Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 11
yfir f jallið, svo við ákváðum að gera þetta, og það var nú það. — Einmitt, sagði ég. — Þetta var ósköp meinlaus ferð. — En björgunarsveitin. — Já, björgunarsveitin, sagði hann. — Ekki bað ég þá um að leita. — Nei, auðvitað. — Hún asnaðist bara af stað og gerði allt vitlaust í skelfingu og Ijósagangi. — Voru þið kannski að farast þarna á fjallinu. — Að farast, sagði hann. — Ég hef aldrei vitað að mér væri nein hætta búin í snjó. — En þessi náungi, sem fór með þér, sagði ég. — Kannski þeir hafi óttast um hann. — Sko, við fórum þarna yfir í dalinn og það var komin blindhríð og ég treysti honum ekki alminlega til að ganga þetta, en hann vildi ólmur fara og hann um það. — Já, hann um það, sagði ég. — Og við lögðum af stað beinustu leið á fjallið og hann var nokkuð duglegur fyrst, en þetta var bölvað púl upp brekk- urnar og hann var ekki eins vanur og hann var ákafur að komast þetta. — Svo þú hefur orðið að bera hann, sagði ég. — Nei, það er ekki satt, ég bar hann aldrei. En þegar við komum upp á brúnina var hann alveg búinn að vera. Þú hefur náttúrlega aldrei komið hér upp, sagði hann og nú gerði hann aftur þessa snöggu og fyrirlitningarfullu höfuðhreyfingu í átt- ina að fjallinu. — Fjallið er alveg flatt að ofan, rennislétt, og þetta hefði allt verið í lagi hefði ekki dregið úr frosti og gert bleytuhríð. En þarna á fjallinu gafst hann upp. Hreinlega gafst upp, þótt hugurinn væri nógur og ég væri alltaf að ljúga því að honum, að nú værum við að komast á brúnina fyrir ofan skíðahótelið. Hann þok- aðist nokkurn spotta í hvert sinn, en þeg- ar hann lagðist fyrir hélt ég áfram í átt- ina að brúninni. Ég var alltaf að snúa við til þess að ljúga því í hann að ég hefði gengið fram á brúnina, og að nú væri ekk- ert eftir nema að renna sér á rassinum niður að hótelinu. Sem betur fór trúði hann þessu í hvert sinn og lagði í hann aftur og aftur og þannig gekk þetta yfir fjallið. Þetta hafðist loksins út á brúnina en þá var liðið á kvöldið og ég held hann hafi aldrei vitað, þegar við dúndruðum fram af. Mér hafði orðið á í messunni vegna hríðarkófsins og þessara eilífu snún- inga við hann uppi á fjallinu, og lenti dá- lítið norðar en ég bjóst við. Við komum niður upp undan selinu þarna, og eins og þú sérð, þá er töluverður spotti eftir hlíð- inni og hingað að hótelinu. Þessi skekkja ætlaði að verða náunganum erfiðust, þótt hann kæmist sæmilega áfram undan brekkunni. Við vorum nefnilega komnir niður í miðja hlíð þegar birti allt í einu til svo ég sá hvar við vorum staddir. Þú sérð hvernig hlíðin er öll í dældum og gil- skorningum, en það var ekki fyrr en ég var búinn að tala töluvert um fyrir hon- um og koma honum á skíðin hvað eftir annað, að ég skildi hann eftir í skafli og sjálfsbjörg 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.