Saga - 2013, Blaðsíða 20
neitaði því að hafa fengið nokkra vitneskju um Sorge í yfirheyrsl-
unum. Gaf hann þá einu skýringu á handtöku sinni að Þjóðverjar
hefðu ranglega talið hann hafa þagað yfir mikilvægum atriðum í
skýrslu sinni yfir Säre.30 Eistar, sem unnu í fangelsinu eða tengdust
öryggislögreglunni á einhvern hátt, héldu því hins vegar fram eftir
stríð að Mikson hefði framið alvarleg brot í starfi. Sumir nefndu að
hann hefði tekið ófrjálsri hendi gull og önnur verðmæti þeirra sem
handteknir voru. Aðrir gerðu að aðalatriði að hann hefði framið
ódæðisverk gegn kommúnistum og/eða gyðingum, þar á meðal
morð, án leyfis þýska hernámsliðsins.31 Aðrar ástæður kunna því að
hafa legið að baki handtöku hans.
Skömmu eftir handtöku Miksons var Lepik sjálfur handtekinn
fyrir þjófnað og ódæðisverk og var tekinn af lífi árið 1942. Mikson
var hins vegar dæmdur í þriggja ára þrælkunarbúðir. Meðan á fang-
elsisvist hans stóð voru athafnir hans sem foringja Omakaitse-hreyf-
ingarinnar sérstaklega rannsakaðar, en skýrslur um hann frá þess-
um tíma hafa glatast.32 Mikson var í einangrunarvist í fangelsinu
fram í desember 1942. Eftir það var hann fluttur í almenningsklefa
og vann í bókasafni fangelsisins. Mikson var látinn laus í september
1943 eftir tæplega tveggja ára fangelsisvist. Fram komu ásakanir
eftir síðari heimsstyrjöld um að Mikson hefði gerst uppljóstrari
Þjóðverja í fangelsinu og látið yfirstjórn þess í té upplýsingar um
aðra fanga.33 Mikson minnist aftur á móti ekki á það í ævisögu sinni.
valur ingimundarson18
setti breski rithöfundurinn Chapman Pincher fram þá kenningu að Sorge kynni
að hafa verið Richard Hollis, fyrrverandi yfirmaður bresku gagnnjósnaþjónust-
unnar MI5, en sumir starfsbræður hans höfðu grunað hann um að vera sovésk-
ur njósnari. Þáverandi forsætisráðherra Bret lands, Margrét Thatcher, lýsti því
yfir að ekki hefði verið unnt að sanna ásakanirnar og því hefði hann verið látinn
njóta vafans. Gögn frá Chapman Pincher í vörslu höfundar.
30 Sjá Einar Sanden Úr eldinum til Íslands, bls. 140–141.
31 Landesarchiv Baden-Württemberg — Staatsarchiv Ludwigsburg [skjalasafn
sambandslandsins Baden-Württemberg], Bestand EL 317III Bue 782, vitnisburðir
Ewald Piirisild, 3. október 1968, og Karl Toom, 12. nóvember 1968; skjalasafn
ríkis saksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 40.30.2, gögn sænskra innflytjenda -
yfirvalda, vitnisburðir Uno Richard Andrussen, 27. október 1944 og Eik Varep, 2.
mars 1945 í Svíþjóð; sama heimild, mál Eðvalds Hinrikssonar, 10.50, 2, 3., vitnis -
burðir byggðir á yfirheyrslum KGB í tengslum við réttarhöld yfir stríðsglæpa-
mönnum í Eistlandi 1961 sem Simon Wiesenthal-stofnunin aflaði.
32 Bréf. Estonian Foundation for the Investigation of Crimes Against Humanity
(Meelis Maripuu) til Vals Ingimundarsonar 24. september 2004.
33 Sama heimild.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 18