Saga - 2018, Blaðsíða 241
vel ögrun við venjur og valdboð. Vafamál er þó að túlka í öllum tilvikum
þennan „núning“ milli húsbænda og hjúa sem andóf, eins og höfundur
reyndar sjálfur bendir á (bls. 130).
Þriðji og síðasti kaflinn fjallar um lausamenn, þann fjölbreytta flokk manna
sem ráðamönnum á ýmsum tímum stóð stuggur af og reyndu að halda í skefj-
um. Um viðhorf til lausamanna ræðir höfundur ítarlega, hverjir fylltu þennan
flokk og hvað greindi þá frá öðrum hópum, s.s. vinnufólki og flökkurum.
Ávallt var nokkuð á reiki hvernig menn skildu hugtakið. Höf undur lýsir
þróun lagaboða allt frá miðöldum og er einkar fróðleg umræða um orsakir
lausamennskubannsins 1783. Einkennilega kemst höfundur að orði um afnám
vistarbandsins þar sem hann segir að með tilskipuninni um lausamenn og
húsmenn 1863 hafi tímabili vistarbands lokið en vistarskylda verið áfram við
lýði fram á tuttugustu öld (bls. 178). Í daglegu tali þessa tíma voru þessi tvö
orð notuð nánast sem samheiti. Í kaflanum er fjallað ítarlega um „andóf“ lausa-
manna á ýmsum tímum sem birtist í formi skilyrtrar hlýðni, undanbragða frá
vistráðningum og uppreisn gegn viðteknum venjum. Höfundur notar ágætt
orð, vistaróþol, um það athæfi þegar fólk forðað ist vistráðningar.
Í annars ágætum köflum um vinnuhjú og lausamenn finnst mér stundum
skorta á að sögulegu baksviði hvers tíma séu gerð betri skil. Vettvangur rann-
sóknarinnar er aðallega Norðurland, einkum Húnavatnssýsla, á tímabilinu
frá lokum Napóleonsstyrjalda og fram til 1860. Á þessum tíma urðu engin
viðlíka stóráföll í þjóðlífinu og þau sem á undan eða eftir komu. Hag ur
manna fór almennt batnandi, byggðin þandist út og möguleikar fátæks fólks
til að verða sjálfu sér ráðandi jukust. Þessar aðstæður hafa án efa haft áhrif á
væntingar og hegðun fátæklinga, eflt djörfung gagnvart yfirsátum og áræði
til að koma undir sig fótunum og má raunar merkja það í sumum þeirra
mála sem Vilhelm ræðir um. Á slíkum vaxtartímum er líklegt að fólk hafi
almennt litið á vinnumennskuna sem afmarkað æviskeið en miklu síður á
löngum tímabilum erfiðleika og lítils félagslegs hreyfanleika.
Bók Vilhelms er ekki gallalaus eins og bent hefur verið á hér að ofan,
m.a. vegna annmarka á hugtakanotkun sem veldur því að hann ofmetur að
minni hyggju svigrúm almúgafólks til andófs. Titill bókarinnar, Sjálfstætt
fólk, er því skot yfir markið ef hann á að vera lýsandi um hlutskipti vinnu-
fólks og lausamanna. Höfundi lætur yfirleitt mjög vel að koma til skila flók-
inni fræðilegri umræðu en á stöku stað er orðalagið kauðskt og textinn
hátimbraður (bls. 100: „rými er sá vettvangur þar sem orðræða valds um -
breyt ist í valdaafstæður …“; bls. 104: „Þegar vinnuhjú komu á nýtt heimili
fluttu þau inn í rými þar sem munstur hversdagsins laut margvíslegum
óskráðum reglum.“) Þrátt fyrir þessa ágalla er bókin nýstárlegt og mikil -
vægt framlag til íslenskrar sagnfræði. kaflarnir um vinnufólkið og lausa-
mennina eru rækilegri greining á stöðu þessara stétta en hingað til hefur
verið gerð. Höfundur veitir áhugaverðum lykilhugtökum og kenningum úr
ranni menningarsögunnar inn í íslenska sagnfræðiumræðu og umfjöllun
ritdómar 239
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 239