Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 18
Má ég kynna Ute fyrir ykkur Stig Guldberg hringdi dag nokkurn á ritstjórnarskrifstofuna og sagði: — Mig langar til að segja lesendum ykkar frá stúlku, yndislegri stúlku, sem ekki hefur hlotið allt það í vöggugjöf, sem mönnum annars hlotnazt. Má ég segja ykkur frá Ute? — Já, sögðum við, — já, takk, Stig Guldberg. Svo var skrifað og teknar myndir. Og hér er Ute. Hún heitir Ute og er elzt í systkina- hópnum. Nú er hún sextán og hálfs árs. Þið munið, að á þeim árum reiknar mað- ur alltaf mánuði og hálft ár með, til þess að undirstrika hinn háa aldur. En síðar á lífsleiðinni hættir manni til að draga frá, að minnsta kosti kvenþjóðinni. Mikil var eftirvæntingin, er erfingjans var von, þótt ekki hafi á þeim árum verið hægt að kalla Þýzkaland neitt fyrirmynd- arríki. Faðir hennar var sölumaður og hafði flýtt sér heim, þegar stundin mikla nálgaðist. Og nú gekk hann fram og aft- ur í stofunni. Andrúmsloftið er alltaf svo taugaæsandi, þegar fæðing fer fram í heimahúsi. Ljósmóðirin og nágrannakonan höfðu nógu að sinna og því engan tíma aflögu, til þess að hugsa um þennan örvinglaða karlmann, sem þær í hjarta sínu óskuðu, að væri kominn þangað sem piparinn vex. Loks heyrði hann barnsgrát, en skömmu 18 SJÁLFSBJÖRG Ute skrifar heim. síðar heyrði hann nágrannakonuna hljóða upp yfir sig. Augnabliki síðar kom hún þjótandi fram í stofuna. Hann starði á ná- fölt andlit hennar og fann angistina læs- ast um sig. Konan endurtók í sífellu: — Hana vantar. . . . hana vantar. . . . ó, nei! Hann stökk til hennar, þreif í axlirnar á henni, hristi hana og hrópaði: — Hvað hefur gerzt? Hvað hefur gerzt? Svaraðu mér, kona? I sömu svipan kom Ijósmóðirin út úr herberginu með reyfarstranga í fanginu. Tárin runnu niður kinnar hennar. Hún

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.