Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 171

Saga - 2013, Blaðsíða 171
Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit, Ð ÆVISAGA. Crymogea. Reykjavík 2012. 199 bls. Myndir og heimildaskrá, mynda- og nafnaskrá. Bókstafurinn ð táknar raddað tannmælt önghljóð [ð] sem kallast á við óraddað [θ], sem skrifað er þ. Tungubroddurinn fer upp að tönnunum og þrengir að loftstraumi úr lungum sem myndar hljóðin. Lokað er fyrir nef- göngin og allt loftið fer út um munninn. Munurinn á þessum tveimur hljóðum er sá einn að við röddun titra raddböndin lítillega og fyrir vikið er hljóðið oftast veikara. Hljóðin tvö valda hins vegar ekki merkingarmun á sama hátt og til dæmis bókstafirnir f og v (ferð/verð), heldur er [θ] eiginlega alltaf að finna í upphafi orða og [ð] inni í þeim miðjum eða í lokin, en aldrei fremst (Kristján Árnason, Hljóð. Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Íslensk tunga 1. Reykjavík: Almenna bókafélagið 2005, bls. 47, 154, 158, 170, 172; sjá einnig Bruno Kress, Die Laute des modernen Isländischen. Berlín: Institut für Lautforschung 1937, bls. 104–108). Fyrir vikið er óheppilegt að bókstafurinn ð skuli að forminu til taka mið af bókstafnum d sem táknar allt annað hljóð, sem er ófráblásið, óraddað tannbergsmælt lokhljóð [d] sem kallast á við fráblásið [t] (sjá Kristján Árnason, Hljóð, bls. 27, 154, 158, 166–167). Við þetta bætist að sjálfur bókstafurinn ð er örðugur í útfærslu. Nógu strembið er að þurfa að setja þverstrik í hálegginn og enn verra að leggurinn hallar til vinstri, sem er andstætt lögmálum latínuskriftar. Hönnunarvandi þessi er kveikjan að þeirri fallegu og læsilegu bók sem hér er til umfjöllunar, þótt ekki sé það nefnt fyrr en í eftirmála: „Stafurinn stingur í stúf“ (bls. 182). Höfundarnir — þrír grafískir hönnuðir og einn sagnfræðingur — tóku sér því fyrir hendur að skrifa ævisögu „fagursveigða ð-sins“ út frá þeirri forsendu að hún sé „ævintýraleg og fáum kunn“, eins og segir á bókarkápu. Áhugavakar í upphafi eru vel valdir og skemmti legir, einkum frásögn af legsteini Sigurðar Guðmundssonar málara árið 1877 og plötuumslagi poppstjörnunnar Michaels Jacksons 110 árum síðar (bls. 7–13). Lesandi vill meira! Kaflarnir eru síðan fimm, hver þeirra með áherslu á til- tekið æviskeið, ef svo má segja: sá fyrsti um uppruna ð-s í enskri skrift og útbreiðslu þess til Noregs og Íslands á miðöldum (bls. 17–41); annar um notkun bókstafsins á prenti á Englandi á 16. og 17. öld (bls. 43–59); þriðji um Rasmus Christian Rask og baráttu hans fyrir endurupptöku ð-s í íslenskri skrift fyrir miðja 19. öld (bls. 61–110); fjórði um leturgerðir á 20. öld (bls. 113–139) og fimmti um bókstafinn sem tölvutákn (bls. 141–173). Bókin er þægileg aflestrar og einstaka kindarlegt orðalag sleppur fyrir horn og sama á við um aulalega hótfyndni hér og þar. Tvö dæmi um slíkt eru: „hékk útbreiðsla kristninnar í“ (bls. 33) og „samskipti súrnuðu fljótt“ (bls. 45). Sem prentgripur er bókin heldur ekki óaðfinnanleg, þrátt fyrir smekkvísi og sér- lega vönduð vinnubrögð við hönnun og uppsetningu. Textar á myndum eru til að mynda ekki útskýrðir, en það hefði þurft að gera. Þannig skilja fáir ritdómar 169 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.