Saga - 2013, Blaðsíða 112
voru mikil átök milli Vigfúsar og Einars, sonar Ásgríms sem var
héraðshöfðingi á Stað í Steingrímsfirði. Mun það hafa verið valda-
barátta en óljóst um hvað átök stóðu, nánar til tekið.43 Er hins vegar
athyglisvert að goði í valdabaráttu skyldi búa á Stað á Reykjanesi.
Veitir þetta vísbendingar um að Staður hafi þótt mikilvægt býli og
er líklegt að hér hafi verið „staður“ þegar á 12. öld, í kirkjulegri
merk ingu.44
Staður er afskekktur bær á bílaöld, nánast eins og á enda verald-
ar. Öðru máli gegndi þegar mönnum var tíðara að fara um á bátum,
og mikilvægi Staðar mun ekki síst hafa verið fólgið í því að bærinn
lá allvel við samgöngum á sjó. Undan landi eru Skáleyjar og frá Stað
fór Guðmundur Arason, síðar biskup, á báti út í Flatey, eftir dvöl hjá
Þorgilsi presti Gunnsteinssyni á Stað (afabróður Vigfúsar) og lánaði
prestur honum bæði far og menn.45 Og fram kemur að menn Vig -
fúsar voru nýkomnir af sjó þegar Einar Ásgrímsson og menn hans
bar óvænt að í árásarhug. Í landi Staðar kann að hafa verið mikilvæg
lending; segir frá því í Þorskfirðingasögu (Gull-Þórissögu) að menn
hafi lent skipi hjá Knarrarnesi og síðan haldið landveg inn í Þorska -
fjörð, þeir sem áttu heima sunnan megin fjarðar (að austan?).46
Nafnið Knarrarnes er glatað en þess getið til að átt sé við Skútunaust
þar sem sást móta „fyrir stórum naustum, mjög gömlum“ um
1880.47 Þetta er framan við mynni Þorskafjarðar. Nafnið bendir til að
þarna hafi mátt draga á land íslensk skip af stærri gerðinni, svo-
nefndar flutningsskútur eða farmaskip. Kannski lenti Órækja Lang -
húfi þarna í þingför sinni 1241?
Mikilvægi Staðar var þá ekki einungis fólgið í fyrirgreiðslu við
þingsóknarmenn sem stefndu í Þorskafjörð og kusu að skilja skip
eftir við Skútunaust. Fólk sem fór úr Saurbæ með báti yfir að Reyk -
hólum gat síðan farið þaðan fótgangandi eða á hesti og fengið far
helgi þorláksson110
43 Sturlunga saga II, bls. 159.
44 Fátítt mun hafa verið að staðir væru stofnaðir eftir 1180 fyrr en á 14. öld.
45 Sturlunga saga I, bls. 143. Staður er ekki nefndur hér heldur aðeins Þorgils
prestur, en það sést annars í Guðmundarsögu að hann var á Stað á Reykjanesi,
sbr. Guðmundar saga Arasonar. Útg. Guðni Jónsson. Byskupa sögur II ([Reykja -
vík]: Íslendingasagnaútgáfan, Haukadalsútgáfan 1958), bls. 237.
46 Þorskfirðinga saga. Harðar saga, bls. 192.
47 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, „Skýríngar yfir nokkur örnefni í Gull-Þóris
sögu að því leyti sem við kemr Þorskafjarðar þíngi hinu forna“, Safn til sögu
Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju II (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka
bókmentafélag 1886), bls. 586.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 110