Saga


Saga - 2018, Page 217

Saga - 2018, Page 217
það séra Gunnar kristjánsson sem snýst til dálítið ákafrar varnar fyrir lúth - ersku kirkjuna gegn þeim ásökunum Björns Th. Björnssonar, í Íslenskri mynd - list I (1964), að hún hafi staðið fyrir miklu helgimyndabroti (bls. 215–221). kannski er framlag Gunnars einmitt tímabært til mótvægis við hugmyndir um afmenningarþróun eftir siðaskipti sem hafa stundum verið dregn ar fram í íslenskri söguritun, sjálfsagt oft af þjóðernispólitískum ástæðum. Ef við lítum hins vegar á bókina sem viðleitni til að hjálpa ófróðum les- endum og yfirlitssöguhöfundum að öðlast yfirsýn um efnið get ég vissulega tekið þátt í að reyna að meta hvernig hefur tekist til með það. Athygli vekur strax að hér er ekkert yfirlit yfir siðbreytinguna til lútherstrúar, hvorki í Evrópu né á Íslandi. Sjálf byltingin til lúthersku kemur varla við sögu, aðeins útfærsla hennar á Íslandi sem er þó ekki rakin heildstætt. Fyrsta greinin byrjar ekki fyrr en áratug eftir að Jón biskup Arason var tekinn af lífi og meginatburður þeirrar næstu ekki fyrr en 75 árum eftir það. Síðar eiga höfundar raunar eftir að segja frá ýmsu sem gerðist áður, en það breytir því ekki að hér er ekki skrifað neitt yfirlit yfir það sem ég og jafnaldrar mínir kölluðum siðaskipti. Við nánari skoðun er mér nær að halda að þetta sé kostur fremur en annmarki. yfirlitssaga siðbreytingarinnar á Íslandi er til- tölulega vel þekkt, einkum af því að Loftur Guttormsson gerði henni rækileg skil í þriðja bindi Kristni á Íslandi (2000), með dyggum stuðningi Einars Sigurbjörnssonar. Eins hafa Guðrún Ása Grímsdóttir og Jón Þ. Þór, ásamt fleirum, fjallað rækilega um vissa þætti þessa máls í Sögu biskupsstól- anna (2006). Ég held að það hafi verið orðið tímabært verk að senda ósam- stætt greinasafn eins og þetta út á vettvanginn og láta fræðimenn um að tengja efni þess inn í hina almennu siðaskiptasögu. Á hinn bóginn grunar mig að það hefði auðveldað lesendum að sjá bókina sem samstæðari heild ef texta hennar hefði verið fylgt eftir með samfelldri nafna- og hugtakaskrá. Í aðfaraorðum hennar (bls. 8) segir að fallið hafi verið frá því að gera þetta og er það rökstutt með því að margar greinanna tengist „ekki öðruvísi en að allar eru þær ritaðar í tilefni af afmæli siðbótarinnar.“ Það hefði mátt þjappa þeim svolítið saman efnislega með því að gera þeim eina skrá — og samstæð heimildaskrá í stað skráa um heimildir einstakra greina hefði væntanlega sparað svolítið rúm því ekki hefði þurft að skrá rit með bókfræðiupplýsingum í hverri heimildaskránni eftir aðra. Fyrstu fjórir hlutar bókarinnar rúmast vel innan þess sviðs sem auðveld- lega má einkenna með aðaltitli hennar, Áhrif Lúthers, eiginlega betur en ég átti von á fyrirfram. Hvað eftir annað kemur Lúther inn í frásögnina og reynist þá hafa haft einhver afskipti af umfjöllunarefninu í heimalandi sínu. Í fimmta hluta er hvarflað nokkuð langt út af þessu sviði þegar sleppir grein Þórunnar Sigurðardóttur um mótun kyngervis á sautjándu öld. Þá er tekið að rekja sögu tveggja kvenna og eins kvenréttindasinnaðs karls sem voru ekki fædd fyrr en á nítjándu öld. Þarna er nánast stigið út úr efnissviði bók- arinnar, kannski í því skyni að jafna kynjahlutföll í höfundahópnum — eða ritdómar 215 Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 215
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.