Saga - 2018, Blaðsíða 121
stungið sér niður á sama tíma.148 Hann hvatti til hreinlætis og lauk
grein sinni með því að segja að „barnsfarasótt má lækna með því að
forðast hana — þó undarlega sé komist að orði.“ 149
Fyrsta dauðamein sem skráð er í prestsþjónustubók þar sem koma
fram sterk tengsl á milli barnsfarasóttar og heimakomu er frá árinu
1921. Á bænum Breiðavaði í kirkjubæ í Hróarstungu, Norður-Múla -
sýslu, létust annars vegar sængurkonan Sigurborg Gísladóttir, 30 ára,
28. janúar 1921 vegna barnsfarasóttar og hins vegar Lárus Eiríksson
smiður, búsettur á sama bæ, níu dögum síðar af heimakomu.150 Þau
dóu líklega bæði af völdum sömu bakteríu. Það getur verið að Lárus
hafi sinnt Sigurborgu í fæðingarhjálp og náð að smita hana af bakt-
eríu, sem hann hefur ef til vill haft í sári á hendi. Heima koma gat
verið verið jafnbanvæn og barnsfarasótt fyrir tíma sýklalyfja.
Lokaorð
Áður en sýklalyf voru uppgötvuð rétt fyrir miðja tuttugustu öld gat
baktería, Streptococcus pyogenes, sem lifir á húð manna, ógnað heilsu
og lífi nýbakaðra mæðra. Sýkingin sem bakterían gat valdið olli sótt
sem ber latínuheitið febris puerperalis og var kölluð eftirburðarsótt
eða barnsfarasótt á íslensku. Sýkingin gat orðið banabiti kvenna í
sængurlegu þótt þær hefðu fætt börn í eðlilegri fæðingu. Hún var
ekki einskorðuð við erfiðar fæðingar en slíkar fæðingar juku þó
hættu á að konur fengju barnsfarasótt. Henni ollu ígripin sem þurfti
til að hjálpa konunni að koma barninu í heiminn, annaðhvort með
berri mannshendi eða áhöldum eins og fæðingartöngum. Það var
hættulegt að smeygja hendi og hvað þá fæðingartöng upp í fæðing-
arveginn til að ná barninu. Mannshöndin eða töngin (eða hvor
tveggja) gat verið óhrein og borið bakteríuna Streptococcus pyogenes
upp í legholið. Einnig kom fyrir að konur þróuðu með sér barns-
farasótt eftir andvana fæðingu. Þá var það dáið fóstur í móðurkviði
sem olli sóttinni því þar átti bakterían upptök sín. Sýkingin er skil-
greind sem blóðsýking/blóðeitrun og hún gat og getur enn dregið
konur til dauða á nokkrum dögum ef ekki er gripið inn í með sýkla-
lyfjum.
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 119
148 Guðm. T. Hallgrímsson, „Frá héraðslækninum“, Fram 14. október 1922, bls. 148.
149 Sama heimild, sama stað.
150 ÞÍ. kirknasafn. kirkjubær í Hróarstungu BA 6. Prestsþjónustubók 1921‒1956,
bls. 12, 391‒392.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 119