Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 196

Saga - 2013, Blaðsíða 196
háskólans var þannig augljóslega liður í sköpun íslenskrar „þjóðarímynd- ar“. Guðmundur sýnir þó líka glöggt að framan af var háskólinn langt frá því að geta talist þjóðskóli í þeim skilningi að allir landsmenn ættu í reynd jafnan aðgang að honum. Fyrsta starfsár skólans voru nemendur innan við 50; það ár voru tvítugir Íslendingar nær 1500 talsins. Eins og vænta mátti var þarna tæplega um þversnið af þjóðinni að ræða, enda voru börn ein- staklinga úr neðri lögum samfélagsins fá meðal háskólanema í samanburði við fjölda landsmanna sem tilheyrðu þeim þjóðfélagshópum. Raunar kom mér þó á óvart hversu margir háskólanemar komu úr verkamanna- eða iðn - aðarmannastétt fyrstu starfsárin: 15% allra háskólanema 1926 og 30% allra háskólanema 1961 (bls. 183 og 238). Í umfjöllun um þjóðfélagsuppruna háskólanema sakna ég þess að fjallað sé um möguleg áhrif þess að nokkur hópur íslenskra námsmanna hefur farið í nám til útlanda. Telja verður lík- legt að börn úr efri lögum samfélagsins hafi í meira mæli sótt nám til útlanda en börn verkamanna og hlutur nema úr neðri lögum samfélagsins verið að sama skapi hærri við Háskóla Íslands. Það er miður að ekki er fjallað um þjóðfélagsuppruna háskólanema í öðrum og þriðja hluta bókarinnar. Það gefur augaleið að stofnun Lánasjóðs íslenskra námsmanna árið 1952 breytti miklu um aðgengi ólíkra þjóðfélags- hópa að háskólanámi. Það hefði verið athyglisvert að sjá hversu miklu LÍN breytti í reynd og hvernig breytingaferlið leit út. Víst er að háskólanemum fjölgaði umtalsvert eftir að lánasjóðurinn tók til starfa. Árlegur meðalfjöldi háskólanema var rétt um 700 á sjötta áratugnum en vel á annað þúsund í upphafi þess sjöunda. Hlutur kvenna í háskólanámi jókst fremur lítið á þessu tímabili og því má gera ráð fyrir að stéttaprófíllin meðal háskólanema hafi breyst verulega. Þá er lítið fjallað um muninn á Reykjavík og lands- byggðinni þar sem samsetning nemendahóps háskólans er til umfjöllunar. Guðmundur sýnir vissulega að framan af var allnokkur hópur háskólanema börn bænda, en almennt má þó gera ráð fyrir því að ungmenni af lands- byggðinni hafi átt síður greiðan aðgang að háskólanum en þau sem bjuggu í Reykjavík, í það minnsta áður en LÍN kom til sögunnar. Ljóst er að í lok þess tímabils sem er til umfjöllunar í ritinu Aldarsaga Háskóla Íslands var háskólinn í ýmsu tilliti meiri þjóðskóli en hann var í upp- hafi. Eins og fram kemur í lokakafla ritsins voru hvorki meira né minna en 7,5% landsmanna hluti af starfi skólans — sem námsmenn, akademískir starfsmenn eða í öðrum störfum við skólann. En hvort hugmyndafræðin um að bæta árangur skólans, sem birtist m.a. í viðleitni til að koma háskólanum í hóp hundrað bestu háskóla í heimi, fer saman við hugmyndina um þjóðskóla er svo annað mál sem athyglisvert væri að gefa gaum. Ólöf Garðarsdóttir ritdómar194 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.