Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Metfjöldi smita greindist á miðviku-
dag eða 494, þar af 51 smit á landa-
mærunum. Áður höfðu mest greinst
286 smit innanlands á mánudag.
Um 70% smita sem nú greinast eru
af Ómíkron-afbrigðinu. Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir
Reynisson yfirlögregluþjónn og
Alma D. Möller landlæknir voru á
upplýsingafundi almannavarna í
gær en síðast var slíkur upplýsinga-
fundur haldinn í byrjun nóvember.
„Mikil þreyta og uppgjöf“
„Það er ljóst að mikil þreyta og
uppgjöf er komin í nánast alla í
samfélaginu gagnvart Covid-19 en
við megum ekki láta það draga úr
okkur þrek og þor,“ sagði Þórólfur
á fundinum og lagði áherslu á að
með þriðju bólusetningunni væri
hægt að hamla útbreiðslu veir-
unnar.
Víðir líkti baráttunni við kórónu-
veiruna við átök Íslendinga við nátt-
úruhamfarir. Ekki þýddi að svekkja
sig á því þótt það héldi áfram að
gjósa heldur bregðast við stöðunni.
Hann sagði að boðið hefði verið upp
á köku á Veðurstofu Íslands þegar
gosinu lauk í Geldingadölum en
núna, skömmu síðar, væru líkur á
að gos hæfist aftur. „Það er enginn
fyrirsjáanleiki,“ sagði hann. „Við
erum mjög góð sem samfélag að
takast á við slík verkefni.“
Staðan á spítalanum þung
Þórólfur sagði Ómíkron-afbrigðið
smitast mun meira og hraðar en
önnur afbrigði en sjúkdóms-
einkennin væru svipuð og áður. Þó
væru vísbendingar uppi um að al-
varleg einkenni væru fátíðari. Hann
sagði að flestir sem hefðu greinst
með afbrigðið í Danmörku væru
ungt, fullfrískt og fullbólusett fólk.
Hugsanlegt væri að staðan breyttist
ef smit greindust í auknum mæli
hjá viðkvæmum hópum.
Í ljósi mikillar smithæfni Ómík-
ron og hraðari útbreiðslu gæti álag-
ið á spítalakerfið orðið mikið hér-
lendis með alvarlegum einkennum.
Alma sagði álagið á spítalanum
hafa verið mikið um langt skeið, þar
væri ekki einungis Covid-19 um að
kenna. Hún nefndi þreytu starfs-
fólks Landspítalans vegna glím-
unnar við kórónuveiruna. Það hefði
þolað álagið vel framan af en núna
hefði það verið í eldlínunni í tvö ár.
Hún sagði allt upp í 20% hafa hætt í
öðrum löndum vegna álags og þess
vegna þyrfti að fletja kúrfuna og
gera starfsfólki hérlendis kleift að
ráða við verkefnið.
Þá nefndi Alma að allar legu-
deildir nema Covid-smitsjúkdóma-
deildina væru fullar, mikið væri að
gera á gjörgæsludeildum og álag á
bráðamóttökunni hefði verið mikið.
Hún sagði að þrátt fyrir að
stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir opn-
un 130 legurýma, hjúkrunarrýmum
hefði fjölgað um 140 frá því að far-
aldurinn hófst og dagdvalarrýmum
um 53, heimaþjónusta hefði aukist
og verið væri að opna hágæslurými
væri staðan þung á Landspít-
alanum. „Þess vegna höfum við
áhyggjur af þessari stóru bylgju af
Ómíkron,“ sagði hún og kvaðst ótt-
ast að ef smitin yrðu mörg þyrftu
mun fleiri að leggjast inn.
Þýðir ekki að svekkja sig
þótt haldi áfram að gjósa
- Metfjöldi smita á miðvikudag - 70% smita Ómíkron
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
206
443
9
24
32
154
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Fjöldi innanlandssmita og innlagna
á LSHmeðCovid-19 frá 1. júlí
443 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSH
með staðfest Covid-19 smit
2.622 erumeð virkt smit
og í einangrun
3.159 einstaklingar
eru í sóttkví
9 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Búast má við því að meira en fjórfalt
fleiri eyði jólunum á farsóttarhúsi í
kvöld, aðfangadagskvöld, en gerðu
síðustu jól. Vel á þriðja þúsund eru
nú smitaðir af kórónuveirunni.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónar-
maður farsóttarhúsa Rauða kross-
ins, var önnum kafinn þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær,
Þorláksmessu.
„Já, það er mikið að gera. Nú eru
hjá okkur 190 gestir og öll hótel að
verða full,“ sagði Gylfi síðdegis í gær
en alls greindust 494 smit innan-
lands og á landamærum í fyrradag.
„Við verðum að reyna að þreyja
þorrann, allavega þar til milli jóla og
nýárs, sjá hvað gerist. Það er ekki
hlaupið að því að opna hótel núna,
þau eru öll full af ferðamönnum yfir
jólin.“
Almennt sækja um 10 prósent
þeirra sem greinast smitaðir um vist
á farsóttarhúsi, sú tala hafi aftur á
móti hækkað örlítið í aðdraganda
jóla. Því má búast við að verulega
bætist í hópinn í dag líkt og í gær og
ljóst að jólin verða annasöm.
Tveir starfsmenn verða á hverju
hóteli á höfuðborgarsvæðinu í kvöld,
aðfangadagskvöld, og einn á Akur-
eyri. „Svo verð ég hlaupandi á milli
hótelanna hér á höfuðborgarsvæð-
inu,“ sagði Gylfi en í fyrra dugði að
hann væri einn á vakt þar sem aðeins
var um að ræða um það bil 50 gesti.
Þá var lambalæri í jólamatinn en
Gylfi sagðist óviss, spurður út í mat-
inn í ár, þar sem Fosshótel sjá um
matarmál. „Það verður eitthvað gott
en þó þannig að allir geti borðað.“
Reyna að hagræða
„Það er alltaf best fyrir fólk að
vera heima og hérna á í rauninni
bara að vera fólk sem getur alls ekki
verið annars staðar.“ Ljóst sé að
miklu fleiri séu á leið inn á farsótt-
arhúsin en á útleið. „Því miður,“
sagði Gylfi, en um 30 manns hafa
bæst í hópinn daglega síðustu þrjá
daga. „Nú er staðan sú að við höfum
ekkert það mörg herbergi til þess að
notast við, þau eru að verða uppurin,
og þá þurfum við að vera harðari á
því að velja inn hverjir koma og
hverjir ekki.“ Fólk sem kemur af
sama heimili fer saman í herbergi og
mælst er til þess að vinir séu einnig
saman. „Það er vel þegið en við neyð-
um enga saman í herbergi.“
Morgunblaðið/Eggert
Hótel Búist er við að um fjórfalt fleiri dvelji á farsóttarhúsi þessi jólin en
jólin í fyrra. Sjö starfsmenn standa vaktina auk Gylfa.
Klukkan slær sex
á farsóttarhúsum
- Átta á vakt og um tvö hundruð gestir
Miðflokkurinn sendir landsmönnum
öllum hugheilar óskir um
gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Öllum tónleikum og leiksýningum
helstu sviðslistahúsa landsins sem
áttu að vera um jólin hefur verið af-
lýst. Í sameiginlegri tilkynningu frá
sviðslistastofnununum segir að
ómögulegt sé að halda þá viðburði
sem átti að halda yfir jólin í ljósi
gildandi takmarkana. Enn sé óljóst
hvort leiksýningum og tónleikum
verður fram haldið á fyrstu dögum
nýs árs.
„Það hryggir starfsfólk þessara
menningarhúsa mjög að geta ekki
mætt gestum sínum á fyrirhug-
uðum viðburðum enda er bæði há-
tíðlegt og gefandi að njóta leiksýn-
inga og tónleika yfir hátíðarnar,“
segir í tilkynningunni.
Tónleikum og leiksýningum aflýst