Saga - 2018, Blaðsíða 254
Við ritstjórninni tóku Erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vil -
helms son. Fyrsta hefti í þeirra ritstjórn kom út 13. júní 2017. Þann dag
var vorhátíð félagsins haldin og útgáfu Sögu fagnað. Seinna hefti ársins
kom síðan út í nóvember, vandað og fjölbreytt að vanda. Það er til
sýnis á aðalfundinum ásamt öllum nýju bókum ársins. Með nýj um
ritstjórum starfar ritnefnd sem í eiga sæti: Helgi Skúli kjartans son,
Ragnheiður kristjánsdóttir, Már Jónsson, Davíð Ólafs son og Sveinn
Agnarsson. Þeim eru öllum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.
Bókaútgáfa
Frá síðasta aðalfundi, í september 2016, hafa komið út sex bækur.
Fyrsta bókin sem kom út eftir síðasta aðalfund var Bréf Jóns Thorodd -
sens í útgáfu Más Jónssonar. Útgáfuhóf var haldið í Gunnarshúsi
þann 5. október og kynnti höfundur bókina en auk þess las kristín
Svava Tómasdóttir upp úr bréfunum.
Viku síðar, 12. október, kom út annað bindi af skjölum Lands -
nefndar innar fyrri, bréf frá prestum, í ritstjórn Hrefnu Róbertsdóttur
og Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur. Ritin eru gefin út af Þjóðskjalasafni
Íslands í samstarfi við Sögufélag og Ríkisskjalasafn Danmerkur.
Ráðstefna var haldin í Þjóðskjalasafni af þessu tilefni og vefur með
frumskjölum opnaður.
Á fullveldisdaginn, 1. desember, kom út ritið Forsetar Íslands eftir
Guðna Th. Jóhannesson. Þar fjallar Guðni um forvera sína í starfi en
hann hafði hafið ritun bókarinnar áður en ljóst varð að hann yrði
næsti forseti Íslands.
Á Hinsegin dögum, 11. ágúst 2017, kom út greinasafnið Svo veistu
að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi í rit-
stjórn Írisar Ellenberger, Ástu kristínar Benediktsdóttur og Hafdísar
Erlu Hafsteinsdóttur. Þetta er fyrsta fræðiritið um hinsegin fræði og
markar nokkur tímamót í þeim fræðum. Útgáfuhóf var haldið í
Bóksölu stúdenta og var vel sótt. Tvær bækur komu svo út 19. októ-
ber, annars vegar Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
eftir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðing og hins vegar Leitin að klaustr -
unum. Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni kristjáns -
dóttur fornleifafræðing, hvort tveggja grundvallarrit um sögu fyrri
alda. Þessi þrjú rit verða öll til umfjöllunar á höfundakvöldi í
Gunnarshúsi eftir að aðalfundarstörfum lýkur. Útgáfuhóf var hins
vegar haldið í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og kynntu höfundar
þar rit sín. Um 100 manns sóttu viðburðinn.
ársskýrsla stjórnar sögufélags 2016–2017252
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 252