Saga - 2018, Blaðsíða 197
ævi sem eins konar samningaferli, þar sem þær sköpuðu sjálfar sig
sem kraftmikla gerendur í samfélaginu. Og kannski björguðu þær
sjálfum sér þannig frá því að lenda í glatkistu þeirri sem sorterar
konur frá og upphefur um leið karla sem hinar raunverulegu sögu-
legu persónur.
Athafnasemi, athafnamennska og skyld hugtök
konur hafa stundað frumkvöðlastarfsemi og athafnamennsku
(e. entrepreneurship) um langa hríð enda þótt skipulegar rannsóknir
á þessu sviði séu nýjar af nálinni. Rannsóknir sýna að athafnasemi
og athafnamennska hafa menningarlega karllæg formerki. Þannig
er staðalmyndin af athafnamanni hvítur, miðaldra millistéttarkarl -
mað ur en slík ásýnd þrengir verulega sjónarhorn okkar á athafna-
mennsku og fyrirtækjarekstur. Fyrstu rannsóknir á þessu sviði
gerðu sjálfkrafa ráð fyrir að þetta væri starfsemi þar sem hæfileikar
og gerendahæfni réðu úrslitum, óháð kyni og öðrum félagslegum
þáttum. Hin undirliggjandi karllæga ímynd var ósýnileg og kyn-
bundnar hindranir voru ranglega túlkaðar sem minni gerendahæfni
kvenna. Nýrri rannsóknir eiga stóran þátt í að gagnrýna og afbyggja
þessar hugmyndir.44
Við notum hugtakið athafnasemi og tölum um Pálínu yngri og
eldri sem athafnasamar. Ekki liggur alveg í augum uppi hver merk-
ing hugtaksins er eða hvernig það hefur verið notað í íslensku sam-
hengi. Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók, sem er aðgengileg
á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er athafna-
semi „það að vera kraftmikill og duglegur, athafnasamur“ (malid.is).
Í hagfræðihluta íðorðasafns Íslenskrar málstöðvar er að finna sam-
heitin athafnamennska og framtakssemi. Til að skoða hvernig hug-
takið og fleiri skyld hugtök hafa verið notuð í íslensku samhengi var
gerð leit á timarit.is. Hún sýnir að hugtökin athafnasemi, athafna-
samur, athafnasöm, athafnakona og athafnamaður koma fyrir mis-
munandi oft og í nokkuð mismunandi samhengi. Frá fyrstu tíð er
auðmagn sem erfist… 195
44 Vef. Angela Martinez Dy og Susan Marlow, „Women entrepreneurs and their
ventures“, The Routledge Companion to Global Female Entrepreneurship. https://
www.routledgehandbooks.com/doi/10.4324/9781315794570.ch1. Sótt 22. nóv.
2017; Sara Poggesi, Michela Mari, Luisa De Vita, „What’s new in female ent-
repreneurship research? Answers from the literature“, International Entre -
preneur ship and Management Journal, 12:3 (2016), bls. 735–764.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 195