Morgunblaðið - 24.12.2021, Page 40

Morgunblaðið - 24.12.2021, Page 40
DURANCE JÓLAILMUR 2021 MODULAX HÆGINDA- STÓLAR RAFSTILLANLEGIR HLEÐSLUSTÓLAR – FALLEG HÖNNUN OG ÞÆGINDI STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI FULLKOMIN ÞÆGINDI um jólin Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Björn Steinar Sól- bergsson, organisti í Hallgrímskirkju, kem- ur fram á orgeltón- leikum í kirkjunni á öðrum degi jóla, 26. desember, klukkan 17. Á tónleikunum leikur hann ýmis hátíðleg og falleg verk eftir Jo- hann Sebastian Bach (1685-1750) og frönsk tónskáld. Eftir Bach leikur Björn „Prelúdíu, andante og fúgu í G-dúr BWV 541“ og „Pastorale BWV 590“. Einnig hljóma verk eftir Lou- is Claude D’Aquin (1694-1772) og Alexandre Guilmant (1837-1911). Miðar fást við inngang og á tix.is. Björn Steinar heldur orgeltónleika í Hallgrímskirkju á öðrum degi jóla FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Við náum að búa til ótrúlega marga góða leikmenn og það skilur þetta enginn í heiminum. Ég fæ mjög oft þessa spurningu: Hvernig getið þið verið meira eða minna inni á stórmótunum?“ segir Guðmundur Þ. Guð- mundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik. »32 Enginn í heiminum skilur þetta ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknar- prestur í Digranes- og Hjalla- prestakalli í Kópavogi, er 61 árs í dag og heldur ekki upp á það sér- staklega, ekki frekar en áður. Hann hefur verið í sóttkví alla vikuna, á tíma í PCR-próf fyrir hádegi, gerir ráð fyrir að vera ósmitaður og fer þá í kirkjuna rétt fyrir klukkan sex. „Börnin okkar tvö koma venju- lega syngjandi inn í svefnherbergið, vekja mig og færa mér gjöf í rúmið, en ég á hvorki von á gestum né mörgum í kirkjuna vegna ástands- ins og messan verður í styttra lagi.“ Gunnar segir að í seinni tíð hafi eiginkonan, Þóra Margrét Þórarins- dóttir, haft heitt kakó og smákökur á borðum og vinir og vandamenn lit- ið inn áður en hann fari til messu. „Ég vinn alltaf á afmælisdegi mínum,“ leggur hann áherslu á. Móðir sín hafi reynt að halda upp á afmælið á öðrum degi en það hafi mislukkast. „Það kom ekki að sök því ég hafði það fram yfir vinina að ég fékk afmælisgjafirnar að morgni og jólagjafirnar að kvöldi; ef ég fékk mjúkan pakka í afmælisgjöf vissi ég að ég fengi harðan pakka um kvöld- ið.“ Blíðustu bangsar Frítími Gunnars fer að mestu í hlutina í dótakassanum, sem hann kallar svo; fornbílana, vélhjólin og lóðin, að ónefndum veiðigræjunum. „Allt hefur sinn tíma, eins og segir í Prédikaranum í hinni helgu bók,“ segir Gunnar og vísar til þess að tími hjólanna og fornbílanna sé á sumrin, skotveiðin sé á haustin, en dytta þurfi að hlutunum á veturna. Hann sigraði í keppninni „Sterk- asti prestur í heimi“ 2004, lyfti sam- tals 510 kg í réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu, og varði titilinn 2008 með 600 kg í samanlögðu, en síðan hefur enginn áskorandi boðið sig fram. „Ég er mjög áhugasamur um kraftlyftingar og þær eru hin besta heilsubót fyrir almenning,“ segir prestur. Frá því skömmu eftir aldamót hefur Gunnar verið með sérstaka messu á öðrum degi hvítasunnu fyr- ir vélhjólafólk og hafa færri komist að en vilja. Formið hefur vakið at- hygli og kynnti hann það sérstak- lega í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum. „Í kjölfarið stofnaði vélhjóla- fólkið sérstakan söfnuð til að þjóna fólki sem er á götunni. Enn ein sönnun þess að útlitið segir ekki til um hvernig menn eru innrættir. Stærstu og öflugustu kraftlyftinga- mennirnir og vélhjólamenn tattóver- aðir upp undir hvirfil og með hringa hér og þar eru blíðustu bangsar.“ Gunnar fékk slæman sólsting í fríi á Spáni 1989 og var ráðlagt að vera með eitthvað á höfðinu til að verja skallann. Því hefur hann gengið með hatt síðan. „Ég þarf aldrei að vera með regnhlíf því hattbörðin leiða rigninguna fram hjá hálsmálinu. Það kemur sér oft vel og ekki síst í kirkjugörðum.“ Í fyrra spurði Þóra mann sinn hvað hann vildi gera í tilefni 60 ára afmælisins. „Mig langar til að messa,“ svaraði Gunnar. „Gleði mín á þessum degi felst í morgunstund- inni með eiginkonu og börnum – mér þykir óskaplega vænt um hana – og að hitta söfnuðinn minn og syngja aftansönginn, gantast aðeins við hann í jólaræðunni og heyra hlátur og gleði í kirkjunni. Þetta eru mínar tvær stærstu gjafir, að finna gleðina í aðfangadegi, sem við Jesús höfum deilt frá fæðingu minni.“ Gleðin í aðfangadegi - Séra Gunnar Sigurjónsson hefur í nógu að snúast Morgunblaðið/Eggert Afmælisbarnið Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digraneskirkju í Kópavogi. Í dótakassanum Gunnar á m.a. Chevrolet Silverado pickup árgerð 1978 og að undanförnu hefur hann verið að gera vélina upp og pússa vélarrúmið. Í baksýn er annar bandarískur fornbíll, Camaro árgerð 1967.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.