Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 135

Saga - 2013, Blaðsíða 135
hafi reynt að ögra henni hafi líka staðið um hana vörð.11 Þessi vandi birtist hvað skýrast við rannsóknir fornleifafræðinga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en markmiðið með þeim hefur gjarnan verið að sanna eða afsanna þá opinberu sögu sem hefur verið túlkuð sam- kvæmt rituðum heimildum um landnám Íslands. Hún er öxullinn sem allt snýst um. Sífellt er verið að sannreyna uppruna Íslendinga eða kanna með aldursgreiningum hvort landið hafi verið numið árið 874 eða ekki.12 Þá bendir Þóra réttilega á það í grein sinni að fornleifarnar séu eins konar subaltern í hinni opinberu sögu.13 Kenningar um subaltern eru sprottnar úr kjarna síðnýlendustefnu og vísa til þess sem er á jaðrinum og stendur utan ríkjandi (hegemonic) viðhorfa. Hér er ekki beinlínis átt við minnihlutahópa heldur fremur þá sem hljóta ekki áheyrn innan opinberrar söguskoðunar og orðræðu.14 Forn leifar eru þannig, í skilningi kenninga um subaltern, ekki álitnar fyllilega trú- verðug gögn við mótun sögulegrar þekkingar því þær segi umfram annað sögu þess sem er á jaðrinum, varpi ljósi á hversdaginn og myndi þess vegna ekki endilega vörður í hinni opinberu sögu. Þær afhjúpa jú oftar en ekki gleymskuna í sögu þjóðarinnar og það sem er síður eftirsóknarvert að muna. Ritaðar heimildir, eins og þær sem varðveittar eru í Fornbréfasafni, lagabálkum og úttektum hvers kon- ar, eru á hinn bóginn einskonar stjórnsýsluheimildir og opinber gögn — hin opinbera saga: þjóðarsagan. Er ekki Íslendingabók Ara einmitt fyrst og fremst stjórnsýsluheimild sem var samin fyrir opin- bera stofnun? Fornleifarannsóknin á Skriðuklaustri varpar ágætu ljósi á hug- myndina um fornleifar sem subaltern. Töluvert er varðveitt af lyfjaglas eða lyfseðill? 133 11 Þóra Pétursdóttir, „Small Things Forgotten Now Included, or What Else Do Things Deserve?“ International Journal of Historical Archaeology 16 (2012), bls. 589. 12 Sjá t.d. Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson og Árni Einarsson, Reykjavík 871 +/- 2: landnámssýningin. Ritstj. Bryndís Sverrisdóttir (Reykjavík án árs); Vala Garðarsdóttir, „Alþingisreiturinn. Upphaf landnáms í Reykjavík,“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2011 (2011), bls. 5–45. 13 Þóra Pétursdóttir, „Small Things Forgotten Now Included, or What Else Do Things Deserve?“, bls. 585. 14 Sjá nánar Edward Said, Orientalism, (New York: Vintage Books 1979); Gayatri C. Spivak, „Can the Subaltern Speak?“ Marxism and the Interpretation of Culture. Ritstj. Gary Nelson og Lawrens Grossberg (Champaign: University of Illinois Press 1988), bls. 271–313. Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.