Saga - 2018, Blaðsíða 242
hans um kenningar er djúpsærri en við eigum að venjast. Ritið er í flesta
staði vel heppnuð tilraun til að lýsa hversdagslífi valdalítils og fátæks fólks
í bændasamfélaginu og veitir lesanda frábæra innsýn í viðleitni þess til að
koma ár sinni betur fyrir borð og jafnvel andæfa hlutskipti sínu. Höfundur
bendir réttilega á að ekki sé nóg að rýna í hugmyndafræðilegan boðskap,
lagaverk eða félagsgerð samfélags til að skoða hvernig valdaafstæðum var
háttað; það verður að skoða hvernig vald er iðkað í hversdagslífi fólks.
Guðmundur Jónsson
Tara Carter, ICELAND‘S NETWORkED SOCIETy. REVEALING HOW
THE GLOBAL AFFAIRS OF THE VIkING AGE CREATED NEW
FORMS OF SOCIAL COMPLEXITy. The Northern World: North
Europe and the Baltic c. 400‒1700 AD. Peoples, Economies and Cultures
69. Brill. Leiden 2015. 368 bls. Heimildaskrá, nafnaskrá.
Frá því um síðustu aldamót hefur hópur bandarískra fornleifafræðinga
unnið við rannsóknir í Skagafirði í samstarfi við Hólarannsóknina og
Byggðasafn Skagfirðinga. Rannsóknir þessar hafa þegar skilað frábærum
árangri, ekki síst afar þéttum niðurstöðum úr Langholti sem sýna að á tí -
undu öld var byggð þar komin í fastar skorður sem síðan héldust í aðal -
atriðum óbreyttar fram á tuttugustu öld. Öfugt við t.d. Mývatnssveit var þar
mjög lítið um að býli legðust í eyði á fyrstu öldunum og sömuleiðis ber lítið
á nýbýlum eða hjáleigum á seinni öldum. Stór rannsóknarverkefni á borð
við þessi byggjast að miklu leyti á vinnu framhaldsnemenda sem síðan
leiðir oft til sjálfstæðra rannsókna þeirra. Tara Carter tók þátt í rannsóknum
í Skagafirði um árabil og bók hennar, Iceland‘s networked society, er afrakstur
doktorsrannsóknar hennar við University of California í San Diego og ný -
doktorsverkefnis við Stanford-háskóla. Hryggjarstykkið í rannsókn hennar
er kjarnaborun, sem hún gerði á 15 eða 16 stöðum í Hjaltadal og Við víkur -
sveit sumarið 2008, og af henni leiðir hún margvíslegar ályktanir um þróun
byggðar í Skagafirði, eðli íslensks samfélags á miðöldum, samband þess við
umheiminn og þróun ríkisvalds.
Borkjarnar geta sýnt hvort mannvistarleifar séu í jörðu eða ekki og ef
gjóskulög sjást má fá hugmynd um aldur leifanna. Vísbendingar felast
einnig í því hverskonar ummerki finnast í kjörnunum, t.d. kol, aska eða torf.
Aðferðin er hinsvegar augljósum takmörkunum háð — það er fátt hægt að
segja með vissu um hlutverk bygginga eða eðli þeirrar starfsemi sem um -
merki kunna að finnast um í borkjörnum — og hún nýtist best til að fá yfirlit
um aldur og dreifingu mannvistarlaga á stórum svæðum. Carter segist hafa
tekið þúsundir borkjarna en hún birtir niðurstöður um 201 kjarna (töflur
11‒17, 20‒25) og segir frá tveimur skurðum sem hún gróf. Þetta eru mikil -
ritdómar240
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 240