Saga - 2018, Blaðsíða 38
réttindi hinsegin fólks hafi batnað mjög og samfélagsleg viðhorf
sömuleiðis, því enn fer mikill tími og orka meðal hinsegin félaga-
samtaka og einstaklinga í að fá fjölmiðla, opinbera aðila og almenn-
ing til að nota orðalag sem hóparnir sjálfir hafa valið, svo sem trans
fólk og kynleiðréttingarferli (í stað kynskiptinga og kynskiptaaðgerða) og
kynhlutlaus persónufornöfn á borð við hán.
Í raun má segja að sömu grundvallarrökin hafi verið notuð í
útvarpsmálinu og málaferlum Samtakanna ’78, sem hófust árið 2015,
því þótt kærurnar beinist að því að takmarka hatursorðræðu snúast
þær um að skapa og tryggja tilverurými fyrir hinsegin fólk í sam-
félagi þar sem fjandsamleg viðhorf í þess garð eru staðreynd og birt-
ast í notkun tungumálsins. Í yfirlýsingu, sem Samtökin ’78 sendu frá
sér þegar kærurnar voru lagðar fram, kom fram að hatursáróður
væri við var andi vanda mál og að það væri „hrein lega lífs spurs mál
að fólk þurfi ekki að sitja undir því“. Fram kom að samtökin gerðu
sér vissulega grein fyrir því að allir ættu stjórnarskrárbundinn rétt
til að hafa skoðanir en þau teldu jafnframt að ekki mætti, í nafni
tjáningarfrelsis, níðast á öðrum réttindum enda væri jafnrétti fólks,
án tillits til kynhneigðar eða kynvitundar, „lög fest grund vall ar regla
sem byggist á virð ing unni fyrir mennsk unni.“15
Síðastnefnda atriðið var undirstrikað í erindi Hilmars Hildar
Magnússonar, þáverandi formanns Samtakanna ’78, á ráðstefnunni
Fræði og fjölmenning sem haldin var í Háskóla Íslands 6. febrúar
2016. Þar lagði Hilmar áherslu á að virðing og nærgætni væru lykil -
atriði þegar kæmi að spurningunni um tjáningarfrelsi; hluti af því
að lifa í samfélagi við aðra væri að vera ábyrg fyrir orðum sínum og
gerðum. Þótt samtökin hefðu ákveðið að krefjast réttar síns með því
að takmarka tjáningarfrelsi annarra vissu þau vel, sagði Hilmar, og
kannski betur en margir aðrir, að tjáningarfrelsið væri afar mikil -
vægt og dýrmætt: „[Tjáningarfrelsið] er ein af forsendunum fyrir til-
vist okkar og því að við skulum fá þrifist í frjálsu samfélagi. Okkur
er það því afar kært. Það veitir okkur frelsi en er um leið viðkvæmt,
því það er ekki sjálfgefinn réttur.“16 Í þessum orðum má enn fremur
álitamál — sagan og samtíminn36
15 Vef. „Samtökin ’78 kæra tíu manns fyrir háværa og hatursfulla orðræðu í garð
hinsegin fólks“, Kjarninn 27. apríl 2015. Skömmu áður, í ágúst 2014, höfðu
Samtökin enn fremur vakið athygli á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks með
því að bera skilti í gleðigöngu Hinsegin daga sem á voru prentuð niðrandi
ummæli sem höfðu fallið á netinu.
16 Vef. Hilmar Hildar Magnússon og Björg Valgeirsdóttir, „Hatur og hleypi dómar
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 36