Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 14
^ Signrður Gii«¥mnndsson er fæddur í Reykjavík 14. ágúst 1900. Hann er kvæntur Elínborgu Guðbjarnadóttur og eiga þau tvær dætur. Sigurður hefur starfað mikið að félags- málum, er nú t. d. formaður Ljósmyndara- félags Islands, enda ljósmyndari að at- vinnu. Þá er Sigurður upphafsmaður að landnámi góðtemplara að Jaðri. Sigurður er einn af stofnendum Sjálfs- bjargar í Reykjavík og tvö síðustu árin hefur hann verið formaður þar. Hann er mikill framkvæmdamaður og hefur manna mest unnið að húsakaupum félagsins að Marargötu 2 og stofnun vinnustofu þar. Hclga Marselíusilóttir er fædd á Isafirði 24. nóvember 1930. — 1 bernsku veiktist hún í mjöðm og hefur aldrei fengið bót á þeirri meinsemd. Helga var meðal stofnenda Sjálfsbjargar á Isafirði og hefur hún unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Þau eru ótalin sporin, sem hún hefur hlaupið fyrir félagið. Síðustu þrjá vetur hefur Helga verið for- stöðukona á föndurkvöldum félagsins. Helga hefur verið kjörin á öll Landssam- bandsþing síðan 1960 og hún hefur mætt á öllum sumarmótum Sjálfsbjargar. Helga er nú varaformaður Sjálfsbjargar á Isafirði. 14 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.