Saga - 2018, Blaðsíða 255
Sögufélag hefur styrkt útgáfubækur í ritröðinni Sýnisbækur
íslenskrar alþýðumenningar. Á síðastliðnu ári komu út tvær bækur
í þeirri röð, Fátækt og fúlga. Þurfalingarnir 1902 í umsjón Jóns Ólafs
Ísbergs og Sigurðar Gylfa Magnússonar og Á hverju liggja ekki vorar
göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18.
öld eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur.
Aðrir viðburðir
Með bættri aðstöðu til fundahalda í Gunnarshúsi hefur þeim þætti
í starfi Sögufélags vaxið ásmegin. Viðburðir tengdir félaginu hafa þó
einnig verið víðar og oft í samstarfi við aðra.
Þann 12. október 2016 var haldið minningarmálþing um Eggert
Þór Bernharðsson og tók Sögufélag þátt í því ásamt Sagnfræðinga -
félaginu, Sagnfræðistofnun, Háskóla Íslands, Þjóðminjasafni Íslands
og Landsbankanum. Það var haldið í Þjóðminjasafni Íslands.
Félagið tók þátt í höfundakvöldasyrpu Rithöfundasambandsins
í Gunnarshúsi, 8. desember 2016, og kynnti þar þrjú rit, bók Guðna
Th. Jóhannessonar Forsetar Íslands, bók Sverris Jakobssonar Auðnar -
óðal. Bréf Jóns Thoroddsens, í útgáfu Más Jónssonar, og skjöl Lands -
nefndarinnar fyrri sem Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guð -
munds dóttir ritstýrðu.
Tekið var á móti Fróða, félagi sagnfræðinema 3. mars 2017 í sam-
vinnu við Sagnfræðingafélag Íslands.Um 20 félagsmenn mættu og
var þeim kynnt starfsemi beggja félaganna og útgáfustarf Sögu -
félags.
Sögufélag og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands tóku höndum
saman og héldu útgáfuhóf í tilefni af bók Lofts Guttormssonar,
Childhood, youth and upbringing in the age of absolutism. An exercise in
socio-democratic analysis, en hún kom út 7. apríl á vegum Sagnfræði -
stofnunar, nokkrum mánuðum eftir lát höfundarins. Loftur Gutt -
ormsson, fyrrverandi forseti Sögufélags, lést 4. desember 2016 og
var hans minnst á höfundakvöldi félagsins 8. desember.
Sögufélag stóð einnig, ásamt Sagnfræðistofnun, að málþingi til
heiðurs Önnu Agnarsdóttur sjötugri, 13. maí 2017, en hún var forseti
Sögufélags á árunum 2006−2011. Af þessu tilefni var Anna gerð að
heiðursfélaga í Sögufélagi og flutti Gunnar Þór Bjarnason ávarp
henni til heiðurs.
Í júní var á vegum Þjóðaskjalasafns sett upp sýning í Safnahús -
inu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri, undir yfirskriftinni Spegill
ársskýrsla stjórnar sögufélags 2016–2017 253
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 253