Saga - 2013, Blaðsíða 116
Gufudal, hlaut goði af Snæfellsnesi eða úr Dölum að standa sterkt
gagnvart vestfirskum keppinautum og er þá helst að nefna Vatns -
firðinga við Djúp. Hér munu sæbrautir hafa þótt greiðari en land-
leiðir.
Um Þórð Sturluson og völd hans við Breiðafjörð
Upphaf valda
Þórður Sturluson bjó á Staðarstað árið 1188 en hafði bú á Öndurðar-
eyri (eða Eyri, nú Hallbjarnareyri ) við Breiðafjörð, þar sem hann hélt
sig iðulega. (Sjá 2. og 4. mynd). Fyrir 1218 hélt Þórður bæði búin, á
Stað og Eyri. Þegar Hrafn Sveinbjarnarson, á Eyri í Arnarfirði, hafði
verið drepinn 1213 var Þórður tekinn til gerðar um málið og hafði
áður verið tekinn til gerðar um málefni andstæðinganna, Þorvalds í
Vatnsfirði og Hrafns, allt frá 1210. Það segir töluvert um mikilvæga
pólitíska stöðu Þórðar og varpar ljósi á hversu hentugt gat verið að
búa á Öndurðareyri og halda tengslum yfir fjörðinn. Hér skal eink-
um reynt að varpa ljósi á stöðu Þórðar í Barðastrandarsýslu, sem svo
var nefnd síðar, en um leið verður gerð grein fyrir því hvernig hann
varð voldugastur allra höfðingja við Breiðafjörð.
Þórður fór með Þórsnesingagoðorð og seta á Staðarstað mun
kannski hafa valdið að hann sóttist nokkuð eftir völdum í Borgar -
firði um skeið. En það aftraði honum ekki frá að skipta sér af mál-
um norðan Breiðafjarðar og má glöggt sjá að völd hlóðust undir
hann um 1200. Þórður fékk Staðarstað til ábúðar og hlaut hálft
Þórsnesingagoðorð 1188, eða svo, en Sighvatur, bróðir hans, fór að
búa á Staðarhóli í Saurbæ 1191. Er það vísbending um uppgang
Sturlunga að Sighvatur skyldi búa á sjálfu óðali Þorgils Oddasonar
og Einars sonar hans sem lést sex árum fyrr. Árið 1197 eða 1198
urðu svo þau tíðindi að Þorgils prestur Snorrason á Skarði fékk
Þórði þann helming Þórsnesingagoðorðs sem hann fór ekki með.59
Á sama tíma fluttist Sighvatur í Hjarðarholt og skömmu síðar að
Sauðafelli. Hug myndin var sjálfsagt sú að Þórður skyldi taka við í
Saurbænum sem helsti goði þar um slóðir. Hér var lagður grunnur
að því að Þórður yrði langvoldugastur allra manna við Breiðafjörð.
Deilur Þorvalds og Hrafns og gerðardómar hafa sjálfsagt verið hon-
um til framdráttar, styrkt stöðu hans í Barðastrandarsýslu. Þó er að
sjá að staða Hrafns hafi verið sterk á sjálfri Barðaströnd.
helgi þorláksson114
59 Sturlunga saga I, bls. 235.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 114