Saga - 2018, Blaðsíða 217
það séra Gunnar kristjánsson sem snýst til dálítið ákafrar varnar fyrir lúth -
ersku kirkjuna gegn þeim ásökunum Björns Th. Björnssonar, í Íslenskri mynd -
list I (1964), að hún hafi staðið fyrir miklu helgimyndabroti (bls. 215–221).
kannski er framlag Gunnars einmitt tímabært til mótvægis við hugmyndir
um afmenningarþróun eftir siðaskipti sem hafa stundum verið dregn ar fram
í íslenskri söguritun, sjálfsagt oft af þjóðernispólitískum ástæðum.
Ef við lítum hins vegar á bókina sem viðleitni til að hjálpa ófróðum les-
endum og yfirlitssöguhöfundum að öðlast yfirsýn um efnið get ég vissulega
tekið þátt í að reyna að meta hvernig hefur tekist til með það. Athygli vekur
strax að hér er ekkert yfirlit yfir siðbreytinguna til lútherstrúar, hvorki í
Evrópu né á Íslandi. Sjálf byltingin til lúthersku kemur varla við sögu,
aðeins útfærsla hennar á Íslandi sem er þó ekki rakin heildstætt. Fyrsta
greinin byrjar ekki fyrr en áratug eftir að Jón biskup Arason var tekinn af lífi
og meginatburður þeirrar næstu ekki fyrr en 75 árum eftir það. Síðar eiga
höfundar raunar eftir að segja frá ýmsu sem gerðist áður, en það breytir því
ekki að hér er ekki skrifað neitt yfirlit yfir það sem ég og jafnaldrar mínir
kölluðum siðaskipti. Við nánari skoðun er mér nær að halda að þetta sé
kostur fremur en annmarki. yfirlitssaga siðbreytingarinnar á Íslandi er til-
tölulega vel þekkt, einkum af því að Loftur Guttormsson gerði henni
rækileg skil í þriðja bindi Kristni á Íslandi (2000), með dyggum stuðningi
Einars Sigurbjörnssonar. Eins hafa Guðrún Ása Grímsdóttir og Jón Þ. Þór,
ásamt fleirum, fjallað rækilega um vissa þætti þessa máls í Sögu biskupsstól-
anna (2006). Ég held að það hafi verið orðið tímabært verk að senda ósam-
stætt greinasafn eins og þetta út á vettvanginn og láta fræðimenn um að
tengja efni þess inn í hina almennu siðaskiptasögu. Á hinn bóginn grunar
mig að það hefði auðveldað lesendum að sjá bókina sem samstæðari heild
ef texta hennar hefði verið fylgt eftir með samfelldri nafna- og hugtakaskrá.
Í aðfaraorðum hennar (bls. 8) segir að fallið hafi verið frá því að gera þetta
og er það rökstutt með því að margar greinanna tengist „ekki öðruvísi en að
allar eru þær ritaðar í tilefni af afmæli siðbótarinnar.“ Það hefði mátt þjappa
þeim svolítið saman efnislega með því að gera þeim eina skrá — og
samstæð heimildaskrá í stað skráa um heimildir einstakra greina hefði
væntanlega sparað svolítið rúm því ekki hefði þurft að skrá rit með
bókfræðiupplýsingum í hverri heimildaskránni eftir aðra.
Fyrstu fjórir hlutar bókarinnar rúmast vel innan þess sviðs sem auðveld-
lega má einkenna með aðaltitli hennar, Áhrif Lúthers, eiginlega betur en ég
átti von á fyrirfram. Hvað eftir annað kemur Lúther inn í frásögnina og
reynist þá hafa haft einhver afskipti af umfjöllunarefninu í heimalandi sínu.
Í fimmta hluta er hvarflað nokkuð langt út af þessu sviði þegar sleppir grein
Þórunnar Sigurðardóttur um mótun kyngervis á sautjándu öld. Þá er tekið
að rekja sögu tveggja kvenna og eins kvenréttindasinnaðs karls sem voru
ekki fædd fyrr en á nítjándu öld. Þarna er nánast stigið út úr efnissviði bók-
arinnar, kannski í því skyni að jafna kynjahlutföll í höfundahópnum — eða
ritdómar 215
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 215