Saga - 2018, Blaðsíða 77
því sem þeir framast fá við komið, með því þeir einungis hugsa um að
fá vilja sinn, en skeyta ekki um, hvort það verður á fagran hátt eður eigi
… Eros hinnar himnesku Afrodítu [er ekki] frá kveneðli kynjuð, heldur
karleðli og þetta er sveinaástin … Og í sjálfri sveinaástinni mundu
menn ljóslega geta þekkt þá úr, sem knýjast af þessum Eros, því þeir
elska ekki sveinana sem sveina, heldur þá fyrst, þegar þeir fara að sýna
skynsemdarvott, en það er nærhæfis þeim tíma, þegar þeim fyrst fer að
vaxa skegg.89
Réttur Eros, himneskur Eros, á sér stað milli elskenda sem eru mis-
gamlir. Sá eldri, „elskarinn“ (gr. erastês), á að elska sál frekar en líkama
síns yngri „ástsveins“ (gr. eromenos eða paidika). Slíkt samband er
algjörlega siðhreint og gott fyrir báða aðila. Eins og Fædros segir í
ræðu sinni: „[E]g fyrir mitt leyti veit ekki, að manni, sem enn er á unga
aldri, geti auðnazt meira happ en að finna góðan elskara, og elskaran-
um að finna sér ástsvein“.90 Aristófanes segir ennfremur í sinni ræðu:
„[Þ]eir [sem] elska karlmenn og hafa yndi af að hvíla hjá þeim og flétt-
ast í faðmlög við þá … eru … hinir ágætustu meðal sveina og upp-
vaxandi unglinga, því að þeir eru karlmannlegastir eftir eðli sínu.“91
Í ljósi þessa umfjöllunarefnis Samdrykkjunnar var verkið oft rit -
skoðað í þýðingum allt fram á tuttugustu öld.92 Ekki þó í Lærða skól-
anum, því þýðing Steingríms dró ekkert undan. Þetta virðist hafa
haft áhrif á Ólaf en hann minnist á það 30. apríl 1882 — daginn eftir
að Geir gisti hjá honum og hann velti fyrir sér hvort rétt væri að
krossfesta holdið — að hann hafi tekið tal við frænda sinn, Guðmund
Magnússon, og rætt við hann um „holdlegan munað og sveinaást“.93
Þannig má sjá að Ólafur hefur mjög líklega tengt ást sína á Geir við
umræðuefni Samdrykkjunnar enda getur orðið „sveina ást“ ekki átt
sér neinn annan uppruna.
Líklegt verður að teljast að Ólafur hafi fundið í Samdrykkjunni
réttlætingu og huggun gagnvart efasemdum sínum um réttmæti
„að hafa svo mikið upp úr lífinu …“ 75
89 Sama heimild, bls. 51–52 (181a–d).
90 Sama heimild, bls. 48 (178c).
91 Sama heimild, bls. 66 (191e–192a).
92 Diskin Clay, „The Hangover of Plato‘s Symposium in the Italian Renaissance
from Bruni (1435) to Castiglione (1528)“, Plato‘s Symposium. Issues in Inter -
pretation and Reception. Ritstj. James Lesher, Debra Nails og Frisbee Sheffield
(Washington DC: Center for Hellenic Studies 2006), bls. 341–359.
93 Lbs. 2686 8vo, bls. 248–249.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:11 Page 75