Saga - 2018, Blaðsíða 52
Fræðimenn innan hinsegin fræða (e. queer studies) hafa fyrir löngu
komist að þeirri niðurstöðu að hinsegin sjálfsmynd og samfélög hafi
orðið til á Vesturlöndum í ört vaxandi nútímavæddum borgarsam-
félögum átjándu og nítjándu aldar. Nábýlið í borgunum og nafn -
leysi hvers íbúa innan fjöldans hafi skapað aðstæður og rými þar
sem fólk gat myndað ný félagsleg tengsl sem ekki líktust hinum
hefðbundnu tengslum gamla samfélagsins — tengslum sem áttu sér
stað innan og milli fjölskyldunnar, kirkjusóknarinnar og þorpsins. Í
staðinn urðu til faldir eða hálffaldir menningarkimar borgarbúa sem
höfnuðu á einhvern hátt hefðbundnum gildum.2
Ein birtingarmynd þessara tengsla var nýstárlegt form ástarsam-
bands milli tveggja einstaklinga af sama kyni. kynfræðingar (flestir
þýskir) greindu það um miðja nítjándu öld sem tegund geðsjúk -
dóms og nefndu nýju latnesk-grísku bræðingsnafni, Homosexualität.3
Hér ber að hafa í huga að ástir og kynlíf milli einstaklinga af sama
kyni er jafn gamalt mannkyninu en hinsegin samfélög og hinsegin
rými voru ný af nálinni sem sérstakt, aðskilið menningarlegt fyrir-
brigði og orðræða í borgarsamfélaginu.
Þar sem nútímavætt borgarsamfélag var lengi að ná fullum
þroska á Íslandi hefur jafnan verið litið svo á að myndun hinsegin
sjálfsmyndar og rýmis hafi seinkað hérlendis og fyrst beri á því
snemma á tuttugustu öld.4 Hins vegar var vísir að borgarsamfélagi
farinn að mynd ast í Reykjavík fyrr — upp úr miðri nítjándu öld.
Bærinn óx hægt en örugglega og þar mátti finna nútímalegar stofn-
anir sem síðar urðu grunnurinn að íslensku þjóðríki. Alþingi, Lærði
þorsteinn vilhjálmsson50
www.sagnfraedingafelag.net/2017/12/31/14.33.13/, 22. janúar 2018. Einnig vil
ég þakka ritrýnum fyrir góðar ábendingar.
2 yfirlit má finna í Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„Forsenda fyrir betra lífi“? Til -
raun til skilgreiningar á hinsegin sögu“, Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin
sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Ritstj. Íris Ellenberger, Ásta kristín Bene dikts -
dóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (Reykjavík: Sögufélag 2016), bls. 21–58.
3 Sama heimild, bls. 34–45; David Halperin, „One Hundred years of Homo -
sexuality“, One Hundred Years of Homosexuality and Other Essays on Greek Love
(New york: Routledge 1990), bls. 15–40, hér bls. 15–18; Nikki Sullivan, „The
Social Construction of Same-Sex Desire. Sin, Crime, Sickness“, A Critical Intro -
duction to Queer Theory (Edinborg: Edinburgh University Press 2003), bls. 1–21.
4 Þorvaldur kristinsson, „Glæpurinn gegn náttúrlegu eðli. Réttvísin gegn
Guðmundi Sigurjónssyni 1924“, Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 125–132; Ásta
kristín Benediktsdóttir, „„Sjoppa ein við Laugaveginn … hefur fengið orð á sig
sem stefnumótsstaður kynvillinga“. Orðræða um illa kynvillinga og listamenn
á sjötta áratug 20. aldar“, Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 147–181.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 50