Saga - 2018, Blaðsíða 186
(e. agency), þ.e. mátt kvenna til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, með
eigin hag að leiðarljósi, og láta til sín taka í umhverfi sínu.4
Hér á eftir verður skoðuð saga kvennanna tveggja sem nefndar
eru hér í upphafi, Pálínu S. Guðmundsdóttur Waage (1864–1935)5
og dótturdóttur hennar, Pálínu kr. Þorbjörnsdóttur Waage (1926–
2005), viðmælandans í Morgunblaðsgreininni hér að ofan. Til grund-
vallar greininni liggja persónulegar heimildir frá hendi Pálínu eldri
og yngri en báðar létu þær eftir sig umfangsmikið magn slíkra heim -
ilda þar sem þær skráðu líf sitt svo að segja frá vöggu til grafar.
Heimildirnar
Skjöl Pálínu eldri eru geymd á Tækniminjasafni Austurlands á
Seyðis firði. Þar er varðveitt umfangsmikið safn heimilda sem Pálína
lét eftir sig. Hér er fyrst og fremst byggt á sjálfsævisögu hennar, sem
hún skrifaði að segja má í þremur gerðum. Varðveittar eru tvær
útgáfur af sjálfsævisögunni þar sem hún lýsir ævi sinni þar til hún
kom heim frá kanada. Sú fyrri ber yfirskriftina „Ágrip af ævisögu
minni“ og er 35 þéttar handritaðar síður. Síðari útgáfan nefnist
„Lítill þáttur af ævisögu minni“ og er að verulegu leyti ákveðin
endur ritun þeirrar fyrri en þó með mikilvægum viðbótum sem ekki
er að finna í fyrri ævisögunni. Þriðju útgáfuna af sjálfsævisögu
Pálínu er síðan að finna í tilteknum flokki heimildanna, svonefnd -
sigríður og þorgerður184
4 Um hugtakið gerendahæfni sjá Þorgerður Einarsdóttir, Bryddingar. Um samfélagið
sem mannanna verk (Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskóla -
útgáfan 2000), bls. 28–29. Sjá einnig Þorgerður Einarsdóttir, Läkaryrket i föränd -
ring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferen -
tiering (Gautaborg: Háskólinn í Gautaborg 1997).
5 Ósamræmi er í upplýsingum um fæðingarár Pálínu S. Guðmundsdóttur en
persónulegum vitnisburði hennar og öðrum tiltækum heimildum ber þar ekki
saman. Auk þess er kirkjubók Dvergasteinssóknar á árunum sem um ræðir
glötuð. Pálína sjálf segist vera fædd árið 1865 og er samkvæm sjálfri sér varð -
andi það ártal. Aðrar heimildir benda þó í þá átt að Pálína sé fædd 1864. Í riti
Vilhjálms Hjálmarssonar, Mjófirðingasögur, er Pálína sögð fædd það ár. Þetta
kemur heim og saman við aldur hennar eins og hann er tilgreindur í manntali
1880. Fleiri ár eru nefnd til sögunnar en manntalið 1901 styður við að hún hafi
fæðst árið 1864, einnig manntalið 1910. Hér er farin sú leið að taka mið af mann-
tölunum og miða við 1864. Sjá www.manntal.is (manntalsvefur Þjóðskjalasafns);
Tækniminjasafnið (Tækniminjasafn Austurlands). Pálína Waage. Ágrip af ævi -
sögu minni, bls. 1; Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti (Reykja -
vík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1990), bls. 94.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 184