Saga - 2013, Blaðsíða 61
að ná sömu réttindum og karlar án þess að gefa upp á bátinn sitt kven-
lega sjálf? Gátu þær með reynslu sína sem konur í líkama konu nokk-
urn tíma gert tilkall til þess að verða fulltrúar hins almenna?12
Klemmu þessa fangar hún með eftirfarandi orðum:
Þverstæðurnar hrönnuðust upp og umkringdu kvenréttindakonurnar. Þær
neituðu að vera konur samkvæmt þeim forsendum sem samfélagið bauð þeim
upp á, en á sama tíma vildu þær verða fulltrúar kvenna einmitt á þeim for-
sendum … Þær vildu jafnrétti en um leið virðingu fyrir þeim mismun sem
þær sjálfar álitu mikilvægan.13
1917: Opinberar nefndir — sérstöðurök sem brugðust
Íslenskar kvenréttindakonur voru í ham árið 1917. Kvenréttinda -
hreyfingin einkenndist af miklum baráttuanda á þessum árum en
íslenskar konur höfðu fengið rétt til náms, styrkja og embætta árið
1911. Þegar kosningarétturinn fékkst þessu til viðbótar, árið 1915
(fyrir konur 40 ára og eldri), ríkti mikil bjartsýni í herbúðum kven-
réttindakvenna. „Þannig erum vér, íslenzkar konur, lagalega rétt-
hæstar allra kvenna í víðri veröld“ eins og Inga Lára Lárusdóttir rit-
stjóri 19. júní skrifaði í fyrsta tölublaði ritsins árið 1917.14 Það áraði
„færar konur“ 59
12 Gro Hagemann, Feminisme og historieskriving. Inntrykk fra en reise (Ósló: Uni -
versitetsforlaget 2003), bls. 138.
13 Gro Hagemann, Feminisme og historieskriving, bls. 138. [Leturbr. höfunda]
14 Til samanburðar má nefna að í Danmörku fengu konur t.d. aðgang að
háskólanámi, fyrir utan nám í guðfræði, árið 1875. Rétt til „lægri lagalegra
embætta fengu danskar konur árið 1908“, en árið 1921 var aflétt öllum tak-
mörkunum af aðgangi kvenna að vinnumarkaðnum ef frá eru talin prestsem-
bætti og her. Í Noregi var konum opnaður aðgangur að háskólanámi árið 1884.
Fyrstu hindruninni að opinberum embættum var rutt úr vegi árið 1896, þegar
konur fengu rétt til að starfa við „æðri skóla“ og gerast t.d. rektorar eða
yfirkennarar, og síðustu hindruninni síðan árið 1901. Árið 1904 öðluðust
norskar konur rétt til að starfa sem málflutningsmenn og lögfræðingar og 1912
fengu þær almennan rétt til embætta ef frá voru talin embætti í ríkisráðinu,
utanríkisþjónustu, her og kirkju. Banninu við aðgangi kvenna að embættum á
þremur fyrstu sviðunum var aflétt árið 1938 og 1956 féll síðasta vígið, er þær
fengu aðgang að prestsembættum. Af þessu má ráða að setja verður ákveðinn
fyrirvara við þann samanburð sem Inga Lára Lárusdóttir gerir milli Íslands og
annarra landa, er hún segir að íslenskar konur séu „lagalega rétthæstar allra
kvenna í víðri veröld“. Taka þarf tillit til þjóðfélagsaðstæðna, möguleika til
menntunar o.s.frv. Fyrsta konan opnaði t.d. lögfræðistofu í Noregi árið 1904
en á Íslandi lauk fyrsti kvenlögfræðingurinn embættisprófi árið 1935. Sjá Vef.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 59