Saga - 2018, Blaðsíða 246
stéttvís, heldur hópinn og er útaf fyrir sig. Skýrasta birtingarmynd þess er
hjónabandapólitík þess tíma. Hjónabönd límdu elítuna saman og styrktu
tengslanet hennar. Tengslanetið stóð svo vörð um sameiginlega hagsmuni
elítunnar; völd, auð og áhrif. Flokkadrættir og hagsmunabandalög til forna
eru í eðli sínu ekkert mjög frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku
samfélagi nú á dögum, þó með því eftirtektarverða fráviki að forystumenn
andstæðra valdablokka og fylkinga hafa stillt sig um blóðsúthellingar og
barsmíðar í seinni tíð, sem þakka má miðstýrðu framkvæmdavaldi, með
fleiru.
Að ráða yfir höfuðbóli var grundvallaratriði. Höfuðból var miðstöð hvar
fólk kom saman. Og höfuðból nutu traustra tekna í tíundum frá bændum.
Þau voru kjölfestur valda og áhrifa. Nú á dögum má finna höfuðbólum stað
í íslensku samfélagi. Þau eru sum hver óáþreifanlegri en til forna og síður
takmörkuð við landfræðilega legu. Hlutverk þeirra er þó hið sama: Að
standa vörð um völd, eignir og fjármagn.
Sverrir bendir á mikilvægt atriði í uppgangi Sturlunga, sem sá er hér
ritar hafði fram að því aldrei gefið sérstakan gaum: Sturlungar voru fjöl -
menn fjölskylda (bls. 99). Það er ekki lögmál að sögulegar orsakaskýringar
þurfi að vera flóknar. Fjölmenni Sturlunga eitt og sér er ekki nægjanleg skýr -
ing fyrir uppgangi þeirra. En augljóslega er styrkur í fjöldanum. Einnig
koma til vélráð og valdatafl. Sverrir leiðir líkur að því að Guðný Böðvars -
dóttir (um 1147‒1221), kona Hvamm-Sturlu (1115–1183), hafi átt verulegan
þátt í uppgangi Sturlunga að tjaldabaki (sjá bls. 102–108). Þá studdi þéttriðið
tengslanet Sturlunga við yfirráð þeirra, völd og áhrif við Breiðafjörð (bls.
108–113).
Við upphaf þrettándu aldar voru Sturlungar orðnir einráðir við Breiða -
fjörð. Þeir voru samstilltir og stóðu vörð um sameiginlega hagsmuni sína.
Fljótlega eftir dauða Guðnýjar, móður Sturlusona, sem hafði stuðlað að sam-
heldni þeirra í milli kastast í kekki og missætti Sturlunga hefst fyrir alvöru
(bls. 114).
Og úfrá því klofna Sturlungar. Það er gömul saga og ný að ættarveldi,
hvort sem er í velgengni eða mótbyr, hafi á að skipa metorðagjörnum mönn-
um sem ekki deila sýn og hafa ólíka persónulega hagsmuni. Sverrir rekur
innbyrðis valdabaráttu Sturlunga mjög ítarlega og telur að þeim sem rann-
sakað hafa valdapólitík Sturlunga hafi hætt til að einblína á forystumenn
þeirra, „persónuleika þeirra og togstreitu þeirra á milli“ (bls. 130). Þetta er
réttmæt ábending að mati þess sem hér skrifar. Mörg tannhjól knýja það
úrverk sem við köllum sögu. Foringjasöguhefðin er mjög útbreidd. Hún hef-
ur verið ríkjandi form sagna- og söguritunar um langan aldur. Og hjá henni
verður líklega aldrei komist í einhverri mynd. Sem betur fer ber æ meir á
þeirri hreyfingu sem rýnir í einstaklinga og þjóðfélagshópa sem staðið hafa
í skugga foringjasöguhefðarinnar. Hér mætti t.d. nefna helming mannkyns-
ins, konur. Í þessu verki varpar Sverrir sviðsljósinu að konum eftir því sem
ritdómar244
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 244