Saga - 2018, Blaðsíða 139
maður sótt hreppstjóra til embættismissis fyrir dómstólum vegna
afbrots í starfi. Breyting var gerð á þessu síðar og amtmönnum
fengið vald til að setja hreppstjóra af, samanber konungsúrskurð 24.
apríl 1819, kansellíbréf 27. október 1821 og 17. gr. reglugerðar 8.
janúar 1834. Ef hreppstjórar voru tveir áttu þeir að skipta hreppnum
jafnt á milli sín en aðstoða hvor annan ef vandamál komu upp.
Hreppstjórar fengu ekki föst laun en nutu skattfríðinda, eins og áður
segir, og voru með instrúxinu lausir undan skattskyldu til konungs
og fátækra, en þau hlunnindi misstu þeir árið 1819 og liggur ekki
fyrir hvers vegna svo var.48 Í áðurnefndu erindisbréfi er jafnframt
tekið fram að hrepp stjórar skuli sinna umboðsstörfum fyrir sýslu-
menn, svo sem við birtingu dóma, löggæslu, uppskriftir á búum og
minniháttar upp boðshald. Bæði í uppskriftunum og uppboðunum
koma fram upplýsingar um eigur einstakra manna. Auk þess eiga
hreppstjórar að annast úttektar- og virðingargerðir fyrir hönd sýslu-
manna en í þessum skjölum er híbýlum manna lýst. Munu þeir jafn-
vel hafa sinnt þessu síðasttalda frá 1793, sbr. bréf kansellís til rentu-
kammers 4. maí 1793.49 Með þessu erindisbréfi er fest í sessi, með
stuðningi laga, hver verkefni hreppstjóra voru, skýrt frekar hverjar
embættis skyldur þeirra voru og hvaða réttindi þeir höfðu.
Árið 1810 sendi Stefán Stephensen, amtmaður Vesturamts, út
forskrift að skipunarbréfi til þess að auðvelda sýslumönnum skipun
manna í hreppstjóraembættið. Það er svohljóðandi:
Embættis-bréf fyrir NN sem hreppstjórnarmann í NN hrepp innan NN
sýslu Stephan Stephensen konunglegrar hátignar til Danmerkur og
Noregs pp amtmaður yfir Vestur amti Íslands.
Gjörir vitanlegt: að samkvæmt konunglegri allranáðugustu skipan
þann 21 júlí 1808 hefi ég útnefnt og sett og með þessu embættis bréfi
nefni og set NN til að vera framvegis hreppstjórnarmaður í NN hrepp
innan NN sýslu, með öllum þeim rétti, skyldu, myndugleika, virðing
og embættistekjum, sem lög og fyrrgreint konunglegt boðorð, og það,
eftir þess fyrirmælum útgefna instrúx fyrir hreppstjóra þann 24 Novbr.
1809 ásamt seinni laga og yfirvalda fyrirskipun tiltaka. Því skal hann í
öllu vera Danmerkur og Noregs einvalds konungum og þeim af þess -
um yfir hann settu yfirboðurum hlýðinn og trúr, kostgæfilega rækja sitt
embætti og fari eftir áðurnefndu instrúxi (sem honum um skammt
afsent verður) og seinni laga og yfirvalda fyrir skipunum þannig sér í
öllu hegða sem ráðvöndum og framkvæmdarsömum hreppstjóra og
hreppstjórar og skjalasöfn þeirra 137
48 Þórður Eyjólfsson, Alþingi og héraðsstjórn, bls. 24.
49 Lovsamling for Island VII, bls. 332–334; Lovsamling for Island VI, bls. 115–118.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 137