Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 165

Saga - 2013, Blaðsíða 165
fram mikilvægum spurningum. Hilma segir frá helstu einstaklingunum og atburðum sem Elka lýsir og leggur mat á heimildagildi dagbókanna. Hún bendir á að Elka tilheyri fyrst og fremst sveitasamfélaginu, þótt hún sé verkakona í Reykjavík, og segir dagbækurnar „heimildir um manneskju sem glímir við nútímann og veit á köflum ekki í hvorn fótinn hún á að stíga“ (bls. 23). Stór hluti bæjarbúa var á þessum tíma einmitt í sömu sporum og í því felst gildi ritsins að miklu leyti því að það eykur næmi fyrir upplif- unum, viðhorfum og ekki síst tilfinningum þeirra sem hafa kosið eða neyðst til að yfirgefa sveitirnar og sjá sér farborða á mölinni. Sigurður Gylfi fjallar síðan nánar um rætur Elku í sveitasamfélaginu með það að markmiði að gera grein fyrir umhverfinu sem hún ólst upp í og mótaði hugarheim hennar. Hann setur sjálfstjáningu Elku í samhengi við sagnaarf og sagnahefðir sveitasamfélagsins, sem hann skilgreinir sem skap- andi rými, og varpar ljósi á hvernig menning þess gerði þegna þess sam- félags í stakk búna til að takast á við þær gífurlegu breytingar sem áttu sér stað í kringum aldamótin 1900. Líkt og Hilma gerir Sigurður tilfinningar að viðfangsefni sínu og setur á afar áhugaverðan hátt gegndarlausa vinnu fátæks fólks í samhengi við þær tilfinningalegu afleiðingar sem slíkt álag hafði. Hann opnar þannig augu lesandans fyrir því að e.t.v. sé einn verð - mætasti vitnisburður ritsins hvernig vinnuþrælkun, veikindi, andlát vina og vandamanna, sífelld nærvera dauðans og þreyta hefur áhrif á tilfinningalíf fátæks fólks. Elka flíkar ekki tilfinningum sínum þótt glöggt megi greina þau áhrif sem aðstæður hennar og stéttarstaða, ekki síst það fálæti sem vinnuframlagi hennar er sýnt, hafa á tilfinningalífið. Dagbókin ber þess vitni að Elka er í grunninn stolt og rík af sjálfsvirðingu þótt viðmót meðborgar- anna ofan á þrengingarnar vegi stundum að sjálfstrausti hennar. Það vekur reyndar nokkra athygli að hvergi er að finna kynjasögulegt sjónarhorn í formálum að dagbókinni. Vissulega er stéttabaráttan Elku efst í huga og henni finnst hún lítið eiga sameiginlegt með kvennahreyfingunni og forkólfum þess. Hún deilir t.d. hart á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur fyrir yfir- læti gagnvart verkakonum. Í Dagbók Elku kristallast einmitt hvernig verka- konur fundu sér fremur farveg innan verkalýðshreyfingarinnar en kvenna- hreyfingarinnar, sem er í sjálfu sér afar áhugavert að skoða út frá kenninga- ramma kynjasögunnar. Annars er af nógu að taka í skrifum Elku því hún lýsir stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, kynjaskiptingu á vinnustaðnum og heimilinu, aðstöðumun Elku og bræðra hennar og ekki síst þátttöku kvenna í verkalýðsbaráttunni á fyrstu áratugum 20. aldar. Þá er umhugsunarvert hvernig hún lýsir þeim tilfinningum sem bærast innra með henni þegar hún tekur sér rými á opinberum vettvangi, sem var afar karllægur þótt konur hafi haft þar sífellt meiri áhrif. Í dagbókinni má greina togstreitu sem or - sakast af því að hún er stolt og metnaðarfull en um leið mjög feimin við að kveðja sér hljóðs, taka sér pláss og láta fyrir sér fara á mannamótum. Í ljósi alls þessa eru það nokkur vonbrigði að aðstandendur bókarinnar skuli ekki ritdómar 163 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.