Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Síða 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Síða 20
Skúli Guðjónsson: GRIPIÐ UM TAUM Hann gekk á undan okkur upp klifið, þegar við komum úr kaffinu, roskinn, vinnulúinn, álútur með hendurnar fyrir aftan bak og vaggaði talsvert í spori, þeg- ar hann gekk. Fráhnepptur vinnujakkinn hans, lúður og óhreinn flaksaðist fyrir golunni, þegar hann gekk, og eyrnaspeldi vetrarhúfunnar, sem hann bar jafnan á höfði sér, meðan hann var utandyra, flöksuðust einnig fyrir golunni, líkt og litlir vængir á stórum fugli, sem er að reyna að hefja sig til flugs. Fast á hæla honum fylgdi Staðgengill- inn. Við nefnum hann svo, vegna þess að hann gerði sér leik að því að líkja eftir gamla manninum, bæði um fas og radd- blæ, enda báðir af sama heimili. Staðgengillinn, sem var á tvítugs aldri, gekk einnig með hendur fyrir aftan bak, álútur og vaggaði út á hliðarnar, þegar hann gekk. Vinnujakkinn hans, lúður og óhreinn, flaksaðist einnig fráhnepptur fyr- ir golunni. En á höfði sér bar hann hár- lubba, ógreiddan, eldrauðan,. í stað vetrar- húfu. Upp á klifinu vorum við nokkrir vega- vinnumenn að breikka götuslóðann, sem hestar höfðu troðið um margar aldir, það mikið að þar mætti komast með bíl, því fyrsti bíllinn var aðeins ókominn í sveit- ina. Við notuðum haka, járnkarla og skóflur við verkið. Þegar upp kom, tók gamli maðurinn sér haka í hönd og pjakkaði upp mölina Hvernig hafði hún lært þetta? Jú, eins og hún sagði sjálf, þá vissi fólkið ekki, hvað ætti að gera fyrir hana, þegar hún var lítil. Þess vegna fékk hún að nota fæturna að vild, þegar hún lék sér, jafn- vel sjúga stórutána, þegar hún vildi. Hjá henni voru fótahreyfingarnar orðn- ar jafn eðlilegar, eins og það verður öðru fólki eðlilegt að rétta hendurnar eftir því, sem til þess er kastað. Framtíðarósk hennar er að verða kennslukona, ef til vill sálfræðingur, og þar álít ég að hún yrði á réttri hillu. En fyrst bíður hennar mikið verkefni. Nú iíður sem sé að því, að hryggurinn þoli ekki lengur þær erfiðu hreyfingar, sem hún verður að gera, til að hjálpa sér svo fullkomlega. Og hvað tekur þá við? Hún býr nú á æfingaskóla fyrir fatlaða. Þar á hún að fá gervihandleggi og er henni ætlað að hreyfa fingur, úlnlið, olnboga og axlarliði. Ef það er nokkrum kleift, að notfæra sér alla þessa tækni, þá er það Ute. Ég veit af eigin reynslu, að það mun kosta baráttu, tár og vonleysi. Hæfileikann að finna til getur maður ekki öðlast, og ég vona að næst, þegar við Ute sjáumst, rétti hún mér fótinn, þegar hún heilsar, eins og hún gerði, þegar hún kvaddi og fór. (Lauslega þýtt úr dönsku). 20 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.