Saga - 2018, Blaðsíða 119
Bólgusjúkdómnum sem olli handa- og fingurmeinum lýsti Þor -
valdur í skýrslu til heilbrigðisráðsins fyrir árið 1865. Þar kallar hann
sjúkdóminn „Rosen“ (lat. erysipelas) en sjúkdómurinn er húðsjúk-
dómur og nefndur heimakoma á íslensku. Sjúkdómurinn er af völd-
um bakteríunnar Streptococcus sem einnig veldur barnsfarasótt, en
það vissi Þorvaldur ekki.142 Telur Þorvaldur að nokkrir einstak -
lingar í Ísafjarðarsýslu hafi fengið þennan bólgusjúkdóm í mars og
apríl 1865 en hann síðan þróast yfir í það að þrjár konur í sýslunni
fengu barnsfarasótt í sömu mánuðum.143 Sér hann samband á milli
þessara tveggja sjúkdóma, þ.e. heimakomu og barnsfarasóttar, og
þegar annar þeirra, þ.e. heimakoma, blossaði upp hafi hann smitað
sængurkonurnar og valdið þeim barnsfarasótt í sængurlegu.
Heima komu gat fólk fengið ef það hafði sár á líkamanum. Vel getur
verið að óhreinn hnífur hafi valdið þessum bólgusjúkdómi þegar
fólk skar sig til dæmis við fiskveiðar og fiskverkun, sem var aðalat-
vinnuvegurinn í Ísafjarðarsýslu. Einnig getur verið að fólk sýkt af
bakteríunni sem veldur heimakomu hafi sinnt fæðandi konum og
valdið þeim barnsfarasótt. Þorvaldur sá einnig samband á milli
taugaveikinnar sem hófst í Skálavík í byrjun árs 1864 og barnsfara-
sóttarinnar sem hófst þar ári síðar, án þess að geta útskýrt það
nánar. Þannig var raunveruleikinn sem læknar bjuggu við á þessum
tíma, þegar ekki var vitað um bakteríur. Þeir reyndu að tengja og sjá
samhengi á milli smitsjúkdóma án þess að geta skilgreint ástæður
fyrir sjúkdómum, í þessu tilviki barnsfarasótt, taugaveiki og heima-
komu.
Sömu hugleiðingar um tengingu á milli sjúkdóma, þ.e. barns-
farasóttar og heimakomu, komu fram í heilbrigðisskýrslu frá Gísla
Hjálmarssyni, fjórðungslækni í Austfirðingafjórðungi, sem var skrif -
uð tuttugu árum áður, árið 1845. Gísli tilkynnti heilbrigðisráðinu í
kaup manna höfn að bólgusjúkdómur „den betændelsesagtige Dia -
these“ hafi gengið um sumarið í umdæmi hans. Sjúkdóminn sagði
hann lýsa sér í bólgu sem gengi inn í bein hjá þeim sem smit uð ust.
Í kjölfar bólgusjúkdómsins hafi fjórar sængurkonur fengið „metritis
puerperalis“ sem hófst nokkrum dögum eftir fæðinguna.144 Hann sér
barnsfarasótt á íslandi á nítjándu öld 117
142 Sjá um heimakomu: Irvine Loudon, Death in Childbirth, bls. 70‒77.
143 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 6. Ársskýrslur lækna 1858–1865. Skýrsla Þor -
valdar Jónssonar fyrir árið 1865.
144 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis D, 4. Ársskýrslur lækna 1840–1847. Skýrsla Gísla
Hjálmarssonar fyrir árið 1845.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 117