Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Qupperneq 17
og losaði þaðan eitthvert flykki, rautt og hvítt á litinn, sem hún setti niður í vatnið. Ég fór að verða hálfsmeikur um, að hér væru að gerast einhver hræðileg, dular- full fyrirbrigði, en það var þá ekki annað en tanngómur hennar, sem hún var að taka út úr sér.-------Þessu næst tók hún af sér dökka parrukið, og sást þá ber skall- inn á henni, með hvítum hýjung á stöku stað, og mér þótti hausinn svo skrýtinn á kerlingunni, að mér lá við að skella upp úr við skráargatið.-------Svo fór hún að lesa bænirnar sínar úti á miðju gólfi. Stóð svo á fætur og gekk að rúminu, þar sem hluturinn var undir, sem henni var settur til höfuðs. Hún þreifaði til hans og setti hann út á mitt gólf. Síðan beygði hún sig niður og hvarf þá ílátið inn undir serkinn. -----Meðan hún sat þarna, beið ég með öndina í hálsinum. Hún sat róleg í mestu makindum. Ég beið líka í mestu makind- um og hróðugur yfir því, að nú fengi hún þó bráðum makleg málagjöld. Ég heyrði fyrst mjög veika suðu, eins og smáskvettu, en síðan kom ómur og dimmar drunur, líkt og bergmál af fjarlægum fallbyssu- skotum. í einu vetfangi brá ótta- og skelf- ingarsvip á andlit maddömu Dufour. Hún glennti upp augun, drap tittlinga og stökk svo á fætur jafn fimlega og köttur, og hefði ég svarið fyrir, að hún væri svo liðug og létt á sér.-------Hún starði á næturgagnið,-------það marraði, brakaði, brast og gnast og skaut upp logaöldum, því að „reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu“. Þéttur skýmökkur þyriaðist upp undir loft, tröllslegur og ægilegur, eins og seiður væri framinn.--------Hvað átti nú aumingja kerlingin að hugsa? Var þetta árás frá djöflinum, eða var hún altekin einhverjum voða sjúkdómi? Hún hélt víst að þessi eldur væri að brjótast fram úr sér, og væri í þann veginn að rífa sund- ur iðrin, eins og þegar eldfjall gýs eða fallbyssa springur af ofhleðslu.-----Hún stóð grafkyrr, steini lostin af ótta og skelf- ingu og starblíndi á ósköpin. En síðan rak hún upp hátt hljóð, svo hátt að ég hef aldrei heyrt annað eins, og datt svo kylli- flöt á gólfið.-----Ég flýtti mér burt og upp í rúmið mitt og grúfði mig niður, límdi aftur augun eins og ég vildi sann- færa sjálfan mig um það, að ég svæfi, ætti á engu sök og hefði ekkert séð og ekki einu sinni farið út úr herbergi mínu.----- Ég sagði við sjálfan mig: „Hún hlýtur að vera dauð, og ég hef drepið hana“. Ég hlustaði með athygli á hvert hark og hljóð, sem ég heyrði í húsinu. — Það var eilíft þrusk, gengið fram og aftur um húsið og verið að skrafa. Þar næst heyrði ég, að einhver hló, og svo vissi ég ekki fyrri til en ég fékk hvern snoppunginn á fætur öðrum af hendi föður míns.-------Morgun- inn eftir var maddama Dufour náföl í framan. Hún var alltaf að súpa á vatni, og að líkindum hefur það verið í þeim til- gangi, að slökkva eldinn, sem hún hélt að væri í innyflum sínum, þrátt fyrir það, þó að læknirinn hefði þvertekið fyrir, að nokkur minnsta hætta væri á því.---------- Upp frá þessum degi var hún vön að segja, þegar einhver talaði við hana um veik- indi og lasleika: — „Æ, góða mín, — ef þér vissuð hvað sumir sjúkdómar geta verið undarlegir--------“ En meira sagði hún ekki. S. M. þýddi. Konur sem tárfella yfir hverju lítilræði, hryggjast aldrei yfir neinu. Að leita eftir sannleika er einskis virði, án þess að leita eftir fegurð. Sá sem verður drukkinn af vini, verður aldrei eins illa staddur og sá, sem verður drukkinn af lýgi. SJÁLFSBJÖRG 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.