Saga - 2013, Page 165
fram mikilvægum spurningum. Hilma segir frá helstu einstaklingunum og
atburðum sem Elka lýsir og leggur mat á heimildagildi dagbókanna. Hún
bendir á að Elka tilheyri fyrst og fremst sveitasamfélaginu, þótt hún sé
verkakona í Reykjavík, og segir dagbækurnar „heimildir um manneskju
sem glímir við nútímann og veit á köflum ekki í hvorn fótinn hún á að
stíga“ (bls. 23). Stór hluti bæjarbúa var á þessum tíma einmitt í sömu sporum
og í því felst gildi ritsins að miklu leyti því að það eykur næmi fyrir upplif-
unum, viðhorfum og ekki síst tilfinningum þeirra sem hafa kosið eða neyðst
til að yfirgefa sveitirnar og sjá sér farborða á mölinni.
Sigurður Gylfi fjallar síðan nánar um rætur Elku í sveitasamfélaginu
með það að markmiði að gera grein fyrir umhverfinu sem hún ólst upp í og
mótaði hugarheim hennar. Hann setur sjálfstjáningu Elku í samhengi við
sagnaarf og sagnahefðir sveitasamfélagsins, sem hann skilgreinir sem skap-
andi rými, og varpar ljósi á hvernig menning þess gerði þegna þess sam-
félags í stakk búna til að takast á við þær gífurlegu breytingar sem áttu sér
stað í kringum aldamótin 1900. Líkt og Hilma gerir Sigurður tilfinningar að
viðfangsefni sínu og setur á afar áhugaverðan hátt gegndarlausa vinnu
fátæks fólks í samhengi við þær tilfinningalegu afleiðingar sem slíkt álag
hafði. Hann opnar þannig augu lesandans fyrir því að e.t.v. sé einn verð -
mætasti vitnisburður ritsins hvernig vinnuþrælkun, veikindi, andlát vina og
vandamanna, sífelld nærvera dauðans og þreyta hefur áhrif á tilfinningalíf
fátæks fólks. Elka flíkar ekki tilfinningum sínum þótt glöggt megi greina
þau áhrif sem aðstæður hennar og stéttarstaða, ekki síst það fálæti sem
vinnuframlagi hennar er sýnt, hafa á tilfinningalífið. Dagbókin ber þess vitni
að Elka er í grunninn stolt og rík af sjálfsvirðingu þótt viðmót meðborgar-
anna ofan á þrengingarnar vegi stundum að sjálfstrausti hennar.
Það vekur reyndar nokkra athygli að hvergi er að finna kynjasögulegt
sjónarhorn í formálum að dagbókinni. Vissulega er stéttabaráttan Elku efst
í huga og henni finnst hún lítið eiga sameiginlegt með kvennahreyfingunni
og forkólfum þess. Hún deilir t.d. hart á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur fyrir yfir-
læti gagnvart verkakonum. Í Dagbók Elku kristallast einmitt hvernig verka-
konur fundu sér fremur farveg innan verkalýðshreyfingarinnar en kvenna-
hreyfingarinnar, sem er í sjálfu sér afar áhugavert að skoða út frá kenninga-
ramma kynjasögunnar. Annars er af nógu að taka í skrifum Elku því hún
lýsir stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, kynjaskiptingu á vinnustaðnum og
heimilinu, aðstöðumun Elku og bræðra hennar og ekki síst þátttöku kvenna
í verkalýðsbaráttunni á fyrstu áratugum 20. aldar. Þá er umhugsunarvert
hvernig hún lýsir þeim tilfinningum sem bærast innra með henni þegar hún
tekur sér rými á opinberum vettvangi, sem var afar karllægur þótt konur
hafi haft þar sífellt meiri áhrif. Í dagbókinni má greina togstreitu sem or -
sakast af því að hún er stolt og metnaðarfull en um leið mjög feimin við að
kveðja sér hljóðs, taka sér pláss og láta fyrir sér fara á mannamótum. Í ljósi
alls þessa eru það nokkur vonbrigði að aðstandendur bókarinnar skuli ekki
ritdómar 163
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 163