Saga - 2018, Blaðsíða 100
felli barnsfarasóttar sem hann hafði til meðferðar á meðan hann var
héraðslæknir í austurhéraði Norðuramtsins á árunum 1856‒1867.
Hann flokkar barnsfarasótt með öðum smitsjúkdómum svo sem
taugaveiki, kóleru, inflúensu, barnaveiki, hettusótt og hlaupabólu.
Eftir að hann kom til Danmerkur árið 1867 sagðist hann aðeins hafa
meðhöndlað fjórar konur af barnsfarasótt. Hann segir það ekki ber-
um orðum en þó má lesa úr ritgerð hans að barnsfarasótt sé algeng-
ari á Íslandi en í Danmörku. Jón taldi þó ekki að barnsfarasóttartil-
fellin 17 hafi verið faraldur því þegar mest var hafði hann fimm
konur til meðferðar vegna sóttarinnar og lætur þess getið að smit frá
ljósmæðrum sem sinntu konunum í fæðingarhjálpinni hafi ekki
verið mögulegt því svo langt var milli heimila kvennanna.77
Formleg skráning á barnsfarasóttartilfellum af hálfu heilbrigðis-
yfirvalda hófst á Íslandi árið 1881 í Skýrslum um heilbrigði manna á
Íslandi sem gefnar voru út af skrifstofu landlæknis.78 Í Heilbrigðis -
skýrslum árið 1921 er tilgreint að 13 konur hafi fengið barnsfarasótt
hér á landi og að þrjár hafi dáið af völdum hennar. Í sömu skýrslu er
tekið fram hversu tala skráðra tilfella kvenna með barnsfarasótt sé
ískyggilega há hér á landi í samanburði við þann fjölda kvenna sem
fengu barnsfarasótt í Noregi. Fyrir hver 10.000 fædd börn sýktust 36
konur af barnsfarasótt í Noregi en 59 á Íslandi.79 Af þeim sökum er
vert að birta töflu yfir þann fjölda kvenna sem fékk barnsfarasótt í
Noregi og lést af völdum sóttar innar á sama tímabili, 1880–1989. Tafla
2 er unnin upp úr norskum heilbrigðis skýrslum.
Þegar tölur um tilfelli barnsfarasóttar á Íslandi og í Noregi eru
bornar saman á árunum 1880‒1989 kemur í ljós að fleiri konur fengu
barnsfarasótt á Íslandi á árunum 1900‒1949. Á árunum 1880‒1899
voru fleiri konur sem fengu barnsfarasótt í Noregi. Skýringin felst
líklega í því að skráning barnsfarasóttar á Íslandi var ónákvæm í lok
nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Verður að taka þeim
tölum með fyrirvara.80 Einnig má leiða líkur að því að hreinlæti
gagnvart fæðandi konum hefur verið meira í Noregi en á Íslandi.
erla dóris halldórsdóttir98
77 Jón Finsen, Iagttagelser angaaende Sygdomsforholdene i Island: Afhandling for den
medicinske Doktorgrad ved Københavns Universitet (kaupmannahöfn: C. A.
Reitzels Forlag 1874), bls. 7, 11, 46‒47.
78 Skýrslur um heilbrigði manna á Íslandi árin 1881‒1890, bls. 5‒9.
79 Heilbrigðisskýrslur 1921‒1925. Samdar eftir skýrslum héraðslækna að tilhlutun heil-
brigðisstjórnarinnar (Reykjavík: Skrifstofa landlæknis 1927), bls. 33.
80 Sjá: Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering og Helgi Sigvaldason, Fæðingar á
Íslandi 1881–1972: Fylgirit við heilbrigðisskýrslu 1972, bls. 27.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 98