Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 34

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 34
SPJALLAÐ TIL VONAR OG VARA Tveir sjómenn mættust á götu á Siglu- firði síðla kvölds í sumar og voru báðir fullir. Þá sagði annar: „Réttu mér hendina, elsku vinur. Hvað- an ertu annars af landinu?“ „Ég á heima í landsins stærstu borg, Reykjavík“, svar- aði hinn. „Allt í lagi, elsku vinur“, sagði sá fyrri. „Réttu mér hina hendina líka, ég er nefnilega frá Akureyri, landsins feg- urstu borg, en síðasti Reykvíkingurinn, sem ég lenti á fylliríi með, stal af mér bæði armbandsúrinu og sjálfblekungn- um“. A. : Heldurðu að Adam hafi elskað Evu? B. : Ætli það ekki. Hann hafði nú ekki úr svo miklu að velja. . .. .og hættu að kalla mig pabba! A. : „Hvað er hættulegast við bíla?“ B. : „Bílstjórarnir“. „Hvað ertu gamall, drengur minn?“ spurði prestur lítinn dreng. „Ég veit það ekki fyrir víst“, svaraði strákur, „þegar mamma átti mig var hún 24 ára, en nú er hún 23ja“. „Haldið þér, að snilligáfur séu arf- gengar?“ „Ég veit ekki, ég á ekkert barn“. Kennarinn: Hvaða húsdýr er nytsamast? Drengurinn: Hænan. Kennarinn: Hvers vegna? Drengurinn: Vegna þess að það er hægt að éta hana dauða og áður en hún fæðist. 34 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.