Saga - 2013, Blaðsíða 23
tugnum kom það sér vel fyrir Mikson að hafa barist gegn kommún-
isma í heimalandi sínu. Hann fékk íslenskt nafn, Eðvald Hinriksson,
kvæntist íslenskri konu og starfaði fyrst sem íþróttaþjálfari og síðan
nuddari.
„Rauði galdur“ í köldu stríði
Á Íslandi þurfti Mikson ekki að hafa neinar áhyggjur af fortíð sinni
á sjötta áratugnum. Í upphafi þess sjöunda varð þó breyting þar á: Í
mars 1961 sagði málgagn Sósíalistaflokksins, Þjóðviljinn, frá því með
stríðsletri á forsíðu að íslenskur ríkisborgari væri sakaður um „múg-
morð“. Fréttin var byggð á gögnum sem höfðu komið fram við
undir búning réttarhalda yfir þremur meintum stríðsglæpamönnum
í Eistlandi, Ain-Ervin Mere, Ralf Gerrets og Jaan Viik, en þeir voru
sakaðir um að bera ábyrgð á morðum á gyðingum í Eistlandi á
stríðsárunum.42 Í blaðinu birtist útdráttur í þýðingu Árna Berg -
mann, fréttaritara blaðsins í Moskvu, úr skýrslu með framburði
vitna sem sögðust hafa séð Mikson myrða fanga eða misþyrma
þeim. Þar var nafngreindur fjöldi manna sem hann var sakaður um
að hafa ráðið bana. Ásælni Miksons í eignir fórnarlamba hefði einnig
orðið til þess að Þjóðverjar settu hann í fangelsi. Hann hefði losnað
þaðan með njósnum um samfanga sína. Enn fremur var þess getið
að Eistar af „sama sauðahúsi og Mikson“ hefðu bjargað honum með
fölskum vitnisburði í Svíþjóð eftir stríð, þótt hann hefði verið svipt-
ur landvistarleyfi. Þjóðviljinn nafngreindi ekki aðeins Mikson heldur
sagði einnig frá því hvar hann byggi og að hann ynni hjá fyrirtæk-
inu Föt. „Veit starfsfólkið í „Föt“ að meðal þess er maður sem hefur
líf hundraða saklausra manna á samvizkunni?“ spurði blaðið.43
Umfjöllun Þjóðviljans þjónaði einnig því pólitíska markmiði að koma
höggi á Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðherra og varaformann
Sjálfstæðisflokksins, enda var sérstaklega tekið fram að Mikson
hefði fengið ríkisborgararétt að tillögu hans árið 1955.
Þótt Mikson brygði í brún þegar Þjóðviljinn vakti máls á ásökun-
um gegn honum komu þær honum ekki á óvart. Hann hafði vit-
neskju um að birst hefðu fréttir í Moskvuútvarpinu í lok árs 1960,
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 21
42 „Íslenzkur ríkisborgari sakaður um múgmorð“, Þjóðviljinn 14. mars 1961, bls. 1;
Árni Bergmann, „Réttarhöld í Eistlandi yfir stríðsglæpamönnum“, Þjóðviljinn
14. mars 1961, bls. 6.
43 Sama heimild.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 21