Saga - 2013, Blaðsíða 153
Þessu verður vitaskuld ekki svarað með neinni vissu en þó er það
sennilegt. Dæmin sýna að Tómas var bæði stórhuga og raunsær —
og framkvæmdasamur með afbrigðum. Þegar á námsárum sínum
hafði hann birt langa ritgerð um skóla og menningarmál á Íslandi.40
Þótt Tómas væri ósáttur við margt í stefnu félaga sinna í ritstjórn
Fjölnis41 lagði hann ritinu til mikið efni um ásigkomulag lands og
þjóðar. Eftir að upp úr samstarfinu slitnaði sá Tómas sjálfur um
útgáfu 5. árgangs Fjölnis (1839).42 Þar birtist m.a. hin langa og merka
ritgerð hans, „Bókmentirnar íslendsku“, sem vitnar um hve Tómas
var skarpur menningarsögurýnir. Tómas var haldinn óslökkvandi
áhuga á að fræða og upplýsa almenning um landsins gagn og
nauðsynjar.43 Þótt hann væri mjög heilsutæpur síðustu ár ævinnar
var hann, að sögn samstarfsmanns síns og vinar, Jónasar Hallgríms -
sonar, „kappsamur og framkvæmdasamur, og stórvirkur og fljót-
virkur …“.44 Árið sem Tómas dó birtist frá hans hendi ræðusafn
sem hann tileinkaði Steingrími biskupi.45 Í ljósi alls þessa er ekki
ósennilegt að Tómas hefði komið í verk ráðagerð sinni um ritun
Íslandssögu ef honum hefði enst heilsa og aldur til.
En hvað er að segja um Jón forseta í þessu sambandi? Sverrir
Jakobsson heldur því fram í nýlegri grein að það hafi aldrei verið
„áhugamál Jóns Sigurðssonar að semja Íslandssögu“.46 Þetta má til
sanns vegar færa í þeim skilningi að Jón gerði samningu Íslands-
sögu aldrei að forgangsverkefni þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að
fást við það fyrr eða síðar.47 Uppástunga um þetta verkefni kom
upphaflega ekki frá honum sjálfum heldur öðrum. Um þetta efni
hefur fjallað ítarlegast Lúðvík Kristjánsson í riti sínu, Á slóðum Jóns
Sigurðssonar (1961). Jón lýsti þeirri skoðun árið 1860 í bréfi til Páls
tómas sæmundsson og jón sigurðsson … 151
40 Tómas Sæmundsson, Island fra den intellectuelle Side betragtet (Kaupmannahöfn
[án útg.] 1832).
41 Sjá „Útdráttur úr brjefum sjera Tómasar Sæmundssonar til samútgefenda
Fjölnis“. Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags 17 (1896). Jón Helgason bjó til
prentunar, bls. 166–199.
42 Sjá Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson. Ævi og störf (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1972), bls. 59.
43 Sjá Ingi Sigurðsson, „Viðhorf Tómasar Sæmundssonar til fræðslumála“.
44 [Jónas Hallgrímsson], „Tómas Sæmunzson“. Fjölnir 6 (1843), bls. 4.
45 Tómas Sæmundsson, Ræður við íms tækifæri (Viðey: [s.n.] 1841).
46 Sverrir Jakobsson, „Um fræðastörf Jóns Sigurðssonar“, bls. 60.
47 Sjá t.d. Jón Sigurðsson til Páls Melsteð, 12. okt. 1844, Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurðssonar, 1811–1911, bls. 87.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 151