Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 13
Valdimar Hólm Hallstað Á örlitlum granda hér yzt við hafið var æska mín mótuð og skírð. Hér lék ég mér ungur í grænu grasi og gladdist af himinsins dýrð. Hér hvíslaði blærinn svo ör við eyra og allt var með hlýjum svip. Já, hér fyrir landi með sólblik í seglum svifu mín draumaskip. Svo kvaddi ég heima á kliðmjúku vori og hvarf inn í bláan draum. Snemma var baráttan blandin kvíða við bylgjur og þungan straum. Ég gleymdi mér stundum í gleði minni í glampa af nýrri von. 1 mildu skini frá mömmu og pabba vakti minning um týndan son. Sumir lúta þeim örlögum einum að erja sín heimalönd. Aðrir flakka í friðlausum trega um framandi vonaströnd. Einn fær að lifa í ljóma vorsins og lesa hvert gæfu blóm. Með annars hamingju heyrist ganga haustið á frosnum skóm. I dag kom ég heim eftir áranna eril einmana og fótasár. Ég hef farið um víða vegu velkzt meir en fimmtíu ár. Útsærinn gnauðar hjá yztu skerjum, það er alvara í dagsins svip. Hin haustbleika jörð fagnar farandskáldi. — 1 f jörunni er brotið skip. — SJÁLFSBJÖRG 1

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.