Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Síða 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Síða 27
FRÁ FÉLÚGUM Föndurkvöld hjá Sjálfsbjörg, Reykjavík. Félagsdeildirnar hafa unnið að málefn- um sínum, á þeim grundvelli, sem þau eru byggð á, og haf'a nokkrar félagsdeildir unnið stórvirki. Félögin eru nú 10 að tölu með um 800 meðlimi og yfir 700 styrktarfélaga. 1 Reykjavík voru haldin föndurkvöld einu sinni í viku, spila- og skemmtikvöld og myndarleg árshátíð. Félagið efndi til skyndihappdrættis á árinu og gekk það sæmilega. Aðalverkefni félagsins nú, er undirbúningur að rekstri vinnustofu að Marargötu 2. Pantaðar hafa verið vélar og efni og er ráðgert að hefja rekstur fyrir áramót. Á ísafirði rekur félagið, ásamt Berkla- vörn, fyrirtækið „Vinnuver", en þar eru vinnustofur og verzlun. Hefur rekstur „Vinnuvers" gengið sæmilega. Féiagslífið hefur staðið með miklum blóma. Félagið á Siglufirði rekur vinnustofu að Túngötu 9 og hefur rekstur hennar gengið sæmilega. Á vinnustofunni eru framleiddir vinnuvettlingar, sem þegar hafa getið sér gott orð. Félagslíf er mjög gott. Á Akureyri er unnið að byggingu vinnu- stofu, og er það viðbygging við félags- heimilið „Bjarg“. Ráðgert er að fram- kvæmdum ljúki á þessu ári og geti rekstur vinnustofunnar hafist á næsta ári. Á Akureyri er félagslíf mjög mikið. Félagið á Sauðárkróki hefur komið sér upp snotru húsi og er unnið að stækkun þess. Það óhapp vildi til, s. 1. vor, að húsið skemmdist af eldi, en vonandi verður við- gerð lokið í haust. Félagið á Sauðárkróki hefur um 200 styrktarféiaga sem er mjög athyglisvert. Hjá hinum félagsdeildunum er unnið að margvíslegum störfum. SJÁLFSBJÖRG 27

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.