að lokum að vínilút- gáfan verði mjög vegleg og bendir á myndina á umslaginu. Í fyrstu virð- ast þar vera rætur eða plöntur sem vaxa út úr titlum laganna en það er mun flóknara en svo. Magnús segir að Halldór Eldjárn, tónlistar- og myndlistarmaður, hafi hannað um- slagið og listaverkið sem prýðir það. „Hann hannaði algóryþma sem hlustar á öll lögin og teiknar grein fyrir hvert lag. Í hvert sinn sem hann keyrir kóðann þá kemur grein- in aldrei eins. Þannig að kóverið á netinu verður „inner sleeve“ á vínil- plötunni, umslag með gati í miðjunni og þá sérðu hálft „inner sleeve-ið“ og allar greinarnar og það verða þá 250 mismunandi eintök af umslaginu og greinunum,“ útskýrir Magnús. Metnaðarfull útgáfa það enda vand- að til í alla staði. Samstilltir Skúli og Magnús ná vel saman á tónlistarsviðinu. Svigrúm til túlkunar Algrími Umslag plötunnar. - Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson gefa út Án tillits - Magnús segir heiður að gefa út plötu með Skúla sem leiðbeindi honum í tónlistarnámi - Platan var tekin upp á einum degi í Sundlauginni Ljósmynd/Dóra Dúna Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason opnar kl. 16 í dag, fimmtudag, sýninguna Yfirgefin list í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Guð- mundur hefur áður vakið athygli með því að skilja verk sín eftir á víðavangi en það er mikilvægur þáttur verksins sem sjá má á þess- ari sýningu og er gjörningur sem Guðmundur hófst handa við fyrir rúmu ári, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ég er hrifinn af hugmyndinni um að listin fari heilan hring, komi aftur heim. Sérstaklega vegna þess að viðfangsefnið er eyðibýli, og mér finnst sem ég sé að gefa þeim einhvers konar líf aftur, að ég sé að gefa þeim nýjan tilgang. Og nú fer verkið aftur í heilan hring og end- ar uppi á hvítum gallerívegg,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningu. Segir að þannig séu eyðibýli í verkum hans ekki myndir af húsum heldur fólki, á mörkum fortíðar og nútíðar; fólki sem sé horfið á braut og eftir standi spurningar sem sé ósvarað um líf þess, dauða og hvers vegna enginn hafi tekið við búinu. „Er nútímafólk, rétt eins og yfir- gefnu húsin, tóm ílát sem andinn hefur yfirgefið?“ er spurt. Guðmundur notar útrunnar pol- aroid-flysju-filmur (e. peel-apart) sem hann handvinnur með spilli- efnum. Filmurnar eru síðan skann- aðar og enda sem stafrænt prent á álplötum. Sýninguni lýkur 30. jan- úar. Eyðibýli Eitt af verkum Guðmundar á sýn- ingunni í Skotinu sem opnuð verður í dag. Yfirgefin list Guðmundar Óla í Skotinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.