Saga - 2013, Blaðsíða 195
skil í öðrum hlutanum, og þau Guðmundur og Sigríður kafa bæði talsvert
djúpt í þær hugmyndir sem ríktu um kyn og kyngervi í háskólanum. En ég
sakna þess að Sigríður og Magnús geri því skil hvernig kynjakerfið birtist í
ólíku námsvali kynjanna. Þannig gerir hvorugt þeirra grein fyrir mismun-
andi kynjahalla eftir fræðasviðum. Þótt konur hafi verið hverfandi fáar í
háskólanum fyrstu 50 árin er athyglisvert að þegar um miðja 20. öldina voru
konur orðnar jafnmargar og karlar í heimspekideild (bls. 251). Í umfjöllun
um þetta atriði sýnir Guðmundur glöggt hver viðhorf háskólayfirvalda
voru til fjölgunar kvenna í þessari ört vaxandi deild háskólans, en í umfjöll-
un um nýjungar í námskipan á fimmta áratugnum var því fleygt að réttara
væri að kalla BA-námið í heimspekideild BH, þ.e. biðsal hjónabandsins (bls.
217). Það er mikill galli á ritinu að þar skuli ekki vera upplýsingar um það
hvernig og hvenær konur hösluðu sér völl á öðrum fræðasviðum háskólans.
Þetta á raunar ekki einungis við um nemendur heldur einnig um kennara;
langítarlegasta greiningin á kennarahópi háskólans er í fyrsta hluta ritsins
(bls. 136–142 og 226–232), en á því tímabili var engin kona í hópi fastráðinna
kennara við háskólann. Guðmundur sýnir hvernig markvisst var gengið
fram hjá konu í starf dósents við læknadeild á fimmtíu ára afmæli háskól-
ans (bls. 232). Sigríður gerir grein fyrir brautryðjendum í hópi kvenkennara
við skólann (bls. 434), en það er miður hve lítið er fjallað um samsetningu
kennarahópsins í öðrum og þriðja hluta ritsins.
Í öllum hlutum bókarinnar er að finna athyglisverða nálgun að við -
fangs efninu. Í allmörgum tilvikum hefði mátt brúa bil milli hlutanna þriggja
með hugtökum sem beitt er í einstökum hlutum þess. Hér má nefna hug-
takið bóknámsrek sem Magnús beitir, en hugtakið hefði ekki síður átt heima
í öðrum hluta verksins þar sem fjallað er um það hvernig nám fjölmennra
starfsstétta á borð við kennara og hjúkrunarfræðinga færðist upp á háskóla-
stig. Þá sakna ég þess að fjallað sé um tengsl hagþróunar og menntunar í
þriðja hluta ritsins, en full ástæða hefði verið til að skoða þær breytingar
sem urðu innan háskólans á þessu blómaskeiði nýfrjálshyggjunnar í ljósi
kenninga um umrædd tengsl hagvaxtar og menntunar.
Þjóðskóli er þó það hugtak sem best hefði hentað til að byggja brýr milli
ólíkra hluta ritsins. Þjóðskólahugtakið kemur, eins Guðmundur bendir á,
fyrst fram hjá Jóni Sigurðssyni og þótt ljóst sé að hann vísaði með hugtak-
inu ekki einungis til háskóla, í umfjöllun sinni um uppbyggingu mennta-
kerfis á Íslandi, fylgdi hugtakið orðræðunni um háskólann frá upphafi. Í
umfjöllun sinni um Háskóla Íslands sem þjóðskóla bendir Guðmundur á að
í upphafi menntaði háskólinn nánast alla embættismenn þjóðarinnar. Að
því leyti væri þó ef til vill réttara að segja að háskólinn hafi verið þjóðríkis-
skóli, eins og Guðmundur kemur að í lokakafla fyrsta hluta bókarinnar. Það
má líka halda því fram að háskólinn hafi til að byrja með getað talist
„þjóðernisskóli“, en framan af og jafnvel fram yfir 50 ára afmælið er óhætt
að segja að háskólinn hafi verið táknmynd íslensks þjóðernis. Stofnun
ritdómar 193
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 193